Gylfi Þór kominn í Tottenham/Til hamingju með það Gylfi og Ísland !!!!!

Gylfi Þór kominn í Tottenham
Íþróttir | mbl | 4.7.2012 | 11:36

Gylfi Þór Sigurðsson.Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham en félagið greindi frá því rétt í þessu á twitter síðu sinni að Gylfi hafi gengið í raðir félagsins.

Tottenham greiðir þýska liðinu Hoffenheim 8 milljónir punda fyrir Gylfa Þór en sú upphæð nemur tæpum 1,6 milljarði íslenskra króna. Gylfi átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hoffenheim en hann var í láni hjá Swansea seinni hlutann á síðustu leiktíð og sló í gegn með nýliðunum. Gylfi skoraði 7 mörk í 18 leikjum með liðinu og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja sína. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður marsmánaðar í deildinni og fékk nær undantekningalaust afar góða dóma fyrir leiki sína með liðinu.

Eftir að tímabilinu lauk á Englandi í maí hefur verið slegist um Gylfa. Líklegt var á tímabili að hann yrði áfram í herbúðum Swansea en eftir að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers var ráðinn stjóri Liverpool var fastlega búist við því að Gylfi myndi fylgja honum. Liverpool gerði Gylfa tilboð en það gerði Tottenham einnig og eftir ítarlega umhugsun ákvað Gylfi að velja Tottenham.

Hann verður fjórði Íslendingurinn sem gengur til liðs við Tottenham. Sá fyrsti var Guðni Bergsson, Emil Hallfreðsson var um tíma á mála hjá félaginu en náði ekki að spila með aðalliðinu og þá lék Eiður Smári Guðjohnsen með liðinu hluta úr tímabili.

Gylfi er fyrsti leikmaðurinn sem André Villas-Boas fær til liðsins eftir að hann var ráðinn knattspyrnustjóri félagsins.//////Til hamingju með þennan áfanga Gylfi og Ísland!! sagan endalausa orðin að veruleika og það vonandi gott fyrir drengin og launin góð mjög!!! Ég held fyrir hann knattspyrnu sé þetta góður áfangi og vonandi fær að hann að spila nóg!! svo bara bíðum við spennt haustsins að horfa á dreng spila,vel eins og honum er lagið///Halli gamli


mbl.is Gylfi Þór kominn í Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband