Unnu Frakka og vinna riðilinn/Við megum ekki ofmettnast bara vinna áfram!!!

Unnu Frakka og vinna riðilinn Íþróttir | mbl | 4.8.2012 | 20:04 Ísland hefur tryggt sér sigur í A-riðli handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í London eftir glæsilegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Frakka, 30:29, í kvöld.

Ísland er með 8 stig en Svíar og Frakkar eru með 6 stig hvort. Þó Íslensku leikmennirnir fagna á bekknum í kvöld.Ísland myndi tapa fyrir Bretlandi í lokaumferðinni á mánudag, vinnur liðið alltaf riðilinn á jafnri stigatölu og annaðhvort Svíar og Frakkar, vegna innbyrðis úrslitanna. En Ísland tapar ekki fyrir Bretum, það er hreinlega ekki fræðilegur möguleiki á því! Þetta þýðir að Ísland mætir liðinu í fjórða sæti B-riðils sem verður nær örugglega annaðhvort Ungverjaland eða Serbía. Þó er ekki útilokað að það verði Spánverjar.

Átta liða úrslitin fara fram á miðvikudaginn. Þessi leikur fer í sögubækurnar sem einn sá besti hjá íslensku liði á stórmóti. Íslenska liðið komst í 14:9 í fyrri hálfleik, Frakkar jöfnuðu en Ísland náði forystu aftur fyrir hlé, 16:15.

Seinni hálfleikur var síðan í járnum allan tímann. Frakkar virtust vera að síga framúr, staðan var orðin 23:25, en Ísland svaraði með þremur mörkum í röð og innbyrti sigurinn með mögnuðum lokakafla. Alexander Petersson kom Íslandi í 30:28 þegar hann stal boltanum af Nikola Karabatic, rúmlega mínútu fyrir leikslok, og það mark gerði í raun út um leikinn.

Frakkar gátu jafnað í síðustu sókninni en Björgvin Páll Gústavsson varði frá Daniel Narcisse á síðustu sókninni og þar með var sigurinn í höfn

Mörk Íslands: Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 5, Aron Pálmarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Arnór Atlason 3, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1.

Mörk Frakka: Jérome Fernandez 9, Cédric Sorhaindo 4, Samuel Honrubia 4, Nikola Karabaric 4, Luc Abalo 3, Michaël Guigou 2, Daniel Narcisse 2, Bertrand Gille 1.

Lið Íslands: Björgvin Páll Gústavsson, Hreiðar Levý Guðmundsson - Vignir Svavarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Ingimundur Ingimundarson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Sverre Jakobsson, Róbert Gunnarsson.

Lið Frakklands: Thierry Omeyer, Daouda Karaboué - Jérome Fernandez, Didier Dinart, Xavier Barachet, Guillaume Gille, Bertrand Gille, Daniel Narcisse, Guillaume Joli, Samuel Honrubia, Nikola Karabatic, Luc Abalo, Cédric Sorhaindo, Michaël Guigou.////////Við erum í skíunum Íslendingar eftir þennan fjörgu leik sem hefur haldið okkur föngnum öllum sem á horfðu!!! en það er svo að ég segi fyrir mig að ég var búin að bóka Franskan sigur,en þarn síndu okkar menn að þeir eru þessa virða að vera bestir eða með þeim bestu/Halli gamli


mbl.is Unnu Frakka og vinna riðilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband