21.7.2012 | 21:14
Þetta kemur manni á óvart mjög,verð að byrta þetta eftir henni Ágústu Johnson Framkvæmdastjóra!!!
Poppkorn hollara en salatið þitt? Poppkorn hefur verið talsvert í fréttum s.l. mánuði í bandarískum fjölmiðlum. Fyrirsagnir á borð við "Poppkorn er pakkað andoxunarefnum", "Poppkorn hollara en brokkólí?", "Poppkorn kann að vera hollara en sumir ávextir og grænmeti" og "Er poppkorn hin nýja súperfæða?" hafa birst á mörgum virtum vefsíðum s.l. mánuði.
Meira af andoxunarefnum í poppi en í epli Er kominn tími til að fylla skápana af poppmaís og hætta að spá í að borða nóg af grænmeti og ávöxtum? Ekki alveg, en ef marka má nýja rannsókn Joe Vinson frá háskólanum í Pennsylvaniu, leynir poppkornið talsvert á sér hvað varðar hollustugildi. Niðurstöður hans sýna að það inniheldur sambærilegt magn andoxunarefna og ávextir og grænmeti.
Efnasambandið polyphenols, sem talið er gagnast í baráttunni við krabbamein, finnst gjarnan í ávöxtum og grænmeti. Vinson hefur nú fundið út að talsvert magn polyphenols er í poppkorni, meira en t.d. í eplum. Skv. umræddri rannsókn inniheldur poppkorn, sem er poppað úr u.þ.b. 2 msk af poppmaís, um 500mg af polyphenol en talið er að meðal maður í Bandaríkjunum neyti um 1000 mg af polyphenol á dag, einna helst úr ávaxtasafa, rauðvíni, te, kaffi og súkkulaði. Poppkorn er auk þess 100% heilkorn og er því auðugt af trefjum. Ekki staðgengill ávaxta og grænmetis En vitaskuld kemur poppkorn ekki í stað ávaxta og grænmetis.
En þeir sem gjarnir eru á að maula óhollar og hitaeiningaríkar kartöfluflögur ættu að skipta yfir í poppið. Vinson og hans fólk sem vann rannsóknina tekur sérstaklega fram að frekari rannsóknir þurfi til að komast að því hvernig líkaminn nýti hollu efnasamböndin. Mögulega ekki eins vel og úr ávöxtunum og grænmetinu þar sem þeir innihalda mikið vatn og auk þess inniheldur sú gæðafæða mikið af vítamínum og steinefnum sem nauðsynleg eru líkamanum og fást ekki úr poppkorni.
Poppaðu á holla mátann En eins og með flest annað þá er ekki sama hvernig hráefnið er meðhöndlað. Verksmiðjuframleitt örbylgjupopp sem er löðrandi í transfitusýrum og gerviefnum er ekki hollustufæða. En poppað á gamla mátann t.d. úr lítilsháttar íslensku smjöri eða góðri olíu og með smá sjávarsalti er það tiltölulega hitaeiningasnautt, trefjaríkt og e.t.v. hin fullkomna nasl fæða. Fyrir þá sem vilja poppið í sinni hitaeiningasnauðustu mynd og geta þá borðað nokkurn veginn að vild, þá er málið að loft poppa í þar til gerðum loftpoppvélum.
Til að saltið tolli betur á loftpoppuðu poppi má úða lítilsháttar yfir það með olíuúða og strá svo saltinu strax yfir. Fyrir þá ævintýragjörnu geta önnur krydd s.s. kanill, chilipipar og karrý verið góð tilbreyting. Hér má sjá myndband með góðum hugmyndum og leiðbeiningum um hvernig á að poppa fullkomið hollt poppkorn. Fleiri góð myndbönd má einnig finna á youtube.com með góðum hugmyndum um hvernig má poppa í örbylgjuofni í bréfpoka án olíu og með lítilsháttar olíu./////Þetta kemur manni á óvart mjög að svona skuli vera holt og gott,varð eiginlega að birta þessa grein sem hún Águsta Johnson Framkvæmdastjóri Hreyfingar birtir í Mogga!! sem heilsa enda vinnur hún með hana heilsuna ,meina ég lesið og þið verið undrandi eins og ég varð!!!/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.