Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóða///Ögmundur og c/o er ánægðir !!!!

Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar
Innlent | mbl.is | 26.11.2011 | 13:31
Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hafna fjárfestingu Huangs Nubos í Grímsstöðum á Fjöllum er fljótfærnisleg og óábyrg og endurspeglar ósanngjarnt og einangrað fjárfestingaumhverfi. Þetta fullyrðir Huang við kínverska vefmiðilinn China Daily. „Þessi höfnun endurspeglar ósanngjarnt og einangrað fjárfestingaumhverfi sem kínversk fyrirtæki þurfa að eiga við í útlöndum,“ er haft eftir Huang í einkaviðtali í höfuðstöðvum fyrirtækis hans, Zhongkun Investment Group, í Peking í dag. Huang segir að ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þýði mikið tap fyrir bæði Ísland og kínverska fjárfesta.

Huang segir að sér hafi borist fréttin um að fjárfestingunni væri hafnað klukkan 4 um nótt að kínverskum tíma, aðfaranótt laugardags. Enginn hafi óskað eftir viðræðum við hann fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar. Hann bendir á að það hafi verið landeigendurnir sjálfir sem áttu frumkvæði að því að bjóða honum til sölu 300 ferkílómetra jörð á Grímsstöðum á Fjöllum.

Sjálfur segist hann ekki tapa neinu með þessum málalyktum, en þær séu hinsvegar markverðar vegna þess að þær undirstriki þá fordóma sem kínverskir fjárfestar þurfi að mæta á erlendri grundu. „Það er enn tvöfalt siðferði í gangi,“ hefur China Daily eftir honum. Vesturlönd séu áköf í að „hvetja til opnunar kínverskra markaða en loki um leið eigin dyrum fyrir kínverskum fjárfestingum.“

Huang segir ástæðu til að vara aðra kínverska fjárfesta við því að fara inn á alþjóðlegan markað fyrr en þeir hafi kynnt sér rækilega pólitíska umhverfið fyrst. Hér eftir hyggist hann sjálfur beina fjárfestingum sínum til Bandaríkjanna og annarra Norðurlanda en Íslands. Nefnir hann Svíþjóð og Finnland í því samhengi.


mbl.is Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband