Wenger: Fjórða sætið eins og titill///Það hallar undan fæti hjá okkur í Arsenal!!!

Wenger: Fjórða sætið eins og titill Íþróttir | mbl.is | 20.2.2012 | 8:54 Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það yrði eins og að vinna titil að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og tryggja liðinu áframhaldandi veru í Meistaradeild Evrópu. Eftir tvo ósigra á fjórum dögum, gegn AC Milan 4:0 í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag og 2:0 gegn Sunderland í ensku bikarkeppninni á laugardag  
Arsene Wenger hefur ekki getað fagnað mörgu undanfarið.
þykir ljóst að Arsenal vinni ekki titil þetta árið, sjöunda tímabilið í röð. Þá er framundan tvísýn barátta um fjórða sætið í deildinni en þar eru Arsenal og Chelsea nú hnífjöfn í 4.-5. sætinu og Newcastle og Liverpool á hælum þeirra. „Stærstu verðlaunin eru að ná fjórða sætinu og það er áfram möguleiki. Fyrir okkur skiptir fjórða sætið öllu máli og við einbeitum okkur að því. Við töpuðum fyrir Sunderland, fyrst og fremst vegna þess að við gáfum allt í leikinn í Mílanó og þurftum að ferðast eftir það. Fyrir öll lið í heimi væri slíkt erfitt. En mér fannst við spila vel á margan hátt gegn Sunderland og ef við höldum þeim anda og náum einhverjum vopnum til baka, getum við unnið næsta leik," sagði Wenger en lið hans mætir Tottenham í nágrannaslag um næstsu helgi. Hann sagði að meiðslavandræði settu strik í reikninginn. „Okkur vantar virkilega sterka leikmenn. Það er komið framí febrúar og Jack Wilshere og Abou Diaby hafa ekkert spilað, Per Mertesacker spilar ekki meira á tímabilinu og Andre Santos er frá keppni í þrjá mánuði. Öll lið í heimi væru í vandræðum með svona forföll. En við skulum vinna næsta leik og þá verðum við á réttri braut," sagði Wenger.///////Það hittnar undir Wenger núna ekki spurning,þetta er ekki ásættanlegt að mínu mati, og ef við heldum 4 sætinu væri það gott eins og málum er komið en samt,þarf þarna breytingar ekki spurning!!! Áfram Arsenal!!!/Halli gamli

mbl.is Wenger: Fjórða sætið eins og titill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband