18.5.2012 | 12:40
Þenja raddböndin í Bakú/Mjög svo verðug fyrir okkar hönd,við stöndum öll með þeim ekki spurning!!!
Þenja raddböndin í Bakú Innlent | mbl | 18.5.2012 | 11:42 Það er í mörg horn að líta hjá íslenska hópnum sem tekur þátt í Evróvisjónkeppninni, sem fram fer í Aserbaídsjan. Jónatan Garðarsson, liðss-
tjóri íslensku sendinefndarinnar, segir í samtali við mbl.is að stemningin í hópnum sé góð og menn bíði spenntir eftir því að komast á sviðið í höllinni í Bakú. Undanfarna daga hafa þau Jón Jósep Snæbjörnsson og Greta Salóme Stefánsdóttir haft í nógu að snúast. Jónatan segir þau hafa æft af kappi og þá hafi mikill tími farið í að ræða við fjölmiðla. Í gær hafi þau farið í um 30 viðtöl og þá hafi þau verið komin mjög snemma á fætur í morgun til að fara í nokkur viðtöl til viðbótar. Það er búið að vera nóg að gera. En þessa daga á milli [æfinga í höllinni] höfum við æft uppi á hóteli. Farið í gegnum atriðið þar og skoðað upptökur, segir Jónatan. Aldrei gert jafnfáar athugasemdir Jón og Greta munu flytja lagið Never Forget í fyrri undankeppninni sem fram fer nk. þriðjudagskvöld, en íslenska atriðið er númer tvö í röðinni. Það gengur mjög vel, segir Jónatan og bætir við að hópurinn hafi verið að æfa atriðið í gær. Við fengum að renna laginu nokkrum sinnum í gegn. Við erum að vinna með þeim í ljósum, bakgrunni, hljóði og þess háttar, segir Jónatan. Í kjölfarið hafi verið horft á upptöku með stjórnendunum. Við gerðum athugasemdir við örfáa hluti. Ég held að við höfum aldrei gert svona fáar athugasemdir - það voru margir hlutir í lagi, segir hann. Að æfingu lokinni hafi blaðamannafundur tekið við sem hafi aðallega farið í að leika íslenska tónlist. Sviðið óvenjulegt en glæsilegt Sami hópur og stýrði Evróvisjónkeppninni í fyrra heldur um stjórntaumana í Bakú í ár. Jónatan segir að þetta sé hópur Þjóðverja sem gera þetta mjög vel. Sviðið er mjög flott hjá þeim, segir hann. Það sé óvenjulegt í laginu og minni einna helst á samþjappaðan tígul. Hins vegar sé sjón sögu ríkari. Þá segir hann að tónleikahöllin í Bakú sé ekki eins risavaxin og menn héldu að hún yrði. Þótt hún taki 80.000 manns í sæti er hún hæfilega stór umfangs. Enn að jafna sig á tímamismuninum Íslenski hópurinn kom til Aserbaídsjan sl. sunnudag og fór hann nánast beint á æfingu við komuna. Við náðum varla að leggjast út af á koddann þegar við áttum að mæta á æfingu. Við höfðum tvo tíma á milli og það sofnaði eiginlega enginn. Það þorði enginn að fara sofa. Við vorum búin að vera á fótum í um 30 tíma þegar við fórum loksins á sviðið, segir Jónatan og bætir við að hópurinn sé enn að jafna sig á tímamismuninum, en Aserbaídsjan er fimm tímum á undan Íslandi. Á sunnudaginn ætlar hópurinn að taka því rólega en á mánudaginn verða tvær æfingar í höllinni þar sem atriðinu verður rennt í gegn. Á þriðjudag verður generalprufan í fullum skrúða og um um kvöldið mun svo stóra stundin renna upp.///////Við erum mörg eða, meiripartur þjoðarinnar sem fylgist með þessu og hefur bara gaman af ,og auðvitað stöndum við öll með okkar fólki ekki spurning,en sigur er ekki aðalatriðið bara að vera með og jafnvel ofarlega eru björtustiu vonir okkar,"en Mey skal að morgni lofa segir máltækið" og þarna er doltið mikil Klíka að mínu mati og fl. en bara við hlökkum til að horfa þetta í segjum áfram Island/Halli gamli
Þenja raddböndin í Bakú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sannarlega stöndum við með okkar fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2012 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.