10.8.2012 | 13:46
Trúfélög samræmi viðbrögð/Ég spyr bar af hverju bara trúfélög????
Trúfélög samræmi viðbrögð Innlent | mbl.is | 10.8.2012 | 13:12 Við höfum sent drög að samkomulagi til allra trúfélaga á Íslandi um framgangsmáta í kynferðisbrotamálum,
segir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðs um ásakanir vegna kynferðisbrota hjá trúfélögum. Starfið fer svo aftur af stað í þar næstu viku og við búumst við að viðbrögð við tillögunum berist í lok ágúst þegar allir eru komnir úr fríi, segir Guðrún. Hugmyndin er sú að allir sitji við sama borð.
Við sendum samninginn til trúfélaganna til umsagnar og tökum svo tillit til athugasemda, segir Guðrún. Að hennar sögn er samræmdur framgangsmáti í málum af þessu tagi mjög til bóta, og gætu fleiri en trúfélög tileinkað sér hann. Þetta gæti verið fyrirmynd fyrir aðra, til dæmis íþrótta- og tómstundafélög. Þau félög gætu þá gert með sér samning um hvernig unnið skuli í málum sem þessum, segir Guðrún.
Að hennar mati væri sameiginlegt fagráð milli trúfélaga til bóta. Starfandi er fagráð þjóðkirkjunnar en spurning er hvort æskilegt væri að stofna sameiginlegt fagráð allra trúfélagadeildanna.
Einstaka trúfélög hafa verið mjög dugleg að setja sér sínar reglur og gæta gagnsæis og sú vinna nýtist auðvitað líka, segir Guðrún. En með tilkomu samræmdra viðbragða er búið að skilgreina hvernig á að vinna í þessum málum, og þá er búið að tryggja hvernig tekið er á málum áfram, bætir hún við. Starfstími nefndarinnar er óljós að sögn Guðrúnar.
Við höfum skilað tillögum til ráðherra og höldum nú vinnunni áfram þangað til að við sjáum að einhver mynd er komin á þessi mál og búið er að móta skýra ramma og að lagabreytingar sem verið er að vinna að hafi gengið í gegn, segir hún.
Við viljum til að mynda tryggja með lagabreytingu að fólk fái stuðning til að vinna úr sínum málum og að hægt sé að fá greiddan kostnað vegna ofbeldisbrota. Að mörgu er að hyggja og þetta er í góðum farvegi, segir Guðrún að lokum.///////Engin er á móti þessu að taka á þessum malum alstaðar ekki bara hjá Trúfelögum!!! þessi mál eru auðvitað eins og ég hefi sagt áður bara Saka og lögreglumál,ef vart við verður, ekki bara siðferðispostula,við erum öll í þessu teymi og stöndum vörð,þetta nefndarfargan sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir er algjört met!!!Áróður er og er búin að vera með öllu þessu brambolti um Kirkjuna,og það er svo að við erum og eigum öll að vera með í þessu ,og ef upp kemst um svona ber að kæra og það er málið/Halli gamli
Trúfélög samræmi viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúfélög hafa og eru þeir staðir þar sem kynferðislegt ofbeldi er einna helst að finna... að auki hafa trúfélög verið með svona "stikkfrí" trúarspil.. þar sem kynferðisglæpamenn hafa leikið lausum hala í áratugi.
Það er jú svo að á fáum stöðum er hættulegra fyrir börn að vera en í trúarsöfnuði
DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 14:06
Þetta er nú bara alhæfing sem ekki stenst,þetta fylgdi mikið katólfsku kitrkjunni,það mega prestar ekki giftast sem er ekki gott mál!!!,og skapar oft svona,þarfir manna koma fram víða,en ég er ekki að verja neitt svona alls ekki/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 10.8.2012 kl. 14:24
Sæll Halli. Ég er sammála þér. Af hverju bara trúfélög?
Hvernig væri að rannsaka til dæmis voðaverka-vernd barnaverndaryfirvalda í landinu?
Barnaverndaryfirvöld eru valdameiri en lögreglan, og eru varin fyrir öllum rannsóknum á svikum við börn. Þau afsaka sig með þagnarskyldu, sem er af sama óvandaða toga og bankaleynd.
Þöggun og leynd í þágu glæpamanna kerfisins!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2012 kl. 16:21
Mikið sammála þessu vinkona/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 10.8.2012 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.