Vantaði allan rökstuðning í niðurstöðu héraðsdómara///Góður dómur þetta og setur feminista í rökþrot í bili????

Vantaði allan rökstuðning í niðurstöðu héraðsdómara

Vísir Innlent 10. júlí 2012 19:30
Björk Eiðsdóttir segir umhverfi blaðamanna betra í dag en í gær.
Björk Eiðsdóttir segir umhverfi blaðamanna betra í dag en í gær.
Hugrún Halldórsdóttir skrifar:
Umræða um mansal og nektardansstaði á erindi við alla Evrópubúa, þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Björk Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur.

Björk og Erla voru dæmdar í héraði og Hæstarétti hvor í sínu lagi til að þola ómerkingu ummæla sem þær höfðu réttilega eftir viðmælendum og greiða skaðabætur vegna umfjöllunar um nektardansstaði á Íslandi. Þær fóru með mál sín fyrir Mannréttindadómstólinn og var það samhljóma niðurstaða sjö dómara þar að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt gegn 10.grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og hefur ríkissjóði verið gert að greiða fjölmiðlakonunum um 9 milljónir króna í skaðabætur. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður kvennanna segir dóminn sem féll í morgun fela í sér harða gagnrýni á íslenska dómstóla.

„Já það er ekki hægt að segja annað en að dómstóllinn finni verulega að rökstuðningi í báðum þessu málum og telur að rökstuðning í báðum málum og telur að rökstuðning skorti að öllu leyti fyrir því að gera blaðamennina ábyrga fyrir þessum ummælum sem þarna voru til umfjöllunar," segir Gunnar Ingi.

Þá kemur fram í dómnum að þeir sem reka nektardansstaði þurfi að þola meiri gagnrýni en aðrir í hefbundnum fyrirtækjarekstri.

„Þetta er til dæmis sjónarmið sem fékk enga vigt fyrir íslenskum dómstólum," segir Gunnar Ingi. Þá hafi dómstólum hér á landi láðst að útskýra afhverju málið hafi ekki átt erindi við almenning.

„En það er niðurstaða dómstólsins að þau mál sem þarna voru þarna til umfjöllunar varði almenning miklu, ekki bara á Íslandi heldur í öllum Evrópuríkjum," bætir Gunnar Ingi við.

Björk telur að dómarnir sem féllu á sínum tíma hafi fælt fjölmiðlafólk frá því að fjalla um viðkvæm mál á borð við nektardansstaði.

„Það er búið að sanna að þessi dómur var ekki sanngjarn og ég held að starfsvettvangur blaðmanna sé miklu betri í dag en í gær."//////Þessi dómur er það sem vantaði alveg hér að forræðishyggjan má ekki bara ráða,og fólk verur að taka tillit hvort til annars,og það segir þarna að þessir staðir hvað sem þeir kallast mega þola meiri gagnrýni en aðrir staðir,og kallaðir öllum illum nöfnum/loks kom það í ljós að þetta er bara mannréttindi ekkert annað!!!/Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband