Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna////Þetta verður að skoða betur,ekki spurning???

Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna Innlent | mbl.is | 7.1.2012 | 16:47 Verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson, sem hefur unnið skýrslu um Vaðlaheiðargöng, segir að ástæða sé til að gagnrýna framgöngu ýmissa stjórnmálamanna sem hafi með óraunsæjum og óábyrgum hætti haldið fram röngum fullyrðingum um arðsemi verkefnisins og möguleikum þess að standa undir öllum kostnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Pálma, sem hann hefur sent öllum fjölmiðlum. „Í máli einstaka stjórnmálamanna hefur því ítrekað verið haldið fram í rúmt ár, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir við göngin þá 
Vaðlaheiðargöng.
og þegar, og að ríkissjóður muni ekki taka neina fjárhagslega áhættu og ekki tapa einni einustu krónu á því að veita ábyrgð á lánum til framkvæmdanna. Jafnframt hefur komið fram hörð gagnrýni í máli þessara stjórnmálamanna á alla þá sem hafa haft uppi efasemdir um forsendur, áætlanir og vinnubrögð í tengslum við undirbúning þessa verkefnis og viljað fara varlega í sakirnar og kanna málið betur,“ segir Pálmi í skýrslunni. Hann segir að þetta hafi gerst á sama tíma og áætlanir um kostnað og tekjur ganganna hafi versnað umtalsvert og í heild veikt stöðu verkefnisins um 50-60%. Vinnubrögð sem eru dæmd til að mistakast Hann segir að nánast engin aðgreining hafi verið í þessu verkefni á milli hagsmuna ríkisins annars vegar og hlutafélagsins VHG hf. hins vegar. Þannig hafi báðir aðilar málsins notað sömu fjármálaráðgjafa sem vart hafi getað talist óháðir í þeim skilningi auk þess sem talsmenn beggja aðila hafi tekið að sér að tala fyrir hagsmunum hlutafélagsins. Svo virðist sem enginn hafi tekið að sér að gæta hagsmuna ríkisins sem lánveitenda (eða ábyrgðaraðila) gagnvart VHG hf. sem lántakanda í þessu máli. Þetta hafi leitt til þess að menn hafi skautað yfir ýmis mikilvæg atriði í undirbúningi verkefnisins, atriði sem að öðru jöfnu hefðu átt að ráða úrslitum um aðkomu lánveitenda að þessu mikla áhættuverkefni. Vinnubrögð af þessu tagi séu dæmd til að mistakast og nægir í þessu sambandi að benda á lánsfjármögnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins (TRH) á sínum tíma, þar sem Landsbanki Íslands hf. sem lánveitandi og Portus ehf. sem lántakandi og eigandi TRH voru í eigu og undir stjórn sömu aðila. Furðu veki að Steingrímur J. Sigfússon, 1. þingmaður Norðausturkjördæmis skuli sem fjármálaráðherra koma fram fyrir hönd ríkisins og undirrita samninga við VHG hf. á sama tíma og hann er einn harðasti talsmaður hagsmuna hlutafélagsins. Hið sama á við um 3. þingmann kjördæmisins og fyrrum samgönguráðherra, Kristján Möller, en hann sé stjórnarmaður í hlutafélaginu og berst kröftuglega fyrir hagsmunum þess jafnt innan þings sem utan. Vinnubrögð af þessu tagi standast ekki lágmarkskröfur um stjórnsýslu og siðferði í stjórnmálum og séu einna líkust þeim sem stunduð hafi verið í Grikklandi fyrir fjármálakreppuna sem þar reið yfir fyrir 2-3 árum og hafi síðan breitt úr sér um alla Evrópu. Verkefninu fylgir veruleg fjárhagsleg áhætta Það er niðurstaða Pálma verkefnið standi ekki undir þeim skilyrðum sem Alþingi hafi sett sem forsendu fyrir veitingu ríkisábyrgðar vegna lánsfjármögnunar þess. „Það er jafnframt niðurstaða höfundar, að þessu verkefni fylgi veruleg fjárhagsleg áhætta og að miklar líkur séu á því að ríkissjóður muni þurfa að taka á sig þungar fjárhagslegar byrðar á síðari stigum ef ákveðið verður að veita VHG hf. ríkisábyrgð. Ef ákveðið verður, þrátt fyrir þessa niðurstöðu, að ráðast í gerð VHG telur skýrsluhöfundur engan vafa leika á því, að göngin geti orðið hin mesta samgöngubót fyrir vegfarendur og íbúa og fyrirtæki á NA-landi. Í því sambandi bendir höfundur á aðrar og heppilegri leiðir til að leiða þetta verkefni til lykta, leiðir sem breið samstaða ætti að geta náðst um,“ skrifar Pálmi. Pálmi segir að skýrslan byggi m.a. á fyrirliggjandi forsendum stjórnvalda og stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. sem kynntar voru á opnum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hinn 7. nóvember sl. Ber einn ábyrgð á skýrslunni „Við gerð skýrslunnar hef ég framkvæmt útreikninga og gert athuganir á öllum helstu þáttum er varðar kostnað, tekjur og fjár­mögnun verkefnisins. Auk beinnrar umfjöllunar um VHG er í skýrslunni farið yfir reynsluna af undirbúningi Hvalfjarðarganga og fjallað um undirbúning og uppgjör opinberra framkvæmda hér á landi, þ.e. gerð kostnaðaráætlana, ákvarðanatöku, skilamat, lokauppgjör ofl. þætti,“ segir Pálmi í tilkynningu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Ég tel tel mig hafa ágæta innsýn í þetta verkefni auk þess sem ég hef töluverða þekkingu og reynslu af svipuðum verkefnum hér á landi. Tilurð þessarar skýrslu má rekja til þess að ég hef á undanförnum mánuðum fengið fjölmargar fyrirspurnir um verkefni þetta frá ýmsum aðilum utan stjórnsýslunnar og Alþingis og jafnframt hvatningu að gera óháða úttekt á verkefninu. Skýrslan sem hér liggur fyrir er afrakstur þessarar vinnu, sem að mestu var unnin í nóv.-des. 2011 og að hluta til síðla árs 2010. Skýrslan er unnin af mér einum og á mína ábyrgð. Engin utanaðkomandi aðili kom að gerð skýrslunnar, hvorki sem stuðningsaðili, greiðandi eða varðandi efnistök. Að minni hálfu var ætlunin að birta skýrsluna ekki fyrr en hún hafði fengið umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem ég reiknaði með að yrði síðar í þessum mánuði. Á því varð hins vegar óvænt breyting í gær þegar fréttastofa RÚV fjallaði um málið. Af þeim ástæðum taldi ég rétt að senda afrit af skýrslunni til annarra fjölmiðla í dag sem og til nefndarmanna í umhverfis- og samgöngunefnd,“ segir Pálmi ennfremur.////þetta hefur verið mjög svo umdeilt, og þarna höfum við dæmið sem mark er takandi á og gerum það auðvitað,það er ekki í lagi að byrja á þessu svona uppá ríkisábyrgð,sem ekki stenst,og við erum þar öll á sama bát er það ekki,það er verið að spara í öllu og mest i heilsugeiranum!!!/Halli gamli

mbl.is Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli minn. Ég er innilega sammála þér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband