8.7.2012 | 06:50
Verð eiginlega að byrta þennan pistil Ásthildar Cesil Þórðardóttir bloggvinar míns!! hun fyrirgefur mér það blessunin!!
7.7.2012 | 10:16 ////Verð eiginlega að birta þennan pistill hennar bloggvinkonu minnar Ásthildar Cesil Þórðard. get eiginlega ekki annað er svo sammála þessu!!!
Vangaveltur um nánustu framtíð af gefnu tilefni.
Halldór Jónsson bloggari kastar fram þeirri hrollvekjandi spurningu hvort Jóhanna og Steingrímur séu búin að tryggja inngöngu okkar í ESB, hvað sem hver segir. http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/
"Ef Jóhanna og Steingrímur(skrifa undir ESB aðild þá geta þau látið Alþingi greiða atkvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Inngangan er frágengin hvernig sem atkvæði falla. Þó Ólafur Ragnar vísi lögunum til þjóðarinnar skv. 26 gr. stjórnarskrárinnar þá gildir 1.gr. laganna. "
Mér finnst þetta vera málað fulldökkum litum, en langar aðeins að segja hvernig málið snýr við mér:
Í fyrsta lagi tel ég ólíklegt að þingið samþykki inngöngu í ESB eins og málin standa í dag. ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru ekki líklegir til að samþykkja þetta með samþykktir tveggja landsfunda á bakinu um að Ísland sé betur komið án aðildar. Það eru kosningar á næsta ári og þó þeir ef til vill virði ekki grasrótina, þá munu þeir óttast skuggastjórnendur flokksins það er nokkuð ljóst.
Innan Framsóknarflokksins er sennilega bara einn þingmaður sem myndi segja já. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja flokksins til að vera utan ESB.
Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Jón Bjarnason myndu örugglega segja nei. Hvað þau gera Ögmundur og Guðfríður Lilja er ekki á hreinu, þau virðast segja eitt og gera annað. Fylgja flokknum, eða jafnvel sitja heima eða vera "veik" til að þurfa ekki að taka afstöðu.
Þá er spurningin um Hreyfinguna. Miðað við það sem ég hef heyrt þau segja, er ekki líklegt að þau segi Já. En ef þau gera það, mun annað hvort gerast; að Dögun splittist upp í fyrri einingar, eða að Hreyfingin verði ekki með í flokknum. Þessir þrír þingmenn eru ágætis manneskjur og ég kann vel við þau öll, þau virðast vera heiðarleg, en ég skil bara ekki stundum þá afstöðu sem þau taka. Þannig að það er frekar óljóst um afstöðu þeirra í því ljósi.
En ef þetta mál fer nú samt í gegnum þingið, þá kemur til kasta forsetans. Hann hefur lýst því yfir að hann muni ef eftir því verði óskað af almenningi sjá til þess að málið fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með því að neita að skrifa undir. Ég er ekki í neinum vafa um að nægilegur undirskriftafjöldi tækist til að svo yrði gert.
Nú er unnið að því að ógilda forsetakosningarnar. Ekki vil ég segja beint að það sé að undirlagi þeirra sem vilja ekki að forsetinn geti stöðvað ferlið, en sá grunur læðist óneitanlega að mér. Tímasetninginn á kærunni er nákvæm, það hafa farið fram nokkuð margar kosningar undanfarið án þess að Öryrkjabandalagið hafi kært, svo hvers vegna núna?
En ef svo færi að þeim tækist það ætlunaverk að ógilda kosningarnar svo Ólafur Ragnar víki hvað gerist þá? Þá hlýtur að þurfa að kjósa upp á nýtt. Eða ætla stjórnvöld sér þá að taka við forsetaembættinu uns nýr forseti verður valinn? Er það ef til vill plottið. 'Eg þekki ekki lagareglurnar.
En það hlýtur að þurfa að kjósa upp á nýtt. Mér kæmi ekki á óvart þó Ólafur Ragnar byði sig fram aftur, sennilega líka Herdís, Andrea og Ari Trausti. Ef svo ólíklega vildi til að Ólafur tapaði þeim slag, þykir mér næsta víst að Herdís eða Andra hlytu embættið. Því það er nokkuð ljóst að miðað við þær aðstæður sem eru í landinu vildi enginn hugsandi maður fá puntudúkku og veislustjóra í embættið, eins og Ari Trausti hefur gefið sig út fyrir að vilja. Báðar þessar konur hafa sömu stefnu og Ólafur, þ.e. að beita málskotsréttinum og gefa fólkinu í landinu val um hvað það vill gera í bindandi kosningum.
Ef plottið er hins vegar að gera þetta nákvæmlega á þeim tíma þ.e. í ágúst, og ekki næst að hafa kosningarnar í tíma. Er ekkert annað fyrirliggjandi en að forsetinn leysi upp þingið og setji fram utanþingsstjórn áður en umboð hans rennur út. Það er nú þegar í gangi undirskriftasöfnun þess eðlis. Einnig hefur Jón Lárusson og lýðræðishreyfingin skorað á hann um að setja ESB málið í kosningu og Hreyfingin líka, og Dögun held að ég fari þarna með rétt mál.
Það á hreinlega ekki að vera hægt í lýðræðisþjóðfélagi að ríkisstjórn sem virðist vera með innan við 10% traust þjóðarinnar geti smyglað henni inn í erlent bandalag bakdyrameginn.
En ég er sammála Ólafi Ragnari að aldrei hafa verið meiri óvissutímar en einmitt núna og ógnin við að stjórnvöld reyni að svipta okkur frelsinu og þeim auðlindum sem við búum yfir. Aldrei hefur verið meiri þörf á festu og öryggi um að hagur þjóðarinnar sé tryggður en ekki eiginhagsmunapot örfárra manna.
Aldrei hefur verið meiri þörf á því að þjóðin standi saman um örlög sín og fái sannleikann upp á borðið. Og aldrei hefur verið ríkari þörf á því að við krefjumst þess að allt sé sett upp á borðið og engu leynt en einmitt nú. Og aldrei hefur verið meiri óvissa um örlög ESB og evrunnar en einmitt á þessari stundu.
/////Eiginlega allt sem hún segir þarna get ég tekið undir,er bara ekki ein góður penni og hún að koma að þessum orðum rétt út úr mér,þetta er svo til skyldulesning að mínu mati/Kveða vinkona þú erfir þetta ekkert við mig er það/Halli gamliFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 1046585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halli minn. Ég er innilega sammála þér um Áshildi Cesil, og hennar greiningu á málunum. Sú ágæta kona veit betur en margir aðrir, hvernig málin eru í raun. Hún er greinilega næm, skynsöm og með hjartað á rétta staðnum.
Þú ert hógvær og mjög góður penni Halli, bæði skynsamur og raunsær. Þú ert líka sanngjarn og mannlegur. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum skrifum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2012 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.