16.5.2012 | 23:43
Ýmislegt að gerjast í metaninu/Gott að fá svar frá ábyggilegum aðilum!!!
Ýmislegt að gerjast í metaninu Innlent | mbl | 16.5.2012 | 23:05 Ýmsar áætlanir eru uppi um aukna framleiðslu metans fyrir bíla, en bílum sem ganga fyrir metani hefur fjölgað verulega á stuttum tíma. Eftir er að fjármagna framkvæmdir en gangi eftir áætlanir um metanframleiðslu í Eyjafirði, Borgarfirði og

Reykjavík verður mun meira framboð af metani eftir 1-2 ár. bl.is sagði frá því í gær að margir þeir sem hafa keypt sér metanbíla eða látið breyta bílum sínum hafa lent í vandræðum með að nálgast eldsneytið, sem er aðeins framleitt á einum stað á landinu, í Álfsnesi.
Fram hefur komið, m.a. á heimasíðu Metan hf sem er í eigu Sorpu, Orkuveitu Reykjavíkur og N1, að útlit sé fyrir að framleiðslugetan í Álfsnesi verði fullnýtt í árslok 2012.
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu segir hins vegar að samkvæmt nýjustu útreikningum muni framleiðslan þar ná hámarki árið 2013. Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu. Flöskuhálsinn er áfyllingarbúnaðurinn Það er nú ekki ennþá kominn sá dagur að við höfum ekki getað framleitt nóg fyrir N1," segir Björn.
Vandamálið sé ekki framleiðslan heldur áfyllingarbúnaðurinn, sem anni ekki mestu annatímum og því myndist flöskuháls. Ef metanbílum heldur áfram að fjölga jafnhratt og verið hefur án þess að af frekari framkvæmdum verði gæti þó farið svo að ekki verði nóg metan til.
Björn tekur undir það sem Hermann Guðmundsson sagði í samtali við Mbl.is í gær, að þeir sem breyti metanbílum geri kannski ekki nóg til að upplýsa fólk um að metanið sé takmörkuð auðlind. Sorpa hafi frá upphafi gefið það út að úr haugnum í Álfsnesi megi framleiða gas sem knúið geti 3000-4000 smábíla.
Við höfum aldrei haldið því fram að við getum skaffað metan fyrir allan ökutækjaflotann, en fólk þarf ekkert að örvænta. Það er nóg gas ennþá, segir Björn. Dofri Hermannsson framkvæmdastjóri Metanorku. Gasgerðarstöð sem kostar á annan milljarð Margt er auk þess í kortunum í metanmálum landsins. Það er ýmislegt í gangi, en það er ekkert sem gerist á morgun, segir Björn. Í Álfsnesi er í undirbúningi að setja upp gasgerðarstöð, sem gæti tekið til starfa árið 2014. Ef af verður mætti framleiða þar metan fyrir 3000-4000 smábíla til viðbótar.
Að sögn Björns eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að skoða fjárfestingar vegna stöðvarinnar ásamt því að óskað hefur verið eftir samstarfi við ríkið, en áætlað er að kostnaður við byggingu stöðvarinnar muni nema á annan milljarð króna. Björn segir mikilvægt að ríkið komi hið fyrsta á laggirnar fjárfestingarsjóði vegna uppbyggingar innviða fyrir vistvænt eldsneyti.
Hann telur metanið komið til að vera enda sé margþættur jákvæður ávinningur af notkun þess. Það er mikill áhugi fyrir þessu, en svo eigum við eftir að sjá hvort áhuginn nær út í framkvæmdir. Metanorkuver í Borgarfirði En það er ekki bara á höfuðborgarsvæðinu sem lagt er á ráðin um metanframleiðslu.
Mbl.is sagði frá því í gær að næsta vor gæti metanframleiðsla farið í gang í Eyjafirði af hálfu Norðurorku, en einnig er verið að undirbúa byggingu metanorkuvers í Melasveit í Borgarfirði. Það er fyrirtækið Metanorka sem stendur fyrir því og framkvæmdastjóri þess, Dofri Hermannsson, segir að verið sé að klára að reikna úr kostnað og arðsemisforsendur.
Það er alltaf best að lofa sem minnstu, þetta tekur sinn tíma og þarfnast undirbúnings en vonir standa til að þetta metanorkuver gæti risið fyrir árslok 2013. Það er það sem við stefnum að. Úrgangurinn til vinnslunnar kæmi úr nágrenninu, m.a. frá svína- og hænsnabúum. Stefnt er að því að framleiða um 1 milljón rúmmetra af hreinu metani, sem gæti knúið á bilinu 700-900 fjölskyldubíla.
Fleiri afgreiðslustöðvar munu rísa Metanorka hefur ekki í hyggju að annast endursölu á metaninu nema þörf verði á, heldur verði olíufélögunum boðið að kaupa eldsneytið. Orkuverið mun rísa um 20 km frá Borgarnesi og Dofri telur það aðlaðandi kost fyrir olíufélögin að setja upp metandælu þar og stækka þannig þjónustusvæðið fyrir metanbíla, en það er nú bundið við höfuðborgarsvæðið.
Jafnframt er stefnt að því að gasið verði selt til höfuðborgarsvæðisins og þá flutt þangað í tönkum. Aðspurður segir Dofri að þeir metanbílaeigendur sem hafa lent í vandræðum nú þurfi ekki að örvænta. Ég held að við munum sjá það á næsta ári að það muni rísa nokkrar metanafgreiðslustöðvar til viðbótar og þjónustan aukist.
Metanorka hefur kortlagt helstu möguleika til metanframleiðslu hringinn í kringum landið og áætlar að á 6-10 stöðum falli til nægilegur lífrænn úrgangur til að standa undir stofnun og rekstri metanorkuvera. Við getum framleitt úr lífrænum úrgangi, sem vantar í raun allan farveg fyrir um allt land, nóg fyrir um 10-15% af bílaflotanum þannig að það standi nokkurn veginn undir sér. Handan við hornið séu svo fleiri aðferðir til að vinna metan, s.s. úr lífmassa eins og þörungum eða framleiða metanól úr C02 og vetni. Spennandi tímar séu því framundan í metanbransanum./////Þetta vildi ég heldur heyra !!og vona að það standist okkar allra vegna ,þetta er svo mikill sparnaður á Gjaldeyri og peningum og svo engin mengun,er það ekki eitt af stærri atriðunum!!! en þetta eru fregnir sem ég hafði heyrt en vildi ekki flagga og það er þá komið í ljós að við keyptum ekki köttinn í seknum/Halli gamli
![]() |
Ýmislegt að gerjast í metaninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll ég er ný búinn að kaupa metanbíl en fæ bara ekkert metan fyrr en eftir maga mánuði eða ár, hvaða fáránleiki er það eiginlega? Stjórnendur létu taka sig í bólinu all svakalega á hverju áttu þeir eginlega von þegar verð á eldsneyti er komið úr öllu korti?
Sigurður Haraldsson, 17.5.2012 kl. 00:14
Lastu ekki greinina Sigurður gerðu það/kveðja
Haraldur Haraldsson, 17.5.2012 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.