Óskar Ólafi til hamingju með endurkjörið/Það gerum við vonandi öll!!!!!

Óskar Ólafi til hamingju með endurkjörið Innlent | mbl.is | 1.7.2012 | 14:33 Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, hefur óskað Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með endurkjör hans sem forseta Íslands. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar í dag. en tilefni skrifanna er frétt á Vísir.is í hádeginu um að eLilja Mósesdóttir, alþingismaður.nginn þingmaður hefði þá óskað Ólafi til hamingju. „Ég er búin að senda forsetanum tölvupóst, þar sem ég óska honum til hamingju með glæsilegan sigur í forsetakosningunum. Val þjóðarinnar á forseta stjórnast nú í meira mæli en áður af mati hennar á því hverjum hún treystir til að tryggja beint lýðræði þegar gjá myndast milli þjóðar og þings,“ segir Lilja. Þá hafi flokkur hennar Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, einnig „óskað forsetahjónum og þjóðinni allri til hamingju með úrslit kosninganna.

„Ljóst er að Ólafur Ragnar fékk mikinn stuðning bæði frá fólki sem kýs til vinstri og hægri í alþingiskosningum og það fylgi fékk hann vegna afdráttarlausrar afstöðu sinnar til málefna sem sameina mikinn meirihluta þjóðarinnar,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og forveri Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á formannsstóli Alþýðubandalagsins en Ragnar var einn þeirra sem hvöttu Ólaf til þess að gefa kost á sér til endurkjörs í vetur. Vísar Ragnar þar einkum til Icesave-málsins og andstöðunnar við inngöngu í Evrópusambandið. „Ótvíræð afstaða Ólafs gegn ESB-aðild og framganga hans í Icesave-málinu varð til þess að jafnvel hörðustu andstæðingar hans frá fyrri tíð þyrptust á kjörstað til að styðja hann og margir þeirra sögðu: Ég veit hvað ég hef. En ég veit ekki hvað ég fæ!“ segir Ragnar á vefsíðunni Vinstrivaktin gegn ESB í dag. Ragnar segir niðurstöðu forsetakosninganna varpa ljósi á stöðu mála innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í síðasta lagi næsta vor. „Flokkurinn mun ganga haltur og hokinn til næstu þingkosninga og sligast mjög undan þeirri þungu byrði sem hann tók á sínar herðar með aðildarumsókninni – nema því aðeins að hann varpi þessu óþverrahlassi af sér með góðum fyrirvara fyrir næstu kosningar og segi við Össur og Jóhönnu: Nú er nóg komið! Þessum könnunarleiðangri er lokið! Hingað og ekki lengra!“ segir Ragnar.

 

„Mér er efst í huga þakklæti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Hann sagði að niðurstaða kosninganna væri stuðningur við störf hans til þessa og áherslur í forsetaembættinu. Hann sagði það mikilvægasta við kosninguna væri sú lýðræðisbylting sem átt hefði sér stað hér á landi sem fælist í aukinni kröfu fólks um að koma að ákvörðunum. Hann sagði kosningarnar ekki hafa snúist um hann sem forseta heldur um þessa lýðræðisbyltingu. Spurður um kjörsóknina hafnaði hann því að hún væri óeðlilega lítil og vísaði meðal annars í því sambandi til minnkandi kjörsóknar í Evrópu og góðs veðurs. Hann sagðist hins vegar telja að minnkandi kjörsókn væri fyrst og fremst Reykjavíkurvandi eins og hann orðaði það enda hefði þátttakan almennt verið mun betri á landsbyggðinni. Þá sagðist Ólafur umræðu um baklands hans vera á nokkrum villigötum. Stuðningsmenn hans hefðu komið úr öllum stjórnmálaflokkum en ekki aðeins úr flokkum í stjórnarandstöðunni

 

Ég tel þetta vera verulega góða niðurstöðu fyrir Ólaf enda var mjög hart að honum sótt,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um úrslitin í forsetakosningunum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri sem forseti Íslands. Hún bendir á að hann hafi fengið meirihluta í öllum kjördæmum og að Þóra Arnórsdóttir, sem fékk næstmest fylgi, hafi hvergi ógnað stöðu hans. Hvað kosningaþátttökuna varðar, sem var um 69%, og umræðu um að hún hafi verið slök segir Stefanía ekki hægt að túlka hana sem áfellisdóm yfir Ólafi Ragnari. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því að töluvert af fólki hafi ákveðið að kjósa ekki. Þar geti bæði til að mynda spilað inn í áhugaleysi á kosningunum og gott veður. „Það er í það minnsta erfitt að draga þá ályktun að þeir sem kusu ekki hafi viljað breytingar enda stuðlar það ekki að miklum breytingum að taka ekki þátt í kosningum,“ segir hún. Stefanía segir ljóst að niðurstaða kosninganna feli það í sér að kjósendur Ólafs Ragnar séu að lýsa yfir stuðningi við þær breytingar sem hann hafi gert á forsetaembættinu í embættistíð sinni. Þá sé kosning Ólafs einnig ákveðin vantraustsyfirlýsing á stjórnmálaforystuna í landinu. Gera megi ráð fyrir að það sé til að mynda ein skýringin á miklum stuðningi sjálfstæðismanna við Ólaf.///////Sitt sýnist hverjum ein og gengur en er ekki svo að við öll erum bara sátt,og óskum bara Foseta vorum!Ólafi Ragnar til hamingjumeð endurkjörið!!!samsæriskenningar munu ganga ekki spurning það er alltaf en svo er þetta og við bara vonum hið besta og ekki síst ef kosningarnar í Vor eða fyrr fari í sjórnaskipti ekki mun af veita!!!!/Halli gamli


mbl.is Óskar Ólafi til hamingju með endurkjörið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband