27.6.2012 | 23:51
Annað Lehman Brothers-hrun á leiðinni?/ekki skemtileg hugvekja þetta???
Annað Lehman Brothers-hrun á leiðinni? Erlent | mbl.is | 27.6.2012 | 11:04 Evrukreppan gæti dregið svo úr tiltrú á stórar bankastofnanir að fall risabanka á borð við Lehman Brothers, fjárfestingabankans sem markaði upphaf niðursveiflunnar í Bandaríkjunum haustið 2008, er hugsanlegt með ófyrirséðum afleiðingum. Kanadíski fjármálasérfræðingurinn Alex Jurshevski heldur þessu fram í viðtalsþætti á kanadísku fjármálasjónvarpsstöðinni BNN en hann aðstoðaði m.a. nýsjálensk stjórnvöld við að greiða úr mikilli skuldaóreiðu fyrir um tveim áratugum og þekkir því innviði skuldabréfamarkaða vel. Jurshevski heldur úti bloggi á vefsíðu fyrirtækisins sem hann starfar hjá, Recovery Partners, og fullyrðir þar að afskrifa verði hluta af skuldunum sem eru að draga evrusvæðið niður í hringiðu ölduróts. Með því að stafla lánum ofan á lán ofan í neyðarpökkum sé aðeins verið að slá vandanum á frest. Útlitið ekki jafn dökkt síðan haustið 2008 Í umræddum þætti er einnig rætt við Roben Farzad, fjármálasérfræðing hjá Bloomberg Businessweek, sem segir að staðan í alþjóðahagkerfinu hafi ekki verið jafn ógnvekjandi síðan í september 2008, eða frá því að Lehman Brothers beið skipbrot. Er tilefnið mikill skuldavandi Spánar og fjármögnunarvandi þarlendra banka. Þá er rætt við Brian Milner, viðskiptablaðamann hjá The Globe and Mail, helsta dagblaði Kanada, sem kallar eftir styrkari forystu Angelu Merkel Þýskalandskanslara andspænis evrukreppunni. Telur Milner að lausnin liggi í útgáfu sameiginlegra skuldabréfa á evrusvæðinu sem geti tekið þrýstinginn af fjármögnunarvanda ýmissa evruríkja, þar með talið Ítalíu sem eigi erfitt með aðgang að lánsfé um þessar mundir. Er þessi lausn vitaskuld mjög umdeild enda yrði hún stórt skref í átt til sameiginlegrar hagstjórnar á evrusvæðinu. Jurshevski telur þessa leið ekki leysa vandann enda eigi hann rætur í mismunandi framleiðni ólíkra hagkerfa með mismunandi launastig. Evrukreppan eigi sér kerfislægar rætur sem fjármálabandalag taki ekki á.//////Hugvekja sem er gott fyrir alla að lesa og reyna úr að bæta,allir geta tekið þetta til sín ekki spurning,manni hrís hugur við að þessir menn sem þarna stjórna skuli ekkert hafa lært,það eru ekki bara við Íslendingar!!!/Halli gamli
Annað Lehman Brothers-hrun á leiðinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.