Verður þjóðaratkvæði í sumar? Innlent | mbl | 25.3.2012 | 14:00 Óvíst er hvort þjóðaratkvæði fari fram um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá næsta sumar en stefnt er að því að kosið verði um hana samhliða forsetakosningum sem fyrirhugaðar eru 30. júní næstkomandi. Ljóst er að takmarkaður tími er til stefnu í þeim efnum og svo kann hæglega að fara að það markmið stjórnvalda náist ekki. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að þjóðaratkvæði um tillögu stjórnlagaráðs færi fram samhliða forsetakosningunum 20. mars síðastliðinn og var henni dreift sama dag á meðal þingmanna. Var stefnt að því að tillagan yrði tekin til umræðu í þinginu daginn eftir. mbl.is/Hjörtur Til þess þurfti hins vegar að fá samþykkt afbrigði frá þingsköpum en samkvæmt þeim má ekki taka þingsályktunartillögu til umræðu í þinginu nema liðnar séu að lágmarki tvær nætur frá því að henni var dreift. Afbrigði fengust ekki samþykkt en til þess þurfti atkvæði 2/3 þingmanna. Fyrir vikið verður þingsályktunartillagan líklega ekki tekin til umræðu fyrr en næstkomandi þriðjudag þegar næsti þingfundur fer fram samkvæmt dagskrá. Varaáætlun undirbúin Til þess að hægt verði að halda þjóðaratkvæðið samhliða forsetakosningunum þarf að ljúka afgreiðslu þingsályktunartillögunnar í síðasta lagi næsta föstudag 30. mars en samkvæmt lögum um þjóðaratkvæði verður að samþykkja að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu þremur mánuðum áður en þjóðaratkvæðið fer fram. Ríkisstjórnin hefur því næstu viku til þess að koma þingsályktuninni í gegnum Alþingi ef hægt á að vera að halda þjóðararkvæðið samhliða forsetakosningunum. Til vara mun stjórnarmeirihlutinn vera að skoða þann möguleika að koma frumvarpi að breytingum á lögum um þjóðaratkvæði í gegn sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, flutti síðastliðið haust. mbl.is/Ómar Óskarsson Frumvarp Vigdísar kveður á um að hægt verði að boða til þjóðaratkvæðis með skemmri fyrirvara en þremur mánuðum ef almennar kosningar fara fram innan þess tímaramma en hún flutti frumvarpið upphaflega í tengslum við mögulegt þjóðaratkvæði um það hvort halda ætti áfram með umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið sem hún hefur meðal annarra kallað eftir. Verða forsetakosningar? Haft hefur verið eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsæt
isráðherra, í fjölmiðlum að ef ekki takist að halda þjóðaratkvæði um tillögu stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningunum í sumar sé sá möguleiki fyrir hendi að því verði frestað fram á næsta haust en báðar hugmyndir hafa verið harðlega gagnrýndar af þingmönnum í stjórnarandstöðunni og þá einkum fyrir það að leggja eigi í dóm þjóðarinnar tillögu sem ekki verði þá orðin endanlega frágengin. Takist hins vegar ekki að afgreiða þingsályktunartillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis tímanlega í næstu viku og heldur ekki frumvarp Vigdísar Hauksdóttur er ljóst að ekkert verður af þjóðaratkvæðinu samhliða forsetakosningunum. Ef það hins vegar tekst einungis að koma frumvarpi Vigdísar í gegn getur farið svo að ekki verði ljóst fyrr en í lok maí hvort af þjóðaratkvæðinu verði samhliða forsetakosningunum. Helgast það af því að frumvarp Vigdísar gerir ráð fyrir því að almennar kosningar þurfi að fara fram í millitíðinni til þess að falla megi frá þeim þriggja mánaða fyrirvara sem annars þarf að vera til staðar frá því að mál er sett í þjóðaratkvæði og þjóðaratkvæðið fer fram. Það þarf fyrst að liggja fyrir hvort forsetakosningar fari fram í sumar eða ekki. Ekki ljós fyrr en í lok maí? Frambjóðendur í forsetakosningunum hafa frest til þess að skila inn nægjanlegum fjölda meðmælenda þar til fimm vikum fyrir fyrirhugað forsetakjör. Samtals þurfa þeir að safna minnst 1.500 meðmælendum en mest þrjú þúsund og þurfa ákveðið margir að koma úr öllum fjórðungum landsins miðað við íbúafjölda þeirra. Því kann sú staða að koma upp að ekki verði ljóst fyrr en í lok maí næstkomandi eins og áður segir hvort forsetakosningar fari fram allt eftir því hvernig frambjóðendum gengur að safna meðmælendum og fyrir liggur hvort fleiri en einn verði endanlega í framboði. Þetta gæti þó skýrst fyrr ef frambjóðendum gengur vel að safna meðmælendum. Enn sem komið er hafa þrír lýst yfir framboði til forsetaembættisins, Ólafur Ragnar Grímsson sitjandi forseti, Jón Lárusson lögreglumaður og Ástþór Magnússon. Ýmsir fleiri munu þó vera að íhuga stöðu sína. Hvernig málin annars þróast með fyrirhugað þjóðaratkvæði um tillögu stjórnlagaráðs skýrst væntanlega að miklu leyti í næstu viku./////það er svo að sitt sínist hverjum með þetta,ég persónulega vill bara kosningar í haust til Alþingis,og það vilja heldur maður flestir,annað er bara ekki boðlegt að sitja þarna áfram með eins mann meirihluta ,og mikinn minnihluta þjóðarinnar á móti ríkisstjórn,eða hvað er það ekki lýðræðið,og svo einnig með þessa nýju stjórnaskra´!!!sú gamla er ágætt þarf bara að skoða þar mjög fá mal,en als ekki bylta henni eins og þessi sitjandi ríkisstórn vill!!!En kosningar þarf eins fljótt og hægt er það er það sem þarf nauðsinnlega,en ekki vera nú áður að kjósa um einkver sér mál,þau koma bara með í Alþingiskoningum!!!!Halli gamli
Verður þjóðaratkvæði í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.