Forbes-listinn: Tiger ekki lengur tekjuhæstur Íþróttir | mbl.is | 19.6.2012 | 15:00 Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. er tekjuhæstur allra íþróttamanna en tímaritið Forbes birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn síðustu tólf mánaða. Mayweather rakaði inn 85 milljónum dollara á þessum tíma eða því sem nemur ríflega 10,5 milljörðum íslenskra króna. Hann barðist tvívegis á síðustu tólf mánuðum og vann báða bardagana en Mayweather hefur aldrei tapað á sínum atvinnumannaferli. Mayweather fær tekjur fyrir að vinna bardagana en hann græðir þó mest á því að að kynna sína eigin bardaga í gegnum fyrirtækið sitt, Mayweather Promotions. Þannig fær Mayweather skerf af miðasölu, sjónvarpstekjum og peninga frá styrktaraðlum hvers bardaga. Tiger er ekki lengur efstur en á þó fyrir salti í grautinn. AFP Woods ekki lengur efstur Annar hnefaleikakappi, Manny Pacquiao, er í öðru sæti en hann þénaði tæplega 8,8 milljarða króna á síðasta ári. Báðir koma þeir á undan Tiger Woods sem fellur úr efsta sætinu sem hann hefur setið í síðan 2001. Tiger þarf þó lítið að kvarta þar sem hann þénaði tæpa 7,5 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir að gera afar lítið á vellinum. LeBron James er efstur af körfuboltamönnum NBA-deildarinnar en laun þeirra alla minnkuðu um 20 prósent þar sem deildin hófst ekki fyrr en í desember. Hann og Kobe Bryant eru báðir á lista yfir tíu efstu. Amerískur fótbolti með fleiri en knattspyrnan Engin íþrótt á fleiri fulltrúa á listanum yfir efstu 100 tekjuhæstu íþróttamennina en amerískur fótbolti en 30 leikmenn úr NFL-deildinni komast á listann. Aðeins einn er þó á meðal efstu tíu en það er leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, sem spilaði þó ekkert á síðasta tímabili með Indianapolis Colts vegna meiðsla. Sharapova var nýbakaður meistari á opna franska meistaramótinu. AFP Tekjuhæsti knattspyrnumaðurinn er að vanda David Beckham, leikmaður Los Angeles Galaxy, en auk þess að hafa verið á síðasta ári risasamnings síns hjá liðinu eru tekjur hans fyrir auglýsingar gríðarlegar. Næstur kemur Cristiano Ronaldo. Konur í miklum minnihluta Íþróttamennirnir 100 koma úr ellefu íþróttagreinum en þar má finna tvo krikket-spilara og eina frjálsíþróttastjörnu, spretthlauparann Usain Bolt. Þessir 100 þénuðu samtals 2,6 milljarða dollara á síðustu tólf mánuðum eða því sem nemur 326 milljörðum íslenskra króna. Konur eru í miklum minnihluta á listanum en aðeins tvær konur eru á topp 100. Tennisdrottningin Maria Sharapova er í 26. sæti en tekjur hennar námu 27,9 milljónum dollara á síðustu tólf mánuðum eða því sem nemur 3,5 milljörðum íslenskra króna. Önnur tenniskona, Li Na, er svo nr. 81 á listanum með 18,4 milljónir dollara í tekjur á síðustu tólf mánuðum eða samtals 2,3 milljarða króna.
Hér má sjá listann í heild sinni. Topp tíu: 1. Floyd Mayweather, hnefaleikar - 10,7 milljarðar króna 2. Manny Pacquiao, hnefaleikar - 7,8 milljarðar 3. Tiger Woods, golf - 7,5 milljarðar 4. Lebron James, körfubolti - 6,7 milljarðar 5. Roger Federer, tennis - 6,6 milljarðar 6. Kobe Bryant, körfubolti - 6,5 milljarðar 7. Phil Mickelson, golf - 6 milljarðar 8. David Beckham, fótbolti - 5,8 milljarðar 9. Cristiano Ronaldo, fótbolti - 5,3 milljarðar 10. Peyton Manning, amerískur fótbolti - 5,3 milljarðar//////Þetta eru svimandi upphæðir og það segir okkur hvernig þessi vitleysa er orðin að mati flestra!!!Þetta er ekki íþróttalegt að manni finnst þetta eru bara öfgar og ekkert annað//Halli gamli
![]() |
Forbes-listinn: Tiger ekki lengur tekjuhæstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1047530
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.