Landsbankamenn ósáttir við að kvos fékk Plastprent/Það hefur lítið breyst við þetta hrun spillingin!!

Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent VísirInnlent 23. júlí 2012 18:39 Höskuldur Kári Schram skrifar:

Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. Framtakssjóður Íslands og Kvos ehf, móðurfélag prentsmiðjunnar Odda, skrifuðu undir samning um kaup Kvosar á Plastprenti fyrr í þesum mánuði. Kvos átti áður hlut í Plastprenti áður en Landsbankinn leysti Plastprent til sín árið 2009.

Kristþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju gagnrýnir þessa sölu í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann bendir á að Kvos hafi fengið fimm milljarða afskrift hjá Landsbankanum og Arion banka.

Til að skila tilboði í Plastprent hafi fyrirtækið þurft að sýna fram á 250 milljóna króna fjárfestingargetu. „Hvernig getur fyrirtæki sem er nýbúið að fá fimm milljarða afskrift sýnt fram á það? Ég spyr bara hvaðan koma þeir peningar, voru þeir til? Útaf hverju var þá ekki afskrifað minna?" segir Kristþór í samtali við fréttastofu. Landsbankinn á rúmlega fjórðung í Framtakssjóði Íslands á móti 16 lífeyrissjóðum og einn fulltrúa í stjórn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu voru landsbankamenn ósáttir við að Kvos fengi að kaupa Plastprent. Fulltrúi bankans í stjórn framtakssjóðsins greiddi því atkvæði gegn því að gengið yrði frá samkomulaginu við Kvos. Var það mat bankans, samkvæmt heimildum, að ekki væri siðferðislega rétt samþykkja söluna með vísun í áðurnefndar afskriftir. Samkomulagið Framtakssjóðs og Kvosar var undirritaða með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkvæmt upplýsingum frá samkeppniseftirlitnu er málið enn í skoðun./////Maður sér ekki að spilling hafi neitt minkað við hrunið ef eitthvað bara aukist eða það finnst manni allavega,og þetta er bara klúður og ekkert annað,eða eru menn þessu sammála ,bara spyr/Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband