5.7.2012 | 09:47
Spá 2,8% hagvexti í ár/// þessi aukni hagvöxtur er bar eyðsla það græðir engin á sparnaði,neikvæðir vexstir!!!
Viðskipti | mbl.is | 5.7.2012 | 9:03
Hagstofa Íslands spáir því í nýrri þjóðhagsspá að hagvöxtur mælist 2,7% í ár og 2,8% á næsta ári. Aukin einkaneysla og fjárfesting eru að baki hagvextinum. Verðbólguhorfur hafa versnað, en launahækkanir umfram verðalag styðja áframhaldandi vöxt einkaneyslu.
Verðbólguhorfur hafa versnað, en launahækkanir umfram verðalag styðja áframhaldandi vöxt einkaneyslu.
Landsframleiðsla eykst um 2,8% á þessu ári, einkaneysla um 3,2% og fjárfesting um 12,6%. Á næsta ári eykst landsframleiðsla um 2,7% en vöxtur einkaneyslu hægist og verður 2,6%.
Samneysla hefur hætt að dragast saman, en vöxtur er lítill, á bilinu 0,2% til 0,5% árin 2012 til og með 2014.
Einkaneysla og fjárfesting knýja hagvöxtinn sem gert er ráð fyrir að vari allan spátímann. Vöxturinn er hóflegur og fjárfestingarstigið lágt ef litið er til sögunnar. Veikt gengi krónunnar stuðlar áfram að afgangi af utanríkisviðskiptum þó að hann minnki.
Laun hafa hækkað mikið frá miðju ári 2011 til fyrri hluta árs 2012, en eftir það dregur úr launahækkunum.
Ef spáin gengur eftir verða endurskoðunarákvæði kjarasamninga virk í ársbyrjun 2013 og vegna þess er launa- og verðlagsspá fyrir 2013 óviss. Hætta á neikvæðum afleiðingum evrukreppunnar á íslenskt efnahagslíf hefur aukist, segir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 30. mars síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í nóvember.
Spá 5,4% verðbólgu í ár
Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá upphafi árs. Því er spáð að verðbólgan fyrir árið í heild verði 5,4% en 3,9% árið 2013 en nálgist verðbólgumarkmið Seðlabankans eftir það. Sveiflur á hrávöru á heimsmarkaði og sveiflur á gengi krónunnar eru meðal stærstu áhrifavalda þegar verðbólga er annars vegar. Þróun þessara þátta hefur verið hagstæð að undanförnu eftir að hafa verið óhagstæð mestan hluta vetrar.
Útflutningsgreinar búa við hagstæð skilyrði um þessar mundir vegna lágs gengis íslensku krónunnar. Þó að efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum hafi versnað er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptakjör Íslands verði í megindráttum stöðug þó þau versni lítillega frá fyrri spá.
Álverð á heimsmarkaði hækkaði nokkuð mikið á fyrstu mánuðum ársins en hækkunin hefur gengið til baka að undanförnu. Spáin gerir ráð fyrir að meðalverð íslensks áls lækki um 10,2% árið 2012 en hækki eftir það. Verð á íslenskum sjávarafurðum hækkaði mikið árið 2011 og í spánni er gert ráð fyrir hóflegri hækkun á næstu árum, segir í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Laun hafa hækkað mikið frá miðju ári 2011. Launaskrið virðist einnig vera nokkuð og var hækkun ársmeðaltals launavísitölu 2011 6,8%. Laun hækkuðu talsvert á fyrsta fjórðungi 2012 sem veldur því að meðaltal launavísitölu hækkar umfram 7% á árinu.
Laun hækka minna árið 2013 ef kjarasamningar verða framlengdir óbreyttir. Óvissa í því efni er mikil, því að ef spáin gengur eftir verður heimilt að taka kjarasamningana til endurskoðunar í ársbyrjun 2013 þegar stutt verður til alþingiskosninga.
Líkur á að laun hækki umfram kjarasamninga
Aukin verðbólga og möguleg endurskoðun kjarasamninga eykur líkurnar á að laun hækki 2013 umfram það sem felst í gildandi kjarasamningum. Atvinnuleysi hefur minnkað nokkuð hratt undanfarið, að hluta vegna aukins þróttar í efnahagslífinu og að hluta vegna átaksverkefna Vinnumálastofnunar. Að mestu leyti hefur verið tekið tillit til þessa í fyrri spám.
Spá 6% atvinnuleysi í ár
Spáð er að atvinnuleysi 2012 verði 6,0% en 5,3% og 5,0% árin 2013 og 2014. Einkaneysla hefur vaxið nokkuð stöðugt frá seinni hluta árs 2010. Nýjustu vísbendingar eru þær að hún vaxi á árinu og næstu ár. Reiknað er með að aðeins hægi á vextinum árið 2013 en líkast til eykst kaupmáttur minna það ár en árin 2011 og 2012. Sumir einkaneysluþættir sem drógust mikið saman í kjölfar falls bankanna eru í mikilli sókn, t.a.m. bifreiðakaup og neysla Íslendinga erlendis.////////Svo bara má ekki snúa hltunum á hvolf,það er öllu eytt ekkert sparað vextir alstaðar neikvæðir nema með löngum tíma og það þorir fólkið ekki,og það vita stjórnavöld,svo og verðbólgan,ennþá talað um gamala verðið til að fólkið kaupi,Bilar farnir að hreifast og verslun er á fullu öllu sama eitt sem hægt er,og svona er þessu spá sett upp,við sem eigum að leggja fyrir og eiga fyrir hlutum tökum alt að láni og borgum vexi af þvi,er ekki komin tími á braytingum???/Halli gamli
Spá 2,8% hagvexti í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 1046585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.