Éljagangur og hvassviðri/ þetta er orðið nokkuð árvist,því miður!!!!

Éljagangur og hvassviðri
Innlent | mbl.is | 13.5.2012 | 14:53

Klettsháls séð til suðurs kl. 15. Mynd fengin úr vegasjá... Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem hafa lent í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi. Hríðarveður er nú skollið á um landið norðan- og austanvert.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er verið að aðstoða franska ferðamenn á Klettshálsi, en þeir eru óvanir að aka í vetrarfærð. Felst aðstoðin í því að hjálpa fólkinu að aka niður.

Búist er við að óveðrið muni ná hámarki síðdegis í dag og eru björgunarsveitarmenn til taks ef á þarf að halda.

Lögreglan á Akureyri og á Húsavík segja að þar sé nú éljagangur. Grasblettir séu orðnir hvítir en snjórinn nái aftur á móti ekki að setjast á göturnar. Nú sé um tveggja stiga hiti en búist sé við frosti síðdegis.

Lögreglan á Egilsstöðum tekur í sama streng en þar er farið að snjóa. Þá segir lögreglan að bílar séu farnir að festa sig á Fjarðarheiði.

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun, en búist er við hvassviðri eða stormi (15-23 metrum á sekúndu) á landinu.

Spáin er svohljóðandi:

Norðanátt, víða 15-23 metrar á sekúndu. Þurrt á S- og SV-landi, annars slydda eða snjókoma, en él NV-til síðdegis. Kólnandi, vægt frost fyrir norðan síðdegis. Heldur hægari norðanátt á morgun, en áfram hvasst austast. Þurrt S-lands, annars él, einkum á N- og NA-landi. Vægt frost, en hiti 0 til 6 stig að deginum syðra///////Þetta er því miður að verða algengt mjög!!! og lítið við því að gera nema vera viðbúin þessu,sérstaklegs Bændur og búalið vonum bara það besta/Halli gamli


mbl.is Éljagangur og hvassviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband