Ronan Keating á sviðinu í Dalnum/Það slær ekkert út Árna Johnsen!!!

Ronan Keating á sviðinu í Dalnum Innlent | mbl | 5.8.2012 | 21:59 Írski tónlistarmaðurinn Ronan KeatingRonan Keating á sviðinu í Herjólfsdal í kvöld. er nú stiginn á svið í Vestmannaeyjum við mikinn fögnuð þjóðhátíðargesta. Gríðarlegur mannfjöldi er í Herjólfsdal um þessar mundir og að sögn Páls Scheving, formanns þjóðhátíðarnefndar, er talið að nú séu í dalnum 14-15.000 manns. Hann segir að hátíðin í ár sé sú næststærsta, en stærst varð hún árið 2007 þegar 17.000 manns fylltu Herjólfsdal.

Að sögn íbúa í Eyjum var bærinn fullur af fólki í allan dag og mikið um að vera. Herjólfur hefur siglt fjórar ferðir í dag með farþega til Eyja og sú fimmta lagði af stað nú klukkan 22:00. Fyrsta árið sem þjóðhátíð fær erlenda listamenn til að troða upp Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðhátíð fær erlenda listamenn til að troða upp og hefur það vakið talsverða lukku, enda margir sem hafa farið til Eyja í dag í þeim tilgangi að líta kappann augum.

Frá þjóðhátíð 2012. mbl.is/Ófeigur Lýðsson Keating hóf feril sinn sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar Boyzone árið 1994. Hann yfirgaf hljómsveitina árið 1999 og hóf þá sólóferil og hefur síðan gefið út níu hljómplötur sem allar hafa orðið töluvert vinsælar. Á sólóferli sínum hefur Keating selt yfir 22 milljónir platna um allan heim. Hann hefur einnig komið að góðgerðarmálum og stofnaði The Marie Keating Foundation til heiðurs móður sinni sem lést úr brjóstakrabbameini árið 1998.

Hægt að fá textana úr brekkusöngnum senda í snjallsímann Á eftir Keating tekur við öllu hefðbundnari dagskrá á þjóðhátíð þegar Árni Johnsen stígur á svið, upp úr klukkan 23:20, og leiðir brekkusöng hjá stærsta kór landsins. Sumir gárungar sem blaðamaður hefur rætt við í dag hafa sagt að Keating muni í kvöld hita upp fyrir Árna Johnsen.

Ekki verður dæmt um það, en hitt er ljóst að brekkan í Herjólfsdal ætti að verða orðin vel stemmd þegar brekkusöngurinn hefst og fátt ætti að torvelda mönnum að vera með því auk þess sem textum er varpað á risaskjá geta þeir sem eiga snjallsíma nú nálgast textana með sérstöku þjóðhátíðar-appi. Hinir sem sitja heima og hlusta á brekkusönginn í gegnum útvarpið ættu að eiga þess kost líka, vilji þeir taka þátt í söngnum úr fjarlægð.

Þjóðhátíðarappið má nálgast ókeypis hér. Dansleikir hefjast um miðnætti og standa fram undir morgun Á eftir brekkusöng verður svo kveikt á blysum, einu fyrir hvert ár þjóðhátíðar sem hófst árið 1874 og verður að teljast elsta árlega útihátíð landsins. Dansleikir hefjast upp úr miðnætti. Á brekkusviði verða Botnleðja, Ingó og Veðurguðirnir og svo Páll Óskar sem mun bæði koma fram sjálfur ásamt dönsurum og svo spila tónlist til klukkan sex í fyrramálið. Á Tjarnarsviði munu hljómsveitirnar Dans á rósum og Klaufar spila fyrir gesti.////////Þetta er mjög svo gott hjá Eyjamönnumm að hafa þennan brekkusöng og gaman að við skulum fá að hlusta á beint hér heima í R.vík og víðar rás 2 útvarpar þessu,þessi hefð hefur verið alla tíð og gefist vel,og ef rétt er að 14-15 þus mans  séu þarna og allt fer sæmilega fram er það gott,til hamingju Vestmannaeyringar/Kveðja /Halli gamli P/S verð að leyðretta þetta það var ömulegur söngur þarna til kl 24.00 en þá tók Árni við í hálf tíma sín gömlu góðu lög ,og þetta var allt á Bylgjunni ekki ráð 2 eins og ég sagði áðan//Sami 


mbl.is Ronan Keating á sviðinu í Dalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú vilt hlusta á siðspilltan stjórnmálamann sem sat, eins og ALLIR vita, alls ekki nógu í fangelsi, kann ekki á gítar og er með lélega söngrödd þá myndir þú skemmta þér vel við að hlusta á allar vinsælustu hljómplötur og alla vinsælustu geisladiska landsins síðustu áratugina þar sem Árni Johnsen, þjóðarstolt okkar Íslendinga sem hefur auðvitað unnið Evrópsku Söngvakeppnina oftar en nokkur annar Íslendingur, slær auðvitað öllu öðru við.

Guðrún Birna (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 03:00

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ronan Keating á sviðinu í Dalnum

Ronan Keating á sviðinu í Herjólfsdal í kvöld. stækka

Ronan Keating á sviðinu í Herjólfsdal í kvöld. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

mbl.is Ingvar P. Guðbjörnsson - ipg@mbl.is

Írski tónlistarmaðurinn Ronan Keating ásamt hljómsveit er nú stiginn á svið í Vestmannaeyjum við mikinn fögnuð þjóðhátíðargesta. Gríðarlegur mannfjöldi er í Herjólfsdal um þessar mundir og að sögn Páls Scheving, formanns þjóðhátíðarnefndar, er talið að nú séu í dalnum 14-15.000 manns. Hann segir að hátíðin í ár sé sú næststærsta, en stærst varð hún árið 2007 þegar 17.000 manns fylltu Herjólfsdal.

Að sögn íbúa í Eyjum var bærinn fullur af fólki í allan dag og mikið um að vera. Herjólfur hefur siglt fjórar ferðir í dag með farþega til Eyja og sú fimmta lagði af stað nú klukkan 22:00.

Fyrsta árið sem þjóðhátíð fær erlenda listamenn til að troða upp

Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðhátíð fær erlenda listamenn til að troða upp og hefur það vakið talsverða lukku, enda margir sem hafa farið til Eyja í dag í þeim tilgangi að líta kappann augum.

Frá þjóðhátíð 2012.

Frá þjóðhátíð 2012. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Keating hóf feril sinn sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar Boyzone árið 1994. Hann yfirgaf hljómsveitina árið 1999 og hóf þá sólóferil og hefur síðan gefið út níu hljómplötur sem allar hafa orðið töluvert vinsælar. Á sólóferli sínum hefur Keating selt yfir 22 milljónir platna um allan heim. Hann hefur einnig komið að góðgerðarmálum og stofnaði The Marie Keating Foundation til heiðurs móður sinni sem lést úr brjóstakrabbameini árið 1998.

Hægt að fá textana úr brekkusöngnum senda í snjallsímann

Á eftir Keating tekur við öllu hefðbundnari dagskrá á þjóðhátíð þegar Árni Johnsen stígur á svið, upp úr klukkan 23:20, og leiðir brekkusöng hjá stærsta kór landsins. Sumir gárungar sem blaðamaður hefur rætt við í dag hafa sagt að Keating muni í kvöld hita upp fyrir Árna Johnsen. Ekki verður dæmt um það, en hitt er ljóst að brekkan í Herjólfsdal ætti að verða orðin vel stemmd þegar brekkusöngurinn hefst og fátt ætti að torvelda mönnum að vera með því auk þess sem textum er varpað á risaskjá geta þeir sem eiga snjallsíma nú nálgast textana með sérstöku þjóðhátíðar-appi. Hinir sem sitja heima og hlusta á brekkusönginn í gegnum útvarpið ættu að eiga þess kost líka, vilji þeir taka þátt í söngnum úr fjarlægð.

Þjóðhátíðarappið má nálgast ókeypis hér.

Dansleikir hefjast um miðnætti og standa fram undir morgun

Á eftir brekkusöng verður svo kveikt á blysum, einu fyrir hvert ár þjóðhátíðar sem hófst árið 1874 og verður að teljast elsta árlega útihátíð landsins. Dansleikir hefjast upp úr miðnætti. Á brekkusviði verða Botnleðja, Ingó og Veðurguðirnir og svo Páll Óskar sem mun bæði koma fram sjálfur ásamt dönsurum og svo spila tónlist til klukkan sex í fyrramálið. Á Tjarnarsviði munu hljómsveitirnar Dans á rósum og Klaufar spila fyrir gesti. ///// Who Let the Dogs Out !

Sævar Einarsson, 6.8.2012 kl. 09:01

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Allt er í heiminum hverfullt,ég met mikið hjá Árna dugnaðinn og framkvæmdasemina,henn gerði mistök og tók út syna refsingu!!það er meira en margur gerir sem hefur orðið svona á!!!Guðrún Birna ég tel mig ekki mynni mann að vilja hlusta á hann singja bara á mannamáli og flott lög sem við öll skiljum,samt hlusta ég á flesta mússik,en þessi skætingur þinn fer með þér/Kveðja,En Sævarinn þakka innlitið og gaman að þú kemur með þetta á hreinu(/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 6.8.2012 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband