Tilgangslausar makrílviðræður?/Ef við gengum í ESB erum við þarna á þeirra valdi!!!

Tilgangslausar makrílviðræður? Innlent | mbl | 22.7.2012 | 18:01 Mögulegur samningur við Evrópusambandið og Noreg um makrílveiðar myndi væntanlega falla úr gildi hvað Ísland varðar ef landið gengi í Mynd 544175sambandið sem og aðrir tvíhliða samningar sem Ísland hefur gert við önnur ríki um skiptingu á deilistofnum.

Þetta kemur til að mynda fram í samningsramma Evrópusambandsins (e. negotiating framework) vegna viðræðnanna um inngöngu Íslands í sambandið en í honum eru „skilgreindar þær grundvallarreglur og viðmið sem samningaviðræðurnar munu lúta,“ eins og fram kemur á vefsíðu utanríkisráðuneytisins um viðræðurnar. Skrifstofur EFTA í Brussel. mbl.is Sama ætti við um fríverslunarsamninga sem Ísland á aðild að við ríki utan Evrópusambandsins, þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í gegnum aðild landsins að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sem og yfirstandandi viðræður Íslands um fríverslun sem ekki hefur verið lokið við.

Þess má geta að EFTA hefur í dag 24 fríverslunarsamninga við 33 ríki utan Evrópusambandsins. Ef talin eru með ríki sambandsins og EFTA, auk ríkja sem Ísland hefur samið við beint, er landið í dag aðili að fríverslunarsamningum við samtals 51 ríki í heiminum.

Segja yrði samningum Íslands upp „Réttindi og skuldbindingar sem af þessu leiðir og Ísland verður að virða til fulls sem aðildarríki fela það í sér að segja verður upp öllum tvíhliða samningum sem eru í gildi milli Íslands og Evrópusambandsins og öllum öðrum alþjóðasamningum sem Ísland hefur gert og samrýmast ekki skuldbindingum aðildar,“ segir í samningsramma Evrópusambandsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið, í þýðingu utanríkisráðuneytisins.

Fáni Evrópusambandsins. mbl.is/Hjörtur Haft var eftir Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, á fréttavefnum Vísir.is 13. júlí síðastliðinn að raunhæft væri að ljúka gerð fríverslunarsamnings við Kína fyrir lok næsta árs. Aðspurður hvort umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið breytti einhverju um fríverslunarviðræðurnar við Kínverja svaraði hann því neitandi. Kína væri fyrst og fremst framtíðarmarkaður sem slegist yrði um og fríverslun við Kínverja veitti Íslandi forskot í þeim efnum. Ummæli ráðherrans koma hins vegar ekki heim og saman við afstöðu Evrópusambandsins. „Evrópusambandið hefur með viðskiptatengsl að gera [fyrir ríki sambandsins], þar með talið gerð fríverslunarsamninga, við önnur ríki. Almennt séð, sem aðildarríki Evrópusambandsins, yrði Ísland að segja upp öllum fríverslunarsamningum sínum og fríverslunarsamningar Íslands innihalda ákvæði um uppsögn,“ sagði Ulrike Pisiotis hjá skrifstofu stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn frá mbl.is.

Enn væri þó eftir að ræða um viðskiptasamninga í viðræðum Íslands um inngöngu í sambandið. Valdið til Evrópusambandsins Ef Ísland gengi í Evrópusambandið yrði þannig að hætta viðræðum um fríverslun við Kína eða segja upp fríverslunarsamningi við Kínverja ef slíkur samningur lægi fyrir á þeim tímapunkti. Þá yrði Ísland að segja sig frá öllum þeim fríverslunarsamningum sem landið ætti þá aðild að og við tækju viðskiptasamningar sem sambandið hefur gert við önnur ríki.

Þess má geta að Evrópusambandið hefur ekki fríverslunarsamning við Kína né ýmis önnur ríki sem Ísland hefur í dag slíka samninga við. Ástæða þessa er sú, eins og komið er inn á í svari Pisiotis, að innganga í Evrópusambandið felur meðal annars í sér að ríki framselja vald sitt til þess að gera viðskiptasamninga við önnur ríki til stofnana sambandsins enda sambandið í grunninn tollabandalag með eina sameiginlega viðskiptastefnu

. Eftirleiðis er það vald einkum í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sama á við um samningaviðræður um skiptingu deilistofna eins og til að mynda hefur komið skýrt fram í makríldeilunni þar sem Íslendingar hafa átt í samskiptum við framkvæmdastjórnina en ekki til að mynda bresk eða írsk stjórnvöld. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu þannig hugsanlegir samningar Íslendinga um makrílveiðar við sambandið falla úr gildi við inngönguna og valdið til þess að semja um skiptingu deilistofna við landið færast til stofnana þess. Eftirleiðis væri það í höndum Evrópusambandsins að ákveða hvort og þá hversu mikla hlutdeild Íslendingar fengju í makrílstofninum rétt eins og raunin hefði verið ef Ísland hefði verið í sambandinu áður en til makríldeilunnar kom./////////Þetta höfum við alltaf vitað og þessa vegna meðal annars viljum við ekki þarna inn,als ekki ,sama hvernig ávinnigurin yrði er þetta sem við töpum mikið meira!!! það er svo að lýgin er í gangi dag eftir dag um gæði þarna ,svo lesum við af þessari vonlausu stöðu þeirra, sem vilja þarna inn/Halli gamli


mbl.is Tilgangslausar makrílviðræður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband