Innlent | Morgunblaðið | 21.4.2012 | 11:50
Bókanir á gistirými eru orðnar fleiri nú en á sama tíma í fyrra, að sögn markaðsstjóra hótela. Nú þegar er uppbókað á sumum hótelum á mesta álagstímanum í sumar.
Bókunarmynstrið hefur breyst frá því sem áður var. Nú ber meira á því að fólk ferðist á eigin vegum fremur en í hópferðum og það bókar gistingu með skemmri fyrirvara en áður.
Meira bókað en í fyrra
Þetta lítur bara vel út, sagði Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, markaðsstjóri Reykjavík Hotels, um bókanir á komandi sumri. Keðjan rekur þrjú hótel í höfuðborginni. Aðalheiður sagði bókanir vera fleiri en í fyrra og taldi það eiga almennt við hjá hótelunum, enda sé það eðlileg afleiðing fjölgunar ferðamanna.
Hún sagði breytingu hafa orðið á bókunum gistirýmis. Ferðamenn virðast bóka með miklu skemmri fyrirvara en áður, sagði Aðalheiður.
Full bjartsýni
Mér líst mjög vel á sumarið, sagði Hrönn Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Fosshótela. Hótelin eru níu talsins, þar af tvö í Reykjavík. Hún sagði útlit fyrir betri nýtingu gistirýmis nú en í fyrra. Landsbyggðin kemur mjög vel út og Reykjavík hefur verið mjög góð það sem af er ári. Það er töluverð aukning á mörgum stöðum á landinu. Við getum ekki annað en verið full bjartsýni, sagði Hrönn. Nokkur hótel eru þegar fullbókuð í júlí og útlit fyrir góða aðsókn í ágúst og fram í september.
Hrönn sagði ljóst að framboð á flugferðum og verð skipti miklu fyrir bókanir. Við fögnum fleiri flugferðum og lægra verði á flugi til landsins, sagði Hrönn. Hún sagði flesta erlendu gestina koma frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Norðurlöndunum. Þá er gestum frá Asíu, m.a. frá Japan og Kína, einnig að fjölga.
Hrönn sagði það vera til skoðunar að opna nýtt Fosshótel í gömlu Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. Fosshótel gerðu tilboð í þrjár efstu hæðir hússins með ýmsum fyrirvörum. Vestmannaeyjabær tók tilboðinu, að sögn Eyjafrétta.is.
Horfurnar eru góðar en við erum alltaf hóflega bjartsýn þar til allt er komið í hús, sagði Hildur Ómarsdóttir, markaðsstjóri Icelandair Hotels. Sumarið leggst vel í mig. Það er hvergi farið að gjósa!
Álagstíminn í gistingu er nú frá miðjum júní og alveg fram í september. Þjóðverjar koma mikið fyrri hluta sumars og fara í hringferðir. Þegar líður á sumarið fjölgar ferðamönnum frá Suður-Evrópu. Bandaríkjamenn eru tíðir gestir og Bretar koma mikið í stuttar borgarferðir að vetri til.
Handboltamót slegið af
Ég ætlaði að halda alþjóðlegt handboltamót í ágúst og var búinn að fá tvö erlend lið og ætlaði að fá það þriðja. Þetta leit allt vel út þar til kom í ljós að það var vonlaust að fá ódýra gistingu, sagði Stefán Arnarson, handboltaþjálfari Vals.
Hann sagði um 20 manns vera í hverjum liðshópi og því hefði vantað gistingu fyrir um 60 manns. Stefán segir að forsenda svona móts sé að fá ódýra gistingu. Eftir könnun á framboði á ódýru gistirými komst hann að því að það var mögulegt að fá gistingu á Suðurnesjum en ekkert á höfuðborgarsvæðinu.
Stefán sagði að með gistingu fjarri höfuðborginni hefði ferðakostnaður orðið of hár. Mótið var því slegið af./////það er einnig gott að fá góðar fréttir annað slagið ,eða er það ekki!! það þvi miður nóg af bölmóði í dag,vegna slæms stjórnarfars mjög/Halli gamli
Hótel þegar víða fullbókuð á álagstímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.