19.7.2012 | 13:44
Ríkisstjórnin setur Evrópumet í skekkju/ Er það er ekki löngu vitað?????
Ríkisstjórnin setur Evrópumet í skekkju Innlent | mbl.is | 19.7.2012 | 13:12 Nú hefur komið í ljós að halli á rekstri ríkisins árið 2011 var tvöfalt meiri en gert var ráð fyrir í nýlegri áætlun. Ath! Hér er ekki
um að ræða muninn á fjárlögum og raunveruleikanum heldur muninn á því sem áætlað var eftir árið 2011 og raunveruleikanum, skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokkinn í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fjárlögum ársins 2011 átti hallinn á rekstri ríkissjóðs að vera 36,4 milljarðar, skrifar Sigmundur. Eftir árið komst fjármálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að hallinn hefði í raun verið 10 milljörðum hærri, eða46,4 milljarðar. En nú hefur komið í ljós að hallinn var 89,4 milljarðar, semsagt 63 milljörðum meiri en kynnt var í fjárlögum. Það er 173% umfram áætlun. Það hlýtur að vera Evrópumet í skekkju í rekstri ríkis á síðasta ári. Sigmundur segir þetta þó ekki vera í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin kynni fjárlög og svo áætlun sem reynist vera algjörlega út úr kortinu. Það virðist vera orðin regla frekar en undantekning. Svo skrifar Sigmundur: Gert var ráð fyrir 87,4 milljarða halla á fjárlögum ársins 2010. Þegar fjárlögin 2011 voru kynnt upplýsti fjármálaráðherra um að hallinn 2010 yrði líklega ekki nema 74,5 milljarðar (vegna þess að ríkið reiknaði sér hagnað af svo kölluðum Avens-samningi). Áætlunin var svo aftur kominn upp í 82 milljarða skömmu síðar og þegar ríkisreikningur birtist reyndist raunverulegur halli ársins 2010 vera123,3 milljarðar! Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að samhliða kynningu á fjárlögum ársins 2010 gaf ríkisstjórnin eftirfarandi fyrirheit: Aukinn trúverðugleiki fjárlaga Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að tryggja trúverðugleika fjárlaga nú þegar framundan er árabil mikils og nauðsynlegs aðhalds í útgjöldum ríkissjóðs. Trúverðugleikinn er m.a. kominn undir vilja og getu ríkisstjórnar, ráðuneyta og stofnana til að halda útgjöldum ríkissjóðs innan heimilda fjárlaga. Því mun fjármálaráðherra á haustdögum leggja fyrir ríkisstjórn til afgreiðslu verklagsreglur og viðmiðanir sem auka á trúverðugleika fjárlaga og styrkja framkvæmd þeirra. Eftir reynsluna af fjárlögum ársins 2010 gerði Ríkisendurskoðun fjölmargar athugasemdir við bókhald, reikningsskil og fjármálastjórn ríkisins og benti á leiðir til úrbóta. Hlutirnir virðast hins vegar ekki hafa breyst til batnaðar nema síður sé. Hvað eftir annað kynnir ríkisstjórnin fjárlög út frá forsendum sem standast ekki. Allt vekur þetta mikla athygli og umræðu. Stjórnarliðar vísa hvað eftir annað í tölurnar til að rökstyðja að ríkisstjórnin hafi náð árangri í ríkisfjármálum (forsætisráðherra státaði sig t.d. því í stefnuræðu að rekstrarhallinn 2011 yrði ekki nema 36,4 milljarðar). Þegar raunveruleg niðurstaða liggur svo fyrir er hún kynnt í lok dags einhvern tímann seinni part júlí og fer meira og minna fyrir ofan garð og neðan. Í fjárlögum ársins 2012 var að sögn fjármálaráðuneytisins dregið nokkuð úr fyrirhuguðu aðhaldi vegna þess umtalsverða árangurs sem þegar hefur náðst Hvernig ætli raunveruleg niðurstaða ársins 2012 verði? Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir kosningar, segir Sigmundur.//////////Þetta eru orð í tíma töluð og vel það!!!Við sjáum þetta öll sem kunnum einfaldan reikning að það er maðkur í misuni,og vel það ,Sigmundur rekur þetta vel, og segir þarna fyrir rest ,að eina sem þessu reddar eru kosningar,og það er raunin,þetta fals með skuldir Ríkissins er bara eitt af mörgum!!!dag eftir dag kemur áróður frá ýmsum bæði innana stjórnar og fagmanna utan hennar að allt sé á uppleið og kreppunni lokið??? þetta skellur á manni dag eftir dag,og svo brosmynd af Stór Ráðherrananum Steingrími sem hann hefur tekið við eitthvað skemmtilegra en Kreppuna sem stendur en!!!//það er allt tímabundið því miður á sömu bókina lært!! það er einnig atvinnuleysið að lækka,sem er bara tímabundið þvi miður ,það mun aukast aftur nema ,kannski kosningar komi með nýja Ríkisstjórn sem kemur okkur af stað í arðbær störf!!!!og fækkar störfum hjá þvi opinbera,sem ekki skila neinum arði!!! Við skulum öll gera það sem við getum til að það gerist!!!Annars bara dauði og djöfull,ef áfram heldur sem horfir//Halli gamli
Ríkisstjórnin setur Evrópumet í skekkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.