Getum ekki keppt við olíuauð City/ en verðum bara að sætta okkur við það sæmilega og gera úr því gott!!!

Getum ekki keppt við olíuauð City
Íþróttir | mbl.is | 7.7.2012 | 9:32

Arsenal gæti misst Robin van Persie í sumar.Peter Hill-Wood, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, segir að ekki sé hægt að keppa við Manchester City á fjárhagslegum grundvelli en fyrirliði liðsins, Robin van Persie, er sterklega orðaður við ensku meistarana eftir að hafa hafnað að skrifa undir nýjan samning við Lundúnaliðið.

Arsenal er með strangar reglur um að greiða aldrei hærri laun eða kaupverð en félagið getur sjálft aflað með tekjum. Alisher Usmanov, auðkýfingur frá Úsbekistan sem á hlut í Arsenal, gagnrýndi þessa stefnu harkalega fyrir helgina þegar hann sagði: „Við eigum enn einu sinni á hættu að missa lykilmann okkar vegna þess að við getum ekki tryggt honum að við munum keppa um titla.“

Hill-Wood ver stefnu félagsins og sagði í svari sínu til Usmanovs að því miður væri Arsenal ekki í stöðu til að keppa við Manchester City þegar kæmi að peningum. „Við erum ekki með aðgang að þeim olíuauði sem Sheikh Mansour hefur. Hann er tilbúinn til að greiða  stjarnfræðilegar upphæðir fyrir leikmenn, við getum það ekki og erum ekki samkeppnisfærir á þessu sviði. Við látum knattspyrnustjórann okkar hinsvegar hafa þá fjármuni sem við mögulega getum og það eina sem okkur er fært er að halda áfram okkar striki. Við verðum að reka félagið af skynsemi og höfum ekki gert það illa - það er ekki eins og við höfum fallið úr deildinni," sagði Hill-Wood.///////'Eg er eiginlega sammála Hill-Wood það er ekki hægt að keppa á jafnréttisgrundvelli við þessa olíugarga als ekki!!!við bara verðum að þjálfa þá næst bestu og eins og karlinn segir það er ekki eins og við séum að detta niður um deild,og með góðri þjálfun og samstilltu liði getum við unnið hver sem er þegar sá gallsins er á okkur,Áfram Arsenal og stefnum bara að efraópusæti það nóg/Halli gamli


mbl.is Getum ekki keppt við olíuauð City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og þá verður Arsenal alltaf í baksætinu.

Man-man (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband