750 milljarðar felldir niður/Hvað eru 200 milljarðar þá fyrir húsnæðiskuldir Heimilanna???

750 milljarðar felldir niður Innlent | mbl.is | 21.2.2012 | 20:31 Skuldir fyrirtækja, auðmanna og heimilanna í landinu hafa verið felldar niður í stórum stíl frá hruni, um nærri 750 milljarða króna. Tæpur þriðjungur er vegna heimilanna í landinu, afgangurinn eru skuldir fyrirtækja og auðmanna. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Áætlað hefur verið, að kostnaður við niðurfærslu skulda heimila með
Mynd 515175
verðtryggð lán nemi um 200 milljörðum króna. Deilt er um hversu raunhæfar slíkar tillögur eru og bent á að slík niðurfelling gæti orðið fjármálstofnunum um megn. Þær hafa hins vegar fellt niður gríðarháar skuldir frá hruni, nærri 750 þúsund milljónir. Einungis um þriðjungur þeirra niðurfellinga er vegna heimilanna í landinu, að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Þessi upphæð er mun lægri en niðurfellingar skulda fyrirtækja og eignarhaldsfélaga, sem mörg hver voru og eru enn í eigu útrásarvíkinga. Í fréttum Sjónvarps kom fram að fimm einstaklingar og fyrirtæki fengu meira niðurfellt en öll heimilin í landinu. Arionbanki felldi niður 30 milljarða skuld 1998 ehf, sem var að stórum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Landsbankinn felldi niður allt að 50 milljarða skuld Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Arionbanki felldi niður skuldir Kjalar, eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar, upp á 88 milljarða króna. Landsbankinn felldi niður 20 milljarða skuld Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Skuldir N1 upp á 17 milljarða voru felldar niður. Þessar niðurfellingar eru samtals 205 milljarðar króna eða átta þúsund milljónum meira en heimilin hafa fengið fellt niður.///////Manni hrís hugur við þessum samanburði!! þetta ekki hægt að gera fyrir Heimilin i landinu en hitt var hægt,og þetta botrið á borð af hagfræðingum og sagt ekki hægt,allt verður að borga,og það er vonlaust að það hafist hjá 40-60 þus mans að standa i skilum,er ekki betra að gera strax en seinna þegar það er orðið of seint!!!//Halli gamli

mbl.is 750 milljarðar felldir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband