Systir Guðrúnar svarar Bryndísi Schram//Það er hárrétt að málið er alvarlegt!!!

Systir Guðrúnar svarar Bryndísi Schram Innlent | mbl.is | 23.3.2012 | 0:58 Halla Harðardóttir, systir Guðrúnar Harðardóttur sem fékk klámfengin bréf frá Jóni Baldvini Hannibalssyni þegar hún var táningur, svarar Bryndísi Schram í aðsendri grein í Fréttatímanum. Halla segir að auðvelt sé að biðjast fyrirgefningar en til að fyrirgefa þurfi sá seki að viðurkenna brot sín. Systir Guðrúnar svarar Bryndísi Schram
Úr viðtalinu við Guðrúnu Harðardóttur í Nýju lífi
 Halla segir að þetta mál hafi plagað systur sína í mörg ár og að um árabil hafi bæði fólk úti í bæ og blaðamenn sótt að henni og fjölskyldunni til að biðja um upplýsingar um málið. Nú hafi henni fundist tími til að segja frá staðreyndum málsins. Viðtalið í Nýju lífi snúist ekki um „meint kynferðisbrot“ heldur um haldbærar staðreyndir og hegðun Jóns Baldvins sem opinbers embættismanns. örkin dregin við kynþroskaaldurinn? Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson Um viðbrögð Bryndísar Schram segir Halla að hún skilji að erfitt sé að hlusta á ásakanir í garð eiginmanns síns. „Það vekur athygli mína að það skuli „svíða sárt“ þegar 10 ára barn á í hlut, líkt og þú [Bryndís] nefnir í grein þinni í Fréttatímanum, en að það skuli vekja „afbrýðisemi og undrun“ þegar Guðrún var komin á kynþroskaaldurinn, eins og þú kallar upplifun þína í DV,“ segir Halla. Af þessu megi ráða að þau hjónin dragi einhvers konar siðalínu við kynþroskaalduinn. „Það virðist því vera nokkurn veginn í lagi, þótt það kallist dómgreindarbrestur, að girnast stelpur með brjóst en alls ekki í lagi að girnast stelpur sem eru að byrja að fá brjóst,“ segir í grein Höllu. Hún minnir á að kynferðisleg áreitni byggist á upplifun þolanda, ekki geranda, eiginkonu hans eða annarra. Halla segir út í hött að setja atvikin upp sem einhvers konar tepruskap af hálfu systur sinnar. Ekkert pólitískt samsæri Halla segir að auðvelt sé að biðjast fyrirgefningar og auðvelt sé líka að gefa hana. „En til að fyrirgefa þarf sá seki að viðurkenna brot sín, sem hefur ekki gerst í þessu tilfelli. Sá seki hefur alltaf borið fyrir sig ölæði og dómgreindarbrest en gleymir því að hann póstlagði bréfin allsgáður.“ Það er þreytandi til lengdar, segir Halla, að þurfa að sverja af sér lygar og geðveiki. Þess vegna hafi Guðrún viljað setja staðreyndirnar fram, til að fá uppreisn æru. Flóknara sé málið ekki. „Það er einfaldlega ekki hægt að smíða neina samsæriskenningu um þetta mál. Fyrst átti þetta allt saman að vera pólitískt samsæri, runnið undan rifjum kvenna úr gamla Kvennalistanum, og svo síðar sprottið úr „fjölskylduharmleik“. Að ýja að því að annað fólk sé að fylla hausinn á Guðrúnu af órum og neikvæðum áróðri til þess eins að klekkja á ykkur hjónum jaðrar að mínu mati við einhvers konar mikilmennskubrjálæði eða ofsóknaræði.“////////Engin vill að svona fjölskildumál komi í umfjöllum almens fólks,en þegar svona er komið er það óhjákvæmilegt,opinber starfsmaður á í hlut og þetta er bara orðið  opinbert sakamála að manni finnst,sem er auðvitað leiðinlegt en sanngjarnt stúlkunnar veggna,maður  er ekki að taka beint aftöðu þarna, en samt ransóknar þörf,ekki spurning,fyrst svona sættir ekki nást/Halli gamli

mbl.is Systir Guðrúnar svarar Bryndísi Schram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband