Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 30-27///Mitt lið lítur í gras,ekki öll von úti samt!!!

HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. Með sigrinum fór HK um leið upp í annað sæti deildarinnar. Fram datt niður í fjórða sætið en er þó öruggt með það sæti þrátt fyrir að liðin fyrir neðan, Akureyri og Valur, eigi eftir að mætast á sunnudaginn. Þar með er ljóst að Haukar, FH, HK og Fram munu keppa í deildabikarnum á milli jóla og nýárs í þetta skiptið. Fram var skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum, 15-13. En heimamenn mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn, skoruðu fimm í röð um miðbik hálfleiksins og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn fór mjög rólega af stað og þeir fáu leikmenn sem virtust klárir í leikmenn voru flestir í liði Fram. Ingimundur Ingimundarson byrjaði vel og dró vagninn fyrir sína menn, sem og Magnús Erlendsson í markinu. Fram hafði tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, 15-13, en þegar að HK setti meiri kraft í sinn leik kom fljótlega í ljós að liðsheildin var einfaldlega sterkari hjá heimamönnum. Leikmenn eins og Tandri Már Konráðsson og Arnór Freyr Stefánsson markvörður komu mjög sterkir inn í leik HK-inga sem gengu á lagið. Þegar staðan var jöfn, 18-18, fór af stað afar góður leikkafli hjá HK sem skoraði fimm mörk í röð. Framarar virtust einfaldlega ráðþrota í sóknarleiknum gegn sterkri vörn HK. Þar fór Bjarki Már Gunnarsson fremstur í flokki en óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld. Þeir voru þó fleiri í liði HK sem skiluðu sínu. Atli Ævar á línunni var afar drjúgur, sem og þeir Bjarki Már Elísson, Ólafur Bjarki, Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti. Leó Snær kom svo sterkur inn í hægra hornið í lokin. Sigurður Eggertsson var einn af fáum Frömumurm sem lagði eitthvað af mörkum í seinni hálfleiknum en annars var heldur fátt um fína drætti. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en Framarar voru heldur fljótur að koðna niður við mótlætið í þeim seinni. Kristinn: Mikilvægur sigur Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, var ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög mikilvægur sigur enda þurfum við að fá stig gegn þeim liðum sem eru með okkur í þessum sex liða pakka. Við gáfum svolítið eftir í þeirri útileikjahrinu sem við höfum verið í og þurftum á því að halda að fara á jákvæðum nótum inn í jólafríið.“ Hann segir að fyrri hálfleikur hafi verið heldur dapur hjá sínum mönnum. „Hann var ofboðslega þungur og bar keim af því að það er prófatörn hjá mörgum leikmönnum. Við löguðum nokkur atriði í varnarleiknum í leikhlénu og það munaði um það. Bjarki Már Gunnarsson var fáránlega góður í miðju varnarinnar og þá kom markvarslan og sóknarleikurinn með í kjölfarið.“ Fleiri áttu góðan leik hjá HK og hrósaði Kristinn góðri liðsheild sinna manna. „Þetta er liðsíþrótt og það þarf að treysta á fleiri en þá sjö sem byrja,“ sagði Kristinn. „Við teljum okkur hafa mannskap til að ná árangri sem sannaðist í þessum leik.“ Einar Jónsson: Áttum ekki mikið skilið úr leiknum Einar Jónsson, þjálfari Fram, var vitanlega svekktur í leikslok en liðið fer nú í vetrarfríið í fjórða sæti deildarinnar eftir góða byrjun í haust. „Við vorum bitlausir í sókninni og þegar mest á reyndi í seinni hálfleik náðum við varla skotið að marki. Við áttum því miður ekki mikið skilið úr þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var ágætur að mestu leyti og ég hefði gjarnan viljað vera með aðeins meiri forystu eftir hann.“ Hann segir enga lægð í Safamýrinni. „Þetta er hörkudeild og margir jafnir leikir. Ég hefði verið mjög sáttur við sigur í dag og nú skiptir máli að nýta tímann vel í fríinu, ná öllum meiðslum úr mönnum og þá mætum við tvíefldir aftur til leiks.“ Í lok tímabilsins komast fjögur efstu lið deildarinnar í úrslitakeppnina og því getur Einar vel unað við fjórða sætið. „Við ætlum okkur bara í úrslitakeppnina og eins og staðan er í dag erum við enn í því sæti. Ég þigg eitthvað af þessum fjórum sætum þegar deidlinni lýkur því það getur allt gerst í úrslitakeppninni.“ Vilhelm Gauti: Vantaði stemningu „Við vorum ekki með kveikt á perunni langt fram eftir leiknum og það vantaði stemningu í okkar leik þó svo að við hefðum verið að reyna okkar besta. Hún þarf að vera í lagi í liðsíþrótt eins og handbolta,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, varnarmaður HK, eftir sigurinn á Fram. „Það var ótrúlegt að við vorum ekki nema tveimur mörkum undir í hálfleik.“ „Við náðum stemningunni upp í seinni hálfleik og þá vorum við sjálfum okkur líkir. Ég segi kannski ekki að sigurinn hafi verið öruggur en við vorum í góðri stöðu lengst af.“ Vilhelm Gauti fagnaði því sérstaklega að vera kominn í deildarbikarinn. „Það er í fyrsta sinn eftir að ég byrjaði aftur að spila sem það tekst hjá HK. Við viljum frekar hlaupa af okkur jólasteikina í keppni heldur á hlaupaæfingum í Digranesinu. Það er aðeins skemmtilegra.“ Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti Boltavaktin: HK30 - 27Fram Nafn M/V (S/Vs) Hr Fi Br Atli Ævar Ingólfsson 6 (8) 1 2 1 Tandri Már Konráðsson 6 (10) 1 1 Bjarki Már Elísson 6/4 (11/5) 1 Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (9) 1 Ólafur Víðir Ólafsson 3 (3) Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (2) 2 2 Leó Snær Pétursson 2 (3) Bjarki Már Gunnarsson 1 (1) 1 1 1 Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1) Samtals 30/4 63%* 6 3 4 Nafn M/V (S/Vs) Hr Fi Br Sigurður Eggertsson 5 (6) 1 Einar Rafn Eiðsson 5/3 (6/3) 1 1 Arnar Birkir Hálfdánsson 5 (10) 2 2 Ingimundur Ingimundarson 5/2 (10/3) Róbert Aron Hostert 4 (7) 1 1 Stefán Baldvin Stefánsson 2 (2) 1 1 Jóhann Karl Reynisson 1 (1) 1 Ægir Hrafn Jónsson 2 2 Sigfús Páll Sigfússon (1) Samtals 27/5 63%* 5 4 5 Markvarsla Va/Ví (S/Vs) Hlutf. Arnór Freyr Stefánsson 12/1 (28/3) 43% Björn Ingi Friðþjófsson 1 (12/3) 8% Markvarsla Va/Ví (S/Vs) Hlutf. Magnús Erlendsson 10/1 (33/4) 30% Sebastian Alexandersson 5 (12/1) 42% M: Mörk. V: Víti. S: Skot. Vs: Vítaskot. Hr: Mörk úr hraðaupphl. Fi: Fiskuð víti. Br: 2ja mínútna brottvísun. Va: Varin skot: Ví: Varin vítaskot. * skotnýting 15. desember 2011 kl. 19.30 - Digranes Opna i sér glugga »15. desember 22:10 '60 Leik Lokið - Hlutirnir gerðust hratt hér í lokin en Fram náði í raun aldrei að ógna forystu HK að nokkru ráði. Góður sigur heimamanna staðreynd. '60 Ólafur Víðir Ólafsson skoraði mark 30-27 '60 Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi 29-27 '60 Bjarki Már Elísson átti misheppnað skot '60 Sebastian Alexandersson varði skot sem Ólafur Bjarki Ragnarsson tók '60 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Ingimundur Ingimundarson tók - vel gert. Sigurinn er tryggður. '60 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Arnar Birkir Hálfdánsson tók, en aukakast dæmt '59 Sebastian Alexandersson varði skot sem Leó Snær Pétursson tók '59 Einar Rafn Eiðsson skoraði mark úr víti 29-26 '59 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Ægir Hrafn Jónsson tók, en vítakast dæmt '59 Atli Ævar Ingólfsson skoraði mark - hirti frákastið og skoraði. 29-25 '59 Sebastian Alexandersson varði skot sem Tandri Már Konráðsson tók '58 Sigurður Eggertsson skoraði mark 28-25 '57 Leó Snær Pétursson skoraði mark - Úr hægra horninu. Fer langt með að tryggja þetta. 28-24 '57 Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði mark - Smá spenna í þessu núna. 27-24 '56 Boltinn dæmdur af HK. Fram fjórum undir og fjórar mínútur eftir. '56 Einar Rafn Eiðsson skoraði mark úr víti 27-23 '56 Einar Rafn Eiðsson fiskaði víti '55 Atli Ævar Ingólfsson skoraði mark - af línunni. 27-22 '55 Einar Rafn Eiðsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi 26-22 '54 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Sigfús Páll Sigfússon tók '54 Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði mark - Negla. HK er að sigla þessu heim. 26-21 '53 Sebastian Alexandersson varði skot sem Tandri Már Konráðsson tók '53 Sigurður Eggertsson skoraði mark 25-21 '52 Tandri Már Konráðsson skoraði mark 25-20 '52 Sebastian Alexandersson varði skot sem Ólafur Bjarki Ragnarsson tók '51 Sigurður Eggertsson skoraði mark 24-20 '51 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Sigfús Páll Sigfússon tók, en aukakast dæmt '50 HK tapar boltanum. Ruðningur. '50 Enn tapar Fram boltanum. Þeir eru algjörlega að spila þessu frá sér. '49 Ólafur Víðir Ólafsson skoraði mark - Gegnumbrot. Fimm marka munur núna. 24-19 '49 Einar Rafn Eiðsson skoraði mark - Fyrsta mark Fram í um sex mínútur. 23-19 '49 Bjarki Már Gunnarsson fékk 2ja mínútna brottvísun '48 Bjarki Már Gunnarsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi 23-18 '47 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Róbert Aron Hostert tók, en aukakast dæmt '47 Tandri Már Konráðsson skoraði mark - Algjör negla. Hann er að éta þennan leik. 22-18 '46 Ingimundur Ingimundarson átti misheppnað skot - Tandri tók þetta í vörninni. HK vann svo boltann. Það er flest þeim í hag þessar mínúturnar. '45 Leikhlé - Staðan í seinni hálfleik er 8-3 og því ekki furða að Einar Jónsson taki leikhlé. '45 Bjarki Már Elísson skoraði mark úr víti - Þriðja mark Bjarka í röð og Fram tekur leikhlé. 21-18 '45 Magnús Erlendsson varði skot sem Atli Ævar Ingólfsson tók, en vítakast dæmt - Réttur dómur. '44 Aftur misheppnuð sending og Fram tapar boltanum. '43 Bjarki Már Elísson skoraði mark úr hraðaupphlaupi - Stal boltanum og kom HK tveimur yfir. 20-18 '43 Bjarki Már Elísson skoraði mark úr víti - Basti sá ekki við þessu. 19-18 '43 Tandri Már Konráðsson fiskaði víti - Fór klunnalega inn og dúndraði bara í gólfið og yfir. Furðulegur dómur. '42 Stefán Baldvin Stefánsson skoraði mark - úr horninu. 18-18 '42 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Sigurður Eggertsson tók, en aukakast dæmt '41 Vilhelm Gauti Bergsveinsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi - Aftur úr hraðaupphlaupi. Þetta hlýtur að stangast á við reglugerðir. 18-17 '41 Fram tapar boltanum og HK getur komist yfir. '40 Leó Snær Pétursson skoraði mark - Snyrtilegt. Sneri boltann inn á við í nærhornið úr hægra horninu. 17-17 '40 Einar Rafn Eiðsson skoraði mark úr víti - Fyrsta markið hans í leiknum. Óvenjulegt að það komi svona seint. 16-17 '40 Sigurður Eggertsson fiskaði víti '39 Bjarki Már Elísson skoraði mark úr víti 16-16 '39 Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 2ja mínútna brottvísun - fyrir brotið. Brottvísun númer tvö hjá honum. '39 Bjarki Már Gunnarsson fiskaði víti '39 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Róbert Aron Hostert tók '38 Magnús Erlendsson varði skot sem Tandri Már Konráðsson tók '37 Magnús Erlendsson varði skot sem Bjarki Már Elísson tók - Úr dauðafæri í hraðaupphlaupi. Tandri var nýbúinn að verja skot Arnars Birkis. Fram heldur þó boltanum. '37 Arnar Birkir Hálfdánsson átti misheppnað skot '36 Atli Ævar Ingólfsson fékk 2ja mínútna brottvísun - Of fljótur af stað þegar Fram var að taka aukakast. '36 Atli Ævar Ingólfsson skoraði mark - Fínasta mark af línunni. 15-16 '35 Í annað skiptið er leikurinn stöðvaður vegna þess að Diddi þarf að reima skóna. Hann reynir að reima fast í þetta skiptið. '35 Róbert Aron Hostert skoraði mark - Flott gegnumbrot. 14-16 '34 Ólafur Bjarki Ragnarsson átti misheppnað skot - Jóhann Karl tók þetta í vörninni. Fram vann svo boltann stuttu síðar. '34 Boltinn dæmdur af Fram. Einar Rafn stytti sér leið í gegnum teiginn. '33 Tandri Már Konráðsson skoraði mark - Hefur komið inn af miklum krafti í þennan leik. 14-15 '33 Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 2ja mínútna brottvísun - Hárrétt. Togaði Tandra niður sem var búinn að stela boltanum. '32 Arnór Freyr Stefánsson varði víti sem Ingimundur Ingimundarson tók - en Fram heldur boltanum. '32 Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk 2ja mínútna brottvísun '32 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Róbert Aron Hostert tók, en vítakast dæmt '32 Arnar Birkir Hálfdánsson átti misheppnað skot - Vörnin tók þetta. '31 Seinni hálfleikur hafinn '30 Fyrri hálfleik lokið - Ágætlega spennandi leikur en gestirnir úr Safamýrinni hafa verið skrefi framar og leiða í hálfleik með tveimur mörkum. '30 Sigurður Eggertsson skoraði mark - Flott kerfi, fór inn úr horninu og skoraði. 13-15 '30 Leikhlé - fyrir lokasóknina. Þess ber að geta að landsliðshetjan Stella Sigurðardóttir er á meðal áhorfenda og þá er Jóhannes Lange, einn aðstoðarmanna Ágústs Jóhannssonar landsliðsþjálfara, að lýsa leiknum á sporttv.is. '30 Tandri Már Konráðsson skoraði mark - Slefar inn í þetta skiptið. 13-14 '30 Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði mark - Undirhandarskot. Lúmskt. 12-14 '29 Tandri Már Konráðsson skoraði mark - Flott negla. 12-13 '29 Ægir Hrafn Jónsson fékk 2ja mínútna brottvísun - Fór í andlitið á Ólafi Bjarka. Hans önnur brottvísun í leiknum. '28 Sigurður Eggertsson skoraði mark 11-13 '28 Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði mark 11-12 '27 Ingimundur Ingimundarson átti misheppnað skot '27 Biðst forláts. Vilhelm Gauti fékk ekki rautt spjald áðan, heldur tveggja mínútna brottvísun. '26 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Ingimundur Ingimundarson tók '25 Magnús Erlendsson varði skot sem Ólafur Bjarki Ragnarsson tók - gripið. '24 Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk 2ja mínútna brottvísun - fyrir pirring í garð dómara. '24 Jóhann Karl Reynisson skoraði mark - Var kominn grunsamlega langt inn í teig. 10-12 '24 Vilhelm Gauti Bergsveinsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi - Fékk þessi maður leyfi til að skora úr hraðaupphlaupi? 10-11 '23 Svavar dómari segir Kristni Guðmunds, þjálfara HK, að nú sé nóg af mótmælum. "Ég var bara að tala við Gaua (Guðjón L. Sigurðsson á ritaraborðinu." - "Ég fékk gult fyrir það," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram. '22 Magnús Erlendsson varði skot sem Bjarki Már Elísson tók '22 Tandri Már Konráðsson átti misheppnað skot '21 Ingimundur Ingimundarson skoraði mark - Lak inn, heppni. 9-11 '21 Atli Ævar Ingólfsson skoraði mark - af línunni. 9-10 '20 Jóhann Karl Reynisson fékk 2ja mínútna brottvísun - Fyrir að ýta boltanum frá eftir að ruðningur var dæmdur á hann. '20 Tapaður bolti hjá HK. '20 Arnar Birkir Hálfdánsson átti misheppnað skot '19 Tandri Már Konráðsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi 8-10 '19 Arnór Freyr Stefánsson varði skot sem Sigurður Eggertsson tók '19 Magnús Erlendsson varði skot sem Atli Ævar Ingólfsson tók - "sjitt, maður," sagði Atli eftir að Magnús varði frá honum. Það heyrist allt sem er sagt enda er hljóðlátara hér inni en í sunnudagsmessu. '18 Þetta er furðulegur leikur. Þegar Diddi ætlaði að taka vítið þá kom Vilhelm Gauti að honum og bað um boltann. "Má ég fá boltann?" - "Nei," sagði Diddi. "Jú, ég lofa að gera ekki neitt," sagði Vilhelm. Vilhelm fékk ekki boltann og var beðinn um það að halda sér í hæfilegri fjarlægt frá vítaskyttunni af dómara. '18 Leikhlé - HK tekur leikhlé. Þurfa aðeins að skerpa á sínum leik. '18 Ingimundur Ingimundarson skoraði mark úr víti - Kemur fram þremur mörkum yfir. 7-10 '18 Stefán Baldvin Stefánsson fiskaði víti '17 Magnús Erlendsson varði skot sem Sigurjón Friðbjörn Björnsson tók '17 Róbert Aron Hostert skoraði mark - Negla. 7-9 '16 Róbert Aron Hostert átti misheppnað skot '15 Ægir Hrafn Jónsson fékk 2ja mínútna brottvísun - Það var brotið á Ingimundi en Ægir vildi meira en bara aukakast. Hann fékk tvær fyrir kjaftbrúk. '15 Atli Ævar Ingólfsson átti misheppnað skot '15 Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi - Fram vann boltann strax aftur og nú hitti Arnar á markið. 7-8 '14 Arnar Birkir Hálfdánsson átti misheppnað skot '13 Atli Ævar Ingólfsson skoraði mark - Frábær sending hjá Ólafi og Atli Ævar sneri síðan boltann í markið. Vel gert. 7-7 '13 Ruðningur dæmdur á Fram. '13 Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði mark 6-7 '12 Ingimundur Ingimundarson skoraði mark úr víti 5-7 '12 Ægir Hrafn Jónsson fiskaði víti - Ja, hérna. Það var ansi mikill ruðningsfnykur af þessu. '11 Ólafur Bjarki Ragnarsson átti misheppnað skot '10 Róbert Aron Hostert skoraði mark - Skondið mark. Þeir voru þrír HK-ingar á Ægi sem náði að koma boltanum á Róbert. Hann labbaði auðvitað í gegn og skoraði. 5-6 '10 Bjarki Már Elísson skoraði mark - Eftir langa sókn Fram tapaði Ingimundur boltanum og HK brunaði í sókn og skoraði. 5-5 '8 Bjarki Már Elísson skoraði mark úr víti - Fer óhræddur aftur á punktinn og skorar af öryggi. 4-5 '8 Ólafur Bjarki Ragnarsson fiskaði víti '7 Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði mark - Fast skot af níu metrunum. 3-5 '7 Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði mark - Flott negla úr skrefinu. 3-4 '7 Stefán Baldvin Stefánsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi - Aftur eftir mistök í sókn HK. 2-4 '6 Róbert Aron Hostert skoraði mark úr hraðaupphlaupi - Hirti misheppnaða sendingu hjá HK, skundaði fram og skoraði örugglega. 2-3 '6 Róbert Aron Hostert átti misheppnað skot - Negla í stöngina. '5 Atli Ævar Ingólfsson skoraði mark úr hraðaupphlaupi 2-2 '5 Björn Ingi Friðþjófsson varði skot sem Einar Rafn Eiðsson tók - Fram komst í hraðaupphlaup en Björn Ingi varði úr dauðafæri. '4 Arnar Birkir Hálfdánsson átti misheppnað skot - HK fær boltann. '4 Ólafur Víðir Ólafsson skoraði mark - Heimamenn komnir á blað. 1-2 '3 Ingimundur Ingimundarson skoraði mark - Í þetta sinn var Björn Ingi í boltanum en hann lak inn. "Hann var ekki inni," segir hann við bekkinn en það heyrðist greinilega þó svo að hann hafi talað lágt. 0-2 '2 Magnús Erlendsson varði skot sem Bjarki Már Elísson tók - Ekki dagurinn hans Bjarka Más - eða hvað? '2 Ingimundur Ingimundarson skoraði mark - Yfirvegað skot í markhornið neðst. Björn Ingi átti ekki séns. 0-1 '1 Magnús Erlendsson varði víti sem Bjarki Már Elísson tók - Flott byrjun hjá Magnúsi í marki Fram. '1 Magnús Erlendsson varði skot sem Atli Ævar Ingólfsson tók, en vítakast dæmt '1 Leikurinn hafinn '0 Jæja, þrjár mínútur í leik og líklega um 50-60 áhorfendur í húsinu. Ætli það geti ekki talist eðlilegt í þessari deild. '0 Sem stendur er HK í fjórða sæti með þrettán stig en Fram er í öðru sæti með fjórtán stig. Ef HK tapar í kvöld getur Valur, sem er nú í sjötta sæti, hoppað upp fyrir Kópavogsbúa í töflunni með sigri á Akureyri á sunnudaginn. '0 Efstu liðin sex í deildinni eru í hörkubaráttu um fjögur efstu sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í deildarbikarkeppninni sem fer fram á milli jóla og nýárs. Umferðinn sem hefst í kvöld með þremur leikjum og lýkur um helgina með viðureign Vals og Akureyrar er sú síðasta fyrir jól. '0 Halló, halló. Á aðeins fjórum mínútum hefur áhorfendafjöldi tvöfaldast. Er nú 26. Með þessu áframhaldi verður sett aðsóknarmet í Digranesi í kvöld. '0 Ég var að telja þá áhorfendur sem eru komnir í hús, átján mínútum leik. Þeir eru þrettán talsins. Hvorki fleiri né færri. Blaðamenn og starfsmenn fjölmiðla eru þá ekki taldir með en þeir eru sex talsins. '0 Velkomin í þessa Boltavaktslýsingu frá leik Fram og HK í Digranesi. Um hörkuslag er að ræða og mikilvægan leik í deildinni. Liðin: HK 1 - Björn Ingi Friðþjófsson - Markmaður 15 - Arnór Freyr Stefánsson - Markmaður 2 - Bjarki Már Gunnarsson 3 - Björn Þ. Björnsson 4 - Bjarki Már Elísson 6 - Tandri Már Konráðsson 8 - Leó Snær Pétursson 11 - Ólafur Bjarki Ragnarsson 13 - Atli Ævar Ingólfsson 23 - Ólafur Víðir Ólafsson 24 - Hörður Másson 31 - Sigurjón Friðbjörn Björnsson 33 - Vilhelm Gauti Bergsveinsson 50 - Atli Karl Bachmann Fram 1 - Magnús Erlendsson - Markmaður 19 - Sebastian Alexandersson - Markmaður 2 - Sigfús Páll Sigfússon 4 - Matthías Daðason 5 - Halldór Jóhann Sigfússon 9 - Stefán Baldvin Stefánsson 11 - Jóhann Karl Reynisson 13 - Einar Rafn Eiðsson 14 - Sigurður Eggertsson 15 - Ingimundur Ingimundarson 18 - Ægir Hrafn Jónsson 21 - Garðar B. Sigurjónsson 23 - Róbert Aron Hostert 93 - Arnar Birkir Hálfdánsson Dómarar Arnar Sigurjónsson Svavar Ólafur Pétursson Til bakaDeila Fleiri fréttir - Handbolti Handbolti 15. des. 2011 20:57 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 30-27 HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. M... Meira Handbolti 15. des. 2011 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-d... Meira Handbolti 15. des. 2011 20:56 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27 FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 úti... Meira Handbolti 14. des. 2011 23:47 HM kvenna 2011: Spánn sló út Brasilíu eftir mikla dramatík Spánn varð fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á HM kvenn... Meira Handbolti 14. des. 2011 22:46 Rhein-Neckar Löwen datt út úr þýska bikarnum í kvöld Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen duttu út fyrir þýsku meistu... Meira Handbolti 14. des. 2011 21:00 HM kvenna 2011: Noregur fór létt með Króatíu | Komnar enn á ný í undanúrslit Norska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta í Brasilí... Meira Handbolti 14. des. 2011 20:36 AG með fimm stiga forskot eftir öruggan sigur á Viborg AG Kaupmannahöfn vann öruggan 29-23 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í ... Meira Handbolti 14. des. 2011 19:30 Aron með fimm mörk þegar Kiel sló Füchse Berlin úr úr bikarnum Alfreð Gíslason hafði betur á móti Degi Sigurðssyni í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í B... Meira Handbolti 14. des. 2011 18:09 HM kvenna 2011: Dönsku stelpurnar komnar í undanúrslit - unnu Angóla Danska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í undanúrslitunum á HM kvenna í handb... Meira Handbolti 14. des. 2011 18:09 HM 2011: Rússar spila ekki um verðlaun Heimsmeistarar Rússlands, sem slógu stelpurnar okkar úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasi... Meira Handbolti 14. des. 2011 15:45 Alfreð og Dagur mætast í kvöld - „erum vinir“ Það verður stórleikur í þýsku bikarkeppninni í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinna... Meira Handbolti 14. des. 2011 06:30 Karen Knútsdóttir er með bestu vítanýtinguna Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins, sýndi stáltaugar á vítalínu... Meira Handbolti 14. des. 2011 06:00 Tveir í beinni í 8 liða úrslitum á HM kvenna í handbolta Átta liða úrslit HM kvenna í handbolta í Brasilíu fara fram í dag og má búast við spennand... Meira Handbolti 13. des. 2011 08:00 FH-ingar í undanúrslitin í þriðja sinn á fjórum árum - myndir FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbika... Meira Handbolti 13. des. 2011 07:00 Stelpurnar eiga enn mikið inni Ágúst Jóhannsson, þjálfari stelpnanna okkar, fór yfir sögulegt heimsmeistaramót í Brasilíu... Meira Handbolti 13. des. 2011 06:00 Eins og að missa Ólaf Stefánsson Rakel Dögg Bragadóttir var ekki með á þessu heimsmeistaramóti vegna meiðsla, en hún sleit ... Meira Handbolti 12. des. 2011 23:59 HM 2011: Ísland endaði í tólfta sæti Fjórðungsúrslitunum á HM í Brasilíu lauk í kvöld með öruggum sigri heimamanna á Fílabeinss... Meira Handbolti 12. des. 2011 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld... Meira Handbolti 12. des. 2011 21:11 HM kvenna 2011: Þær dönsku sluppu með skrekkinn á móti Japan Sigurganga danska kvennalandsliðsins í handbolta á HM í Brasilíu endaði næstum því í sextá... Meira Handbolti 12. des. 2011 18:24 HM kvenna 2011: Frakkar slógu út Svía | Snéru leiknum í lokin Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu með þ... Meira Handbolti 12. des. 2011 10:00 HM 2011: Umfjöllun Þorsteins J og gesta um Rússlandsleikinn Ísland hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í Brasilíu en liðið féll úr leik eftir tap... Meira Handbolti 12. des. 2011 08:00 Knútur: Eigum ekki fyrir farinu heim „Ég er gríðarlega stoltur af þessu liði eins og öll þjóðin. Þetta eru æðislegar stel... Meira Handbolti 12. des. 2011 07:00 HM 2011: Stórkostlegur árangur þrátt fyrir allt Stelpurnar okkar, íslenska landsliðið í handbolta kvenna, lauk keppni á heimsmeistaramótin... Meira Handbolti 12. des. 2011 06:00 Fram hafði betur í borgarslagnum - myndir Fram vann í gær eins marks sigur á Val í slag Reykjavíkurliðanna í N1-deild karla, 28-27. ... Meira Handbolti 11. des. 2011 19:06 Hrafnhildur: Ég skal taka á móti kveðju ríkisstjórnarinnar þegar við fáum peningana "Fyrir mót þá hefði maður verið sáttur við tólfta sæti en eftir þessa byrjun þá var maður ... Meira Handbolti 11. des. 2011 18:51 HM 2011: Stelpurnar okkar féllu úr leik með sæmd - myndir Ísland tapaði í dag fyrir Rússlandi með ellefu marka mun, 30-19, eftir hetjulega baráttu í... Meira Handbolti 11. des. 2011 23:30 Evgeny Trefilov í ham - myndir Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fylgdist vel með þjálfara rússnesk... Meira Handbolti 11. des. 2011 23:01 HM 2011: Sagt eftir Rússlandsleikinn Ísland er úr leik á HM 2011 í Brasilíu eftir hetjulega baráttu við Rússland í 16-liða úrsl... Meira Handbolti 11. des. 2011 21:19 Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 30-19 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta náði að vinna 3 leiki á heimsmeistaramótinu í Brasil... Meira Handbolti 11. des. 2011 20:51 HM 2011: Noregur og Spánn áfram Noregur og Spánn tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í 8-liða úrslitunum á heimsmeistaramótin... Meira Handbolti 11. des. 2011 19:13 Anna Úrsúla: Þreyta og reynsluleysi fór með leikinn „Lokatölurnar segja voðalega lítið um leikinn, en þessi seinni hálfleikur fór alveg ... Meira Handbolti 11. des. 2011 19:01 HM 2011: Angóla í fjórðungsúrslitin Afríkumeistarar Angóla sýndu að gott gengi liðsins á HM í Brasilíu hefur ekki verið nein t... Meira Handbolti 11. des. 2011 18:56 Ágúst: Stórkostlegur árangur "Við spiluðum mjög vel í 45 mínútur og vorum í raun óheppnar að vera þremur mörkum undir í... Meira Handbolti 11. des. 2011 18:34 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni ///En svona tók ég þetta upp úr Visi i dag !!!svona til að skoða hvað hægt vera að segja um handbolta mikið og lítið,en aðalatriðið er að mtt lið Fram er að gefa sig og og ekki gott,en samt getur það rett úr kúttnum/Halli gamli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband