Tókust á um sumarþing Innlent | mbl.is | 13.6.2012 | 12:35 Þingmenn tókust á um þinglok í umræðum um störf þingsins í dag. Stjórnarþingmenn segja að sumarþing sé alfarið í boði stjórnarandstöðunnar. Ef að þetta sumarþing er í boði stjórnarandstöðunnar þá ætla ég nú að taka mér það bessaleyfi og afboða þetta suma
rþing í hvelli, sagði Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að samkomulag um að ljúka þingstörfum hafi komist í uppnám þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi snúið aftur til landsins í gær, en hún tók þátt í tveggja dag fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Allt er komið á byrjunarreit á nýjan leik. Það er svo, frú forseti, að verkstjórinn yfir þessari ríkisstjórn, hæstvirtur forsætisráðherra, virðist ekki geta tekið friðinn þegar ófriður er í boði, sagði Ásmundur. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir koma til greina að fara eftir 64. gr. laga um þingsköp Alþingis. Þar segir að ef umræður dragist úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Þar segir ennfremur að forseti geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig geti forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Þá kemur fram að níu þingmenn geti krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Virðum kjarnann í hinum lýðræðislegu leikreglum sem við störfum hér eftir, sagði Mörður. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Mörður hafi sýnt á spilin sín. Hann er að segja okkur frá því að nú hafi menn þau áform uppi, að einhvertímann þegar að ríkisstjórnarliðið er farið að þreytast, og það er nú orðið dálítið þreytt eins og við höfum tekið eftir, þá ætli 9 þingmenn að koma hér fram með tillögu um það að ljúka umræðunni og setja á atkvæðagreiðslu. Þetta hygg ég að sé nú einsdæmi í þingsögunni en nú vitum við það, sagði Einar. Þá bætti hann við að þingmenn séu enn að takast um sjávarútvegsfrumvörpin á Alþingi, því málin séu algjörlega óútkljáð. Sumarþing er í boði stjórnarandstöðunnar. Höfum það alveg á hreinu, segir Magnús Orri Scrhram, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann bætti við að minnihluti Alþingis vilji koma í veg fyrir það að arðurinn af fiskveiðiauðlindinni renni til allra en ekki sumra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að stjórnarandstaðan vilji fá að ræða stór mál sem komi bæði seint inn og séu algjörlega ófullburða. Það eru þjóðarhagsmunir, það eru allra hagsmunir að menn berjist gegn frumvörpum sem gera m.a. út af við lítil og meðalstór útgerðarfyrirtæki og önnur fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum, sagði hún. Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir minnihluta þingsins halda meirihlutanum í gíslingu. Auðvitað er það alveg ljóst að þetta sumarþing sem haldið verður hér það er ekki í boði ríkisstjórnarinnar. Það er svikalaust í boði stjórnarandstöðunnar, sagði Ólína.//////////Þetta er bara nauðsinn að lesa, ef menn eiga að taka einhverja afstöðu gagnvart Alþingi, en ekki bara trúa fjölmiðlum einungis og fólk almennt getur ekki horft á þetta beint frá Alþingi ,sem stundar vinnu!!En það gerum við gamlingjar sem höfum áhuga,það er svo að oft hefur verið talað um það að maður haldi i alvöru,að öll stærri mál þurfi 2/3 eða allavega 37 af 63 að samþykkja, svo sem Fiskveiðideiluna og aðlindir og stjórnaská og fl. það er ekki annað hægt eða bara þjóðaratkvæði,en það er bara talað um hlutina ekki framkvæmt,svo fá menn nauman meirihluta eins og núna og breyta öllu sem hægt er ,og svo framvegis,þetta er ekki lýðræðið sem á að gilda um stór mál um mjög umdeilt,en þessu vill þetta teymi Jóhanna og Steingrímur og c/o gera,og endar bara ílla ekkert annað kosningar eru löngu það eina sem þessu bjargar,og leið kjós um helstu málin,sem er svo til þessa að það verði eftir þeim farið/Halli gamli
Tókust á um sumarþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Haraldur. Sumarþing ef af verður er þá eingöngu komið til vegna lélegs vinnubragða Ríkisstjórnar ár eftir ár um loforð um þetta og þetta mörg störf sem sjást svo hvergi og ætti þetta að vera einn stór ÁFELLISDÓMUR á vinnubrögð hennar og spurning hvort henni beri ekki siðferðisleg skylda til að leggja dóm um vinnubrögð sín í hendur Þjóðarinnar vegna þess að Þjóðin tapar og tapar eigum sínum ennþá meðal annars vegna svikna loforða ár eftir ár um betri tíð svo nóg ætti að vera komið....
Vinnubrögðum sem byggð eru upp á lygum á lygum ofan á og Ríkisstjórnin er virkilega að fá í hausinn núna, og frekar en að viðurkenna mistök sín þá er allt gert núna til þess að fá samþykktir fyrir því að setja ennþá meiri skuldabyrðar á herðar okkar skattgreiðenda og ef að Ríkisstjórnin heldur virkilega að Þjóðin sætti sig við það að ein af aðal-undirstöðugreinum og tekjulindum Þjóðarinnar Sjávarútveginum verði rústað til þess eins að geta framkvæmt einhver gæluverkefni sem ÞESSARI TILTEKNU Ríkisstjórn langar að gera í framtíðardraumum sínum ef að svo ólíklega vildi til að meirihluti Þjóðarinnar kysi að hafa þessa Ríkisstjórn áfram sem er draumur einn í fjarlægð hjá þessu fólki ef marka má allar skoðanakannanir. Þessi Ríkisstjórn gengur alvaralega villuvega...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.6.2012 kl. 15:51
Þakka innlitið Ingibjörg mikið erum við sammála þarna!!!Kveðja
Haraldur Haraldsson, 13.6.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.