Jakob vill lífsýni Davíðs Innlent | mbl | 21.6.2012 | 10:24 Tekist var á um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon fái aðgang að lífsýni Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort Davíð sé móðurafi Jakobs. Lífsýnasafnið
hafnaði erindi Jakobs og telur heimild skorta í lögum. igurður G. Guðjónsson, lögmaður Jakobs Frímanns, rakti málið fyrir dómi í morgun. Hann sagði kröfuna setta fram til þess að eyða orðrómi um að Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi hafi verið kynfaðir móður Jakobs. Einnig er farið fram á í málinu að fá aðgang að lífsýnum Bryndísar Jakobsdóttur og Þórunnar Hönnu Björnsdóttur, móður og ömmu Jakobs. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Meðal þess sem Sigurður vísaði til er bréf frá frænda Þórunnar Hönnu en í því komi fram að hún hafi komist í kynni við Davíð Stefánsson. Einnig að Þórunn hafi sjálf gengið út frá því að Davíð væri barnsfaðir sinn, en það hafi aldrei verið upplýst. Vegna persónulegra aðstæðna var það að ráði frændfólks hennar, að barnið var gefið og var því komið fyrir hjá Jakobi Frímannssyni kaupfélagsstjóra og konu hans. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda faðerninu leyndu spannst orðrómum um það hver væri faðir barnsins. Einkum var haldið á lofti nöfnum tveggja manna, annarsvegar Ægis Ólafssonar kaupmanns og hins vegar Davíðs Stefánssonar skálds. Árið 1995 var úr því skorið, að Ægir getur ekki verið kynfaðir Bryndísar. Þá á aðeins eftir að fá úr því skorið hvort sá orðrómur sé á rökum reistur að faðir stúlkunnar sé Davíð, sagði Sigurður. Sigurður benti á að í lögum um lífsýni segi að stjórn lífsýnasafnsins geti að fengnu leyfi frá Persónuvernd og Vísindasiðanefndar veitt aðgang að tilteknum lífsýnum, enda mæli brýnir hagsmunir með því. Þá vísaði hann til þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafi á árinu 2003 veitt leyfi fyrir því fyrir sitt leyti. Engu að síður hafi stjórn lífsýnasafnsins hafnað erindinu. Á að nota í læknisfræðilegum tilgangi Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður flutti málið fyrir hönd lífsýnasafnsins. Hann segir lykilatriði í málinu að þagnarskylda haldist þrátt fyrir andlát og lög standi í vegi fyrir því að hægt sé að fallast á kröfur Jakobs Frímanns. Lögin um lífsýnasöfn standi við hlið laga um sjúkraskrá og þagmælskuákvæði gildi um þau. Þá benti hann á að almennt sé ekki heimild til að veita sýni úr safninu til rannsókna til að skera úr um ættartengsl. Lífsýnanna ber að nota til rannsókna í læknisfræðilegra rannsókna og virða beri tilgang þeirra. Lögin snúi að vísindarannsóknum og þjónustu við sjúklinga. Hann sagði umrætt tilvik, þar sem renna á stoðum undir ættartengsl, falla utan við undantekningaákvæði laganna, bæði út frá lögskýringagögnum og því hversu lítið hafi verið sett fram til að renna stoðum undir þá kenningu að Jakob eigi ættir sínar að rekja til Davíðs.////////Það er ekki ofsögum sagt um lagaflækjuna íslensku,að maður skuli ekki geta leitað uppruna síns vegna lagaflækju,það er satt sem sagt er ef lögunum yrði breytt og gerð skiljanlanlegri,yrði mynna að gera hjá lögræðingum!!!Það ætti að vera hverjum manni það heilagt að leita uppruna síns,og ekki spurning að það er það sem við viljum öll,þessi feluleikur er ekki okkur samboðin,ef þetta fer ekki að hans vilja ,þá þarf að breyta lögum bara/Halli gamli
Jakob vill lífsýni Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.