Dorrit: Setti starf mitt í biðstöðu/Heinskilin og bartsýn Forsetafrúin!!!

Dorrit: Setti starf mitt í biðstöðu Innlent | mbl.is | 18.5.2012 | 10:55 „Ég veit það ekki. Ég hreinlega veit það ekki. Ég tel þó að verði hann áfram á forsetastóli gefi ég starf mitt hjá fjölskyldufyrirtæki mínu algjörlega upp á bátinn. Þetta er svo miklu mikilvægara,“ segir Dorrit Moussaief forsetafrú spurð að því 
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff
hvað hún hyggist gera, nái Ólafur ekki kjöri. Þetta segir Dorrit í viðtali við Fréttatímann sem kom út í dag. „Ég setti starf mitt þar í biðstöðu og hafði alltaf hugsað mér að sinna því síðar, þegar Ólafur yfirgæfi Bessastaði,“ segir Dorrit í viðtalinu. Ættuð frá Úsbekistan Dorrit rekur ættir sínar til Úsbekistan, en fæddist í Jerúsalem. Hún er dóttir skartgripasalans og milljarðamæringsins Schlomo Moussaieff og móðir hennar heitir Alisa og er austurrísk. Bæði koma þau enn að fjölskyldufyrirtækinu þótt á níræðisaldri séu og rekur móðir hennar fjölskyldufyrirtækið burðuga ásamt systur hennar. Hún ólst upp í Ísrael, bjó þar fyrstu 13 árin en flutti síðan til Englands. Hún átti erfitt með nám vegna lesblindu og segir kennara ekki hafa sýnt því skilning. „Hringt var í föður minn úr skólanum þegar ég var sex ára. Kennarinn sagði pabba að hann ætti mjög heimska dóttur sem truflaði kennsluna. Vinsamlegast ekki senda hana aftur í skólann. Pabbi sagði ókey. Ég var sátt, því ég vildi ekkert endilega fara aftur í skólann og var svo lánsöm að hann kenndi mér sjálfur og svo fékk ég einkakennslu heima. Við vorum svo lánsöm að hafa efni á því.“ Er lesblind og með ADHD „Eins skrýtið og það hljómar þá hafði þetta heldur ekki áhrif á sjálfstraust mitt,“ segir Dorrit sem aldrei hefur farið í felur með lesblindu sína og nýlega greindist hún með ofvirkni og athyglisbrest, ADHD. „Ég hef alltaf vitað að ég væri með ADHD og hef í gegnum tíðina haft mikinn stuðning og stuðningskerfi í rekstri mínum. En hér hafði ég ekki þennan stuðning,“ segir hún. „Fólk skyldi ekki af hverju ég spurði þrisvar sömu spurningarinnar. Það sendi mér skilaboð sem ég kannaðist ekkert við að hafa fengið. Ég lagði eitthvað frá mér og mundi ekkert tveimur mínútum seinna hvar og áður en ég tók fleiri verkefni að mér hér hjá forsetaembættinu hafði ég hugsanlega tvíbókað mig. Svo ég hugsaði sem svo að ég yrði að sækja mér meiri þekkingu, svo ég gæti starfað betur án stuðningskerfisins.“ Hún segir þetta hafa haft mikil áhrif á samband þeirra hjónanna, en hann hafi sýnt henni mikinn skilning og kynnt sér bæði lesblindu og ADHD. Dorrit segist í viðtalinu hafa fallið fyrir hreina vatninu og hreina loftinu á Íslandi. Hún játar að veðrið hafi ekki heillað hana við fyrstu sýn.//////Hún Dorrit Forsetafrú hefur hrifið okkar flest eða jafnvel öll,þó men hafi verið á  móti Ólafi Forseta!!! en þetta er bara svona að fólk hefur misjafna nálgun!!að mína mati dásamleg mannelskja og hrífur mann i hvar skipti sem hún kemur fram,hún ábyggilega minkar ekki álitið  forsetaenbættinu blessunin/Halli gamli

mbl.is Dorrit: Setti starf mitt í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband