Hljóðupptökum á ríkisstjórnarfundum frestað Innlent | mbl.is | 6.12.2011 | 12:07 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á Alþingi í dag, að ákveðið hefði verið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefn
dar Alþingis í morgun, að fresta gildistöku ákvæðis um hljóðupptökur á ríkisstjórnarfundum til 1. nóvember á næsta ári. Um er að ræða ákvæði í nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands, sem samþykkt voru á Alþingi í haust. Samkvæmt ákvæðinu, sem átti að taka gildi nú um áramótin, skulu allir fundir ríkisstjórnarinnar hljóðritaðir og afrit geymt í vörslu Þjóðskjalasafns. Gera á þessar hljóðritanir opinberar að 30 árum liðnum. Vigdís sagði að komið hefði fram á fundinum í morgun, að lagaákvæðið hefði verið svo illa unnið að ákveðið hefði verið að leggja fram breytingu á því og breyta jafnframt gildistökuákvæði þess til 1. nóvember á næsta ári. Sagði Vigdís, að athygli sín beindist að frumvörpum sem kæmu úr stjórnarráðinu. Svona komum við með mál eftir mál inn í þingið og þau eru gerð að lögum af meirihlutanum, sem hér situr í þinginu, handónýt mál sem þarf svo að taka upp og það er iðulega hlutverk þingmanna að stunda hér lagabætur í stað þess að vera hér í efnislegri umræðu um brýn mál, eins og að koma atvinnulífi hér af stað og bjarga heimilum og fjölskyldum hér í landinu, sagði Vigdís. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar, sagði að henni þætti Vigdís Hauksdóttir oft ótrúleg. Vigdís vissi vel, að tillaga um hljóðupptökur hefði ekki komið frá ríkisstjórninni heldur allsherjarnefnd þingsins, bæði frá stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum. Vigdís ætti að venja sig á að fara rétt með. Olnbogabarn forsætisráðherra Vigdís sagði einnig, að svo mikill vandræðagangur væri vegna skýrslu um niðurstöður stjórnlagaráðs inni í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, að enginn vissi í raun hvað ætti að gera við skýrsluna. Kallaði Vigdís skýrsluna olnbogabarn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og sagði að málið væri allt í upplausn. Nú ætti að senda skýrsluna í svokallað álagspróf, en á lögfræðimáli héti það að senda skýrsluna í lögfræðiyfirlestur. Búa ætti til enn einn hópinn utan þingsins til að lesa skýrsluna yfir. Valgerður Bjarnadóttir sagði, að níu þingmenn sætu í ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar af væru átta þingmenn sammála um það hvernig málsmeðferð varðandi skýrslu stjórnlagaráðs ætti að vera og að ræða ætti málið eins vel efnislega og unnt væri. Á næsta ári muni síðan koma fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga./////Þessu má fresta en ekki fjárlagafrumvarpinu,sem ekki er klárt ennþá!!en svo er þetta það er bara einræði þarna ekkert tillit tekið til anstöðunar,og Jóhanna formóðir als þarna!!!! ekki einu sinni við á Alþingi en þetta var hennar hugmynd að taka upp Ríksstjórnarfundi sem er sjáflsagt að gera ,menn mundu þá kannski vanda sig meira//Halli Gamli
Hljóðupptökum á ríkisstjórnarfundum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.