20.6.2012 | 08:48
Frosti Sigurjónsson flitur þennan pistil!!!Þetta er málið!!!
Vond fjárfesting á versta tíma Einhverjir þingmenn og örfáir vinir þeirra hafa þá lífskoðun að það taki heilum níu mínútum of langan tíma að aka Víkurskarð. Þrátt fyrir að leitun sé að fallegra útsýni en ber fyrir augu í þessar níu mínútur, eru þessir menn ekki ánægðir og vilja aka um jarðgöng hvað sem þau kosta. Samgöngubætur geta vissulega verið mjög arðbærar en þá aðeins ef tilkostnaðurinn er minni en ávinningurinn. Vaðlaheiðargöng munu kosta níu milljarða að minnsta kosti en munu aðeins spara ökumönnum níu mínútur og vegegerðinni einhvern snjómokstur nokkra daga á ári. Til að sýna fram á hagkvæmni af göngunum hafa menn gefið sér afar lítinn fjármagnskostnað (3,7%) þótt enginn fjárfestir hafi reynst tilbúinn til að veita lán til verksins á slíkum kjörum. Ætluð arðsemi byggir líka á þeirri óvissu forsendu að meira en 90% ökumanna kjósi fremur að borga gjald fyrir að aka um dimm og daunill jarðgöng en að njóta eins besta útsýnis sem gefst. Grísku bókhaldi er beitt til að láta sem framkvæmdin sé í raun einkaframkvæmd. Eigið fé verður samt ekki nema 7% og verkefnið fjármagnað að mestu með láni sem ríkið útvegar eða ábyrgist. Það er því augljóst að lítið má út af bregða til að framkvæmdin lendi í fangi ríkisins. Þegar kemur að ríkisútgjöldum og forgangsröðun verkefna hjá skuldugri þjóð þá er vandséð að það sé skynsamleg ráðstöfun að leggja núna stórfé í jarðgöng sem spara 9 mínútur. Slík ákvörðun er einmitt til þess fallinn að auka á vanda þjóðarinnar sem er ærinn fyrir. Valið stendur ekki bara á milli jarðgangna um Vaðlaheiði eða brýnni vegabóta einhverstaðar annarstaðar. Valið stendur í raun um hvort skera skuli skuli enn frekar niður í nauðsynlegri þjónustu við veikt fólk, gamalmenni og börn. Þingmenn sem kjósa með göngum eru að kolfalla á prófinu um forgangsröðun í þágu almannahagsmuna. Það sem verra er, þessi jarðgöng verða ekki gerð með íslensku hráefni og vinnuafli. Megnið af kostnaði verður í gjaldeyri til að kaupa inn olíu, járn, steypu, þekkingu og bortæki. Vissulega skapast einhver störf fyrir íslensk verktakafyrirtæki en mjög fá störf til framtíðar og óverulegar gjaldeyristekjur til framtíðar. Vonandi hefur þjóðin einn góðan veðurdag efni á því að kaupa sér göng um Vaðlaheiði, en sá tími er alls ekki kominn. Sú bjarta framtíð mun tefjast til muna ef stjórnvöld velja núna að steypa þjóðinni í enn meiri skuldir til að setja fé í óarðbært gæluverkefni.//////Eg er algjörlega sammála Frosta þarrna ,þetta er vitlaust að hafa í forgangi ,og við sjáum þarna Heimabyggðarparpot og ekkert annað,annað átti að fara í forgang ekki spurning,men mega sko heyra það!!!!Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.