Rætt um félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs/Það þarf að taka af verðtrygginguna strax!!!

Rætt um félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs Innlent | mbl.is | 14.6.2012 | 12:40 „Íbúðalánasjóður er ekki félagslegur,“ sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag enda væri stofnFrá Alþingi. Úr myndasafni.
unin að veita öllum lán óháð efnahags. Hann sagðist þó vera hlynntur því að Íbúðalánasjóður væri gerður að félagslegri stofnun. Umræður hafa staðið yfir í dag um húsnæðismál í dag og stöðu Íbúðalánasjóðs og hefur meðal annars verið rætt um það með hvaða hætti yrði haldið á málum stofnunarinnar ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í ríkisstjórn og færi með þau mál. Meðal þeirra sem hafa velt fyrir sér örlögum Íbúðalánasjóðs í höndum sjálfstæðismanna eru Ásmundur Einar Daðason og Birkir Jón Jónsson þingmenn Framsóknarflokksins. Vitnaði Ásmundur í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, frá því í umræðum um málið á Alþingi í gær að það sjónarmið að einkavæða bæri Íbúðarlánasjóð væri í minnihluta innan flokksins. Þá lagði Ásmundur ennfremur áherslu á mikilvægi Íbúðalánasjóðs sem félagslegrar stofnunar og að rekstur hans yrði tryggður til framtíðar. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði óþarfa að hafa áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs þó sjálfstæðismenn kæmust í ríkisstjórn. Hann minnti meðal annars á að núgildandi lög um stofnunina hefðu verið sett í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Einar lagði hins vegar áherslu á að tryggja yrði að Íbúðalánasjóður gæti boðið viðskiptavinum sínum upp á sambærileg kjör og bankarnir og þá ekki síst Landsbankinn. Fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins töluðu á sömu nótum.//////Málið er erfitt á meðan þessi verðtryggin er og íslenka krónan ,við eigum bara að breyta þvi í annan gjaldmyðil þá  mun þetta allt lagast ,en þessi íbúðarlánasjóður var ágætt mótvægi við Bankana,en ef við breytum um stefnu í peningamálum þá kemst þetta í lag,þá borgum við bara raunvexti en engar verðbætur,og þá kemur samkeppni um lánin/Halli gamli

mbl.is Rætt um félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég leyfi mér að vera efins um verðtrygginguna, hef verið að lesa ýmislegt henni tengt og veit ekki hversu miklu auðveldara þetta yrði. Það sem þarf að gera er að skila okkur sem töpuðum milljónum í hrunini peningunum okkar til baka.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2012 kl. 14:07

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Því miður er þetta vont frumvar. Reyndar er með ólíkindum hvernig skákað er í skjóli ESA til að gera breytingar - sem hafa bara alls ekkert með ESA að gera! Það er ENGIN ástæða til að lækka heimildarákvæði í lögum um að lán geti verið allt ...að 90% vegna ESA.
Og reyndar engin ástæða til.  Núverandi fyrirkomulag þar sem hámarkslánshlutfall - nú 80% - og hámarkslán er ákvarðað í reglugerð er nóg. Hitt er bjánaskapur. Lánshlutfall getur þess vegna verið 100% ESA vegna.

"Félagsleg" væðing ÍLS gengur langtum lengra en athugasemdir ESA gefa tilefni til - og er reyndar stórhættuleg fyrir íslenskan fasteignamarkað og þal. íslenskt efnahagslíf.
Sú "félagslega" væðing hefur reyndar minnst með ESA að gera - en miklu frekar með pólitík ríkisstjórnarflokkanna að gera - en blekkingunni um skilyrði ESA beitt til að sú stefna ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga.
Ríkisstjórnin á bara að segja eins og er að félagsvæðingin sé gerð vegna þess að það er stefna ríkisstjórnarinnar og taka pólitíska ábyrgð á henni - í stað þess að misnota athugasemdir ESA til að liðka fyrir "félagslegu" væðingunni.

Því miður dregur frumvarpið enn frekar úr þeim sveigjanleika sem stjórnvöld á hverjum tíma ÞURFA að hafa í húsnæðis- og efnahagsmálum. Menn gleyma því að lögin eru ramminn - útfærslan hverju sinni getur síðan tekið mið af aðstæðum hverju sinni í reglugerðum.

Hallur Magnússon, 14.6.2012 kl. 15:06

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er ég i raun sammála ykkur báðum Ásdís og Hallur þakka innlitið/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 14.6.2012 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband