Hagvöxtur drifinn áfram af einkaneyslu Innlent | mbl.is | 8.6.2012 | 20:13 Samtök atvinnulífsins segja að
þó að það séu ánægjuleg tíðindi að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 4,5% þá sé það áhyggjuefni að hann sé fyrst og fremst drifinn áfram af einkaneyslu. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi verið neikvætt á ársfjórðungnum. Hagstofan birti í morgun tölur um hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi, en hún var 4,5%. Tölurnar benda til að fjárfestingar í heild hafi aukist um rúm 9% á þessu 12 mánaða tímabili og fjárfestingar atvinnuveganna um 13%. Fjárfestingar í heild námu 12,5% af VLF og fjárfestingar atvinnuveganna 8,7% og hækkuðu bæði hlutföllin um tæpt 1%. Að baki hagvextinum stendur hins vegar aukin einkaneysla að mestu leyti. Einkaneyslan jókst um 4,2% sl. 12 mánuði og skýrir, ásamt 1% aukningu samneyslu, tæpa tvo þriðju hluta hagvaxtarins á þessu tímabili. Auknar fjárfestingarnar standa að baki rúmum fjórðungi hagvaxtarins. Áhyggjuefnin snúa sem fyrr að utanríkisviðskiptunum. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var neikvætt á ársfjórðungnum og hefur verið óverulegt á undanförnum misserum. Með öðrum orðum hefur raunaukning útflutnings og innflutnings haldist í hendur á sl. 12 mánuðum. Þegar við bætist neikvæð þróun viðskiptakjara þá fer vöruskiptaafgangur minnkandi en hann nam 23 ma.kr. (8,7% af VLF) á 1. ársfjórðungi 2012 samanborið við 26 ma. kr. (10,2%) fyrir ári síðan. Tölur um þjónustujöfnuð valda vonbrigðum í ljósi mikillar aukningar ferðamanna en þjónustuútflutningur jókst töluvert minna en þjónustuinnflutningur, segir í frétt frá SA.//////Þetta sjá allir sem vilja að þetta er bara einkaneysla ekkert annað,fólk kaupir og kaupir,það borga sig ekki að eiga peninga i banka með neikvæðum vöxtum,sparnaður er enginn svo eru menn að tala um 4,5 % hagvexti,þetta er púra svindl/Halli gamli

![]() |
Hagvöxtur drifinn áfram af einkaneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.