Töluverður verðmunur milli apóteka//Það er auðvitað lyfjaverðið sem skiptir okkur mál mest!!!

Töluverður verðmunur milli apóteka Innlent | mbl.is | 22.6.2012 | 11:16 Lyf og heilsa á Selfossi er yfirleitt 20-40% verðmunur var á sólarvörn í apótekum
með lægsta verðið á öðrum vörum en lyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ skoðaði verðlag í apótekum nýverið. Apótekarinn Akureyri var hins vegar yfirleitt með hæsta verðiðFyrr í vikunni kynnti verðlagseftirlit ASÍ niðurstöðu úr verðkönnun á lyfjum seldum í lausasölu í apótekum. Skoðaðar voru m.a. vörur eins og egglospróf, ýmiss konar krem og fæðubótarefni. Hæsta verðið var oftast hjá Apótekaranum Akureyri, í 10 tilvikum af 41 en Skipholts Apótek kom þar á eftir með hæsta verðið í 9 tilvikum af 41. Verðmunur á þeim vörum sem skoðaðar voru var frá 14% upp í 144%, en í helmingi tilvika var fjórðungs til helmings verðmunur, segir í frétt frá ASÍ. Mestur verðmunur á bossakremi Mestur verðmunur í könnuninni var á bossakreminu frá Lansinoh (85 gr.) sem var dýrast á 2.819 kr. í Urðarapóteki Vínlandsleið en ódýrast á 1.154 kr. í Reykjavíkur Apóteki á Seljavegi en það gerir 1.665 kr. verðmun eða 144%. Einnig var mikill verðmunur á hákarlalýsi (130 stk.) sem var ódýrast á 1.011 kr. hjá Rima Apóteki Langarima en dýrast á 2.007 kr. hjá Apóteki Hafnarfjarðar Tjarnarvöllum, verðmunurinn er 99%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á rakakremi frá Weleda (Íris 30 ml.) sem var ódýrast á 3.063 kr. hjá Lyfjaborg í Borgartúni en dýrast á 3.490 kr. hjá Apóteki Garðabæjar Litlatúni, Skipholts Apóteki og Apótekaranum á Akureyri en það gerir 427 kr. verðmun eða 14%. 20-40% verðmunur á sólarvörn Verðlagseftirlitið skoðaði nokkrar tegundir sólarvarnarkrema og var á milli 20-40% munur á hæsta og lægsta verði þeirra. Sem dæmi má nefna sólarvörn frá Eucerin (30 UVA, 150 ml.) sem var dýrust á 3.133 kr. hjá Lyfjavali Álftamýri en ódýrust á 2.375 kr. hjá Akureyraapóteki Kaupangi, verðmunrinn er 32%. 2in1 sólarvörnin frá Decubal (SPF 30, 200 ml.) var dýrust á 2.610 kr. hjá Apótekaranum Akureyri en ódýrust á 1.827 kr. hjá Lyf og heilsu, Skipholtsapóteki og Akureyraapóteki sem gerir 43% verðmun. Froðan frá Proderm (30 high, 150 ml.) var dýrust á 2.673 kr hjá Akureyraapóteki en ódýrust á 2.031 kr. hjá Lyf og heilsu og Skipholts Apóteki, verðmunruinn er 32%. Af öðrum vörum í könnuninni má nefna að egglospróf frá Sure sign (5 stk. í pakka) var dýrast á 4.970 kr. hjá Apótekaranum Akureyri en ódýrast á 3.570 kr. hjá Lyfjaborg í Borgartúni, sem gerir 1.400 kr. verðmun eða 39%. Konjak töflur (180 stk.) voru dýrastar á 6.032 kr. hjá Apóteki Garðabæjar en ódýrastar á 4.524 kr. hjá Lyf og heilsu Selfossi, verðmunurinn er 1.508 kr. eða 33%. Mikill munur á vöruúrvali apótekanna Ekkert apótekanna átti til allar vörurnar sem skoðaðar voru. En af þeim vörum sem könnunin náði til voru flestar þeirra fáanlegar hjá Apóteki Garðabæjar Litlatúni eða 37 af 41. Lyfjaver Suðurlandsbraut og Apótek Vesturlands áttu til 33 vörur af 41. Siglufjarðar Apótek, Apótekið Akureyri og Garðs Apótek áttu aðeins til um helminginn af þeim vörum sem skoðaðar voru./////Mín reynsla er að maður hefur fært sig millum Apóteka sérstaklega út af lyfjum hitt er víða hægt að fá sem þarna er talið annarstaðr,en mín reynsla sem notar mikið að lyfjum að eftir mörg Apótek hefur Reykjavíkur Apótek á horni héðinsgötu i í R.vik reynst mer langs ódyrsat ekki spurning,það er svo kannski annað meðýmsar aðra vörur sem þar fást hefi svo lítið verlað svoleiðis,okkur sem notum mikið lyf viljum fá þau á lægsta verði!!!!/Halli gamli

mbl.is Töluverður verðmunur milli apóteka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad ætti enginn ad versla ì apòtekum Karls Wernerssonar, LYF OG HEILSU, APÒTEKARANUM OG SKIPHOLTSAPÒTEKI. Hann er einn af kumpànunum, sem settu landid à hausinn. Skattgreidendur thurftu ad greida 12 milljarda fyrir bòtasjòd Sjòvàr, sem hann hirti. Samt gengur hann enn laus og fær ad reka Lyf og heilsu àfram. Thad er skömm ad thessu.

Stefan (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 14:24

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu ////Stefán Kveðja

Haraldur Haraldsson, 22.6.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband