Viðskipti | mbl | 7.7.2012 | 10:35
Nýir frostpinnar eru komnir á markað en þá framleiðir gamalgróið fyrirtæki úr Kópavoginum sem hingað til hefur boðið upp á tilbúna ísmola, bæði í smásölu og heildsölu. Sérstaða nýju frostpinnana er að þeir eru alfarið gerðir úr ferskum ávöxtum, og án allra aukaefna.
Hugmyndin kviknaði eftir að ég skoðaði grannt þá frostpinna sem eru á markaðnum eða öllu heldur innihaldslýsingar þeirra. Svo gott sem hver einasti frostpinni inniheldur mikið magn af sætuefnum, bragðefnum, litarefnum og röð af svonefndum e-efnum. Til að bæta gráu ofan á svart er svo súkkulaði á þeim flestum, segir Jón Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri Ísmannsins.
Jón Þór segist á þessum tímapunkti velt fyrir sér hvort ekki væri markaður fyrir hollan frostpinna sem henti fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Undanfarið eitt ár höfum við hjá Ísmanninum svo verið að kynna okkur málið og þróa hugmyndina áfram. Að lokum var ákveðið að kýla á þetta, gera pinna sem inniheldur engin aukaefni, aðeins ferska ávexti.
Ár fór í þróun frostpinnans
Að sögn Jóns Þórs fór mestur tími þróunarvinnunnar í að prófa bragðtegundir, einnig var prufað hvort hægt væri að notast við frosna ávexti, hvort bæta ætti vatni við ásamt fleiri tilraunum. Niðurstaðan varð sú að frostpinninn kæmi langbest út þegar hann er gerður úr ferskum ávöxtum og því ákváðum við að fara þá leið. Engu vatni er bætt við, og allur vökvi aðeins úr ávöxtunum sjálfum.
Sökum þess að afar kostnaðarsamt er að framleiða úr ferskum ávöxtum segir Jón Þór að verðið sé örlítið hærra en á hefðbundnum frostpinnum. Þó verði munurinn að teljast óverulegur, þegar á heildarmyndina er horft. En hvernig bragðast frostpinninn?
Fyrsti pinninn er með ananas, -banana og bláberjabragði og bragðast mjög vel. Hann er auðvitað aðeins bragðminni en hefðbundinn frostpinni enda án allra sætu- og bragðefna en allir sem hafa smakkað lýsa yfir ánægju sinni með vöruna. Þá hafa verslanir tekið frostpinnanum mjög vel enda er þetta í anda þeirrar vakningar sem er að verða í samfélaginu, um gildi hollustu í stað eilífs sælgætisáts.
Greinilegur markaður fyrir holla vöru
Ísmaðurinn hefur frá árinu 1990 framleitt ísmola og í verslunum er hægt að nálgast ísmola í 1.5 kg pokum. Þá býður fyrirtækið einnig upp á stærri umbúðir fyrir stærri veislur. Hvernig gengur svo að samræma nýju framleiðsluna þeirri eldri?
Þetta fer mjög vel saman. Ég hef um hríð leitað að tækifærum sem væru ekki mjög frábrugðin því sem við höfum gert í gegnum árin og framleiðsla frostpinna passaði eins og flís við rass, segir Jón Þór sem vonast eftir því að geta boðið upp á fleiri tegundir. Það er allt í þróun. Ég myndi halda að það væri greinilegur markaður fyrir þessa pinna, því í fyrsta skipti er hægt að fá hollan frostpinna en við þurfum að skoða hvernig þetta fer af stað áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref.//////////Þetta framtak er mikil virði ekki spurning!!það er við sykurinn að eiga sem er að drepa 1/2 mannkynið og ekki veitir okkur af heilbrigðinni!! svona á að þróa meira hér á íslandi ,við eigum að borða holt nammi ein og þar segir//Halli gamli
Ísmaðurinn framleiðir frostpinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.