Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það er nú reyndar ekki alveg rétt og ég þekki þetta vel þar sem ég bý í Noregi og hef gert í 6 ár. Hef verið að vinna með Hollendingum, Spánverjum og fleiri löndum og vinn núna með Walesverja og einum enskum.

Þetta fer rosalega mikið eftir kunnáttu á tungumálinu og hversu vel fólk er að aðlagast.

Ég ákvað að ég mundi tala strax norsku eða öllu heldur prófaði mig og fékk svo þýtt á ensku ef ég skildi ekki og í dag er eitt og eitt orð sem ég skil ekki en það eru afar fá.

Ég hef verið tekinn í vinnu fram yfir aðra Íslendinga sem hafa BS gráðu á því sviði sem ég vinn í og á meðan hef ég ekki lokið framhaldsskóla af þeim einu sökum að ég skil og tala tungumálið.

Norðmenn eru ekki menntasnobb eins og tíðkast mikið á Íslandi og hérna færðu tækifæri sértu tilbúinn að leggja þig fram í að aðlaga þig norsku samfélagi og það hef ég gert.

Þannig að þetta snýst í raun ekki um þjóðerni heldur vilja og alltof margir Íslendingar gera eins og Spánverjarnir og ætla bara að stoppa stutt.

Þetta fólk nennir ekki að læra málið og norsk fyrirtæki vilja það fólk ekki í vinnu. Veit um fjölmörg dæmi þar sem Íslendingar hafa verið krafðir þess að læra almennan skilning og talanda á norska málinu innan 6 mánaða eða finna sér aðra vinnu.

Þess vegna eru t.d. mjög langir "vikar" samningar í Noregi og oft þarf fólk að vinna í gegnum atvinnmiðlanir í 6-12 mánuði áður en það fer svo á annan 6-12 mánaða reynslusamning hjá fyrirtækinu sem það var hjá í gegnum atvinnumiðlunina.

Ég veit um Íslendinga hérna sem hafa búið hérna í 2 ár og geta varla farið í búðina og talað málið.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 5.1.2012 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband