3.12.2011 | 20:15
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo/Auðvitað var þetta alltaf í myndinni að leigja !!!!
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo Innlent | mbl.is | 3.12.2011 | 20:00 Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo um með hvaða hætti hann geti fjárfest í íslenskri ferðaþjónustu. Þetta kom
fram í viðtali við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í kvöldfréttum RÚV. Iðnaðarráðuneytið vill leiðbeina honum í gegnum íslenskt lagaumhverfi en haft hefur verið samband við hann í gegnum fjárfestingarstofu. Það sem framundan er er að við munum ræða saman á næstunni um það með hvaða hætti hann getur komið hingað til lands með fjárfestingar í ferðaþjónustu sagði Katrín í viðtalinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að Nubo væri óheimilt að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, segir að sér sé ekki kunnugt um þessar fyrirætlanir iðnaðarráðuneytisins. Ef hann [Huang Nubo] er núna að óska eftir jarðakaupum sem einstaklingur þá er það nýtt í stöðunni, en hefði ekki breytt hinu að mínu mati að undanþágubeiðni frá þeirri almennu reglu sem er við lýði að jarðarkaup einstaklinga utan EES eru ekki heimil. Hinsvegar er einstaklingum og fyrirtækjum heimilt að fjárfesta í atvinnulífi á Íslandi og ef þetta snýst um það þá er ekkert nema gott um það að segja, segir Ögmundur. Við höfum dæmi þess að fyrirtæki hafi farið á bak við hina almennu lagareglu með því að leggjast ofan í skúffur innan EES-svæðisins og vísa ég þar til Magma-fyrirtækisins sem komst með slíkum hætti inn í fjárfestingar hér. Ég ætla að menn séu ekki að hugsa um eitthvað slíkt en auðvitað eru fjárfestar velkomnir hingað ef þeir gera það í samræmi við íslensk lög, segir Ögmundur að lokum.///auðvitað hefði það verið það eina í stöðunni að leigja honum landið til 5o-99 ára eða einhvern þann tíma sem samkomulag er um!! þetta er þa sem hann hefði átt að vera fræddur um strax og ekkert múður um það,okkur vantar einmitt svona fjárfesta sem vilja byggja upp ferðaiðnað og hótel og allt sem að þvi lítur og er umkverfissini einmitt einnig!!! þetta mun ýmsu redda ef verður og skapa mikla vinnu,en það leiðinlegt hvernig maðurinn er uppmálaður, sem bara braskari ,og komið með sögur af kaupum i Svíþjoð sem varð bara svik og lýgi en svona er auðvitað til eins og við vitum alstaðar!!!/Halli gamli
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halli minn. Kína-strákurinn átti að vilja kaupa land í norður-Finnlandi, þegar honum var synjað um að kaupa á Íslandi. Hvers vegna gerir hann það ekki bara, og hættir að hugsa um ást sína á Íslandi? Hann var hryggbrotinn í sinni bónorðsferð, vegna þess að hann villti á sér heimildir.
Hann á hvort sem er bara rétt rúmlega 50% í hlutafélaginu, sem ætlað var að kaupa Grímsstaði í hans nafni. Hvað skyldi hlutafélagið heita, sem ætlað var að kaupa Grímsstaði? Enginn hefur þorað að segja okkur það, hvað þá hverjir eru hluthafar í því félagi.
Rétt skal vera rétt!
Ef mér og öðrum er ætlað að búa áfram á Íslandi, þá á ég og allir aðrir íbúar Íslands (hverrar þjóðar sem þeir voru upprunalega), 100% lagalegan, lýðræðislegan og siðferðislegan rétt á að vita hverjir eru tilvonandi kaupendur og eigendur Íslands, hvort sem þeir eru íslenskir, kínverskir eða einhverrar annarrar þjóðar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, með sína spillingar-klíkufélaga í Samfylkingunni og öðrum flokkum, er ekki of góð til að fræða mig og aðra um sannleikann í þessu máli, þótt hún sé á ofurlaunum skattborgara í Kabúl, við að gera ekki neitt, og í boði íslensks-rússnesks-USA-ESB mafíunnar.
Er ég að fara fram á of mikið, sem Íslenskur ríkisborgari í lýðræðisríki í Evrópunni "góðu"?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2011 kl. 22:19
Anna Sigríður, hefur þú reynt að kynna þér hver hefur fengið að fjárfesta með aflandskrónum á Íslandi?
Eða finnst þér það ekki mikilvægt vegna þess að þú færð ekki að vita það.
Hér kemur maður, fyrirtæki, sem vill opinberlega eiga viðskipti á Íslandi og þá er allt ómögulegt.
Það er ekki skrýtið að menn vilji helst fara leið Seðlabanka Íslands og Alþingismanna og hafa nafnleynd á öllu.
Það hrærir ekki upp í neinu.
Það sem þú ekki sérð truflar þig ekki.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.