28.7.2012 | 12:12
Horfurnar gætu batnað með aðhaldi í ríkisrekstri/En það skeður ekki með þessari ríkisstjórn!!!
Horfurnar gætu batnað með aðhaldi í ríkisrekstri Viðskipti | Morgunblaðið | 28.7.2012 | 10:45 Þrátt fyrir merki um hægfara bata í efnahagslífinu og að horfurnar til skamms tíma séu jákvæðar þá eru ýmsir áhættuþættir sem gætu sett strik í reikninginn. Ef skulda- og bankakreppan á evusvæðinu fer dýpkandi, fjárfesting verður minni en spár gera ráð fyrir og lausatök í ríkisfjármálunum aukast þá myndi slíkt hafa umtalsverð neikvæð áhrif á vaxtahorfur Íslands á næstu 2-5 árum. Þetta kemur fram í ársskýrslu bandaríska matsfyrirtækisins Moody's um íslenska hagkerfið, en Moody's heldur lánshæfiseinkunn ríkisins óbreyttri, Baa3, og horfunum neikvæðum.
Matsfyrirtækið segir að efnahagshorfurnar geti hins vegar breyst úr neikvæðum í stöðugar haldi stjórnvöld sig við þau markmið sem þau hafi sett sér í ríkisrekstrinum næstu árin. Þótt Moody's eigi von á því að fjárlagahallinn haldi áfram að dragast saman á þessu ári, sem jafnframt mun verða til þess að skuldir ríkisins minnka í fyrsta skipti frá hruni bankakerfisins, þá telur matsfyrirtækið brýnt að stjórnvöld sýni enn meira aðhald í ríkisfjármálunum. Að mati Moody's er þörf á jákvæðum frumjöfnuði mismunur á tekjum og útgjöldum ríkissjóðs að vaxtakostnaði frátöldum upp á 3,5% af vergri landsframleiðslu á komandi árum eigi stjórnvöldum að takast að grynnka verulega á miklum skuldum ríkisins. Moody's spáir því að skuldir ríkisins dragist saman úr 118% af vergri landsframleiðslu á síðasta ári í 80% árið 2016. Það yrði umtalsvert betri skuldastaða en búist er við að verði reyndin í flestum öðrum löndum í Evrópu. Þörf á 60 milljarða afgangi Ljóst er að lítið má útaf bregða í ríkisrekstrinum eigi þau áform að ganga eftir.
Jákvæður frumjöfnuður upp á 3,5% myndi þýða að ríkið þyrfti að skila hátt í 60 milljarða afgangi á þessu ári. Í fjárlögum þessa árs er hins vegar gert ráð fyrir tæplega 36 milljarða jákvæðum frumjöfnuði. Þorbjörn Atli Sveinsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun Moody's að halda lánshæfiseinkunn Íslands óbreyttri og horfunum neikvæðum komi ekki á óvart
. Hann bendir á að það sé metnaðarfullt markmið að stefna á að viðhalda 3,5% jákvæðum frumjöfnuði í ríkisfjármálum á næstu árum. Hins vegar sé það í samræmi við áætlun stjórnvalda og ætti að geta gengið eftir ef spár um 2,5-3% hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi ganga eftir.
Einnig kemur fram í skýrslu Moody's að Icesave-deilan, þótt hún sé enn óleyst, sé minni áhætta gagnvart skuldastöðu Íslands heldur en áður hafi verið haldið. Neikvæðar horfur » Moody's heldur lánshæfiseinkunn Íslands óbreyttri og telur horfurnar neikvæðar. » Horfurnar gætu breyst í stöðugar með áframhaldandi aðhaldi í rekstri ríkisins. » Þörf á 3,5% jákvæðum frumjöfnuði á komandi árum eigi að takast að minnka skuldir ríkisins. » Metnaðarfullt markmið, segir hagfræðingur Arion. » Minni áhætta af Icesave-deilunni en áður var talið.//////Svo mörg voru þau orð um uppsveiflu okkar sem er bara feyk !! það er bara verið að velta fé sem fólk vill ekki eiga í bönkum sem eru með neikvæða vexti,og auka lífeyrir og fleiru sem kannski er allt i skuld enda eykst hún bæði hja´einstaklingum og fyrirtækjum og Ríkinu,svo þetta er ekki á valdi þessarara Ríksstjórnar að rétta þetta við bara með sköttum!!! sem ekki er til fyrir,það verður að bíða nýrrar Ríkisstjórnar eftir kosningar sem verða að verða sem fyrst/Halli gamli
![]() |
Horfurnar gætu batnað með aðhaldi í ríkisrekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1047930
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Halli gamli; æfinlega !
Ekki; neinar kosningar, þökk fyrir - nóg komið, af alþingis sóðaskapnum.
Utanþingsstjórn; þökk fyrir, með Glussa og Gírolíu lyktandi fólki úr atvinnulífinu - ekki; lyddur eins og Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í stað Jóhönnu og Steingríms, þökk fyrir, Halli minn !
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.