Þarf að skoða innviði kirkjunnar// það þarf að breyta ýmsu og aðskilnað alveg við ríkið !!!

„Þarf að skoða innviði kirkjunnar“ Innlent | mbl | 10.8.2012 | 19:36 „Við verðum að taka afstöðu til þess sem þjóð Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands predikar í...hvaða grunngildi við viljum hafa í þjóðfélaginu og kirkjan hefur staðið fyrir þeim grunngildum sem við höfum komið okkur saman um,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. sem var gestur síðdegisútvarps Rásar 2 í dag.

Þar ræddi Agnes um fyrstu vikurnar í starfi sínu sem æðsti embættismaður íslensku þjóðkirkjunnar og um væntingar sínar til framtíðar fyrir kirkjuna. Agnes lýsti þeirri tilfinningu að nú væri hún fyrsta konan til að gegna embætti biskups á þann hátt að það væri álíka tilfinning og hún hefði fundið þegar Bolungarvíkurgöng voru opnuð fyrir tveimur árum. „Þá fékk maður svona tilfinningu:

Ég fékk að lifa þetta!“ Agnes Sigurðardóttir að taka við lyklavöldum biskupsembættisins úr hendi Karls Sigurbjörnssonar í Dómkirkjunni fyrr í sumar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson Agnes vék orðum sínum að séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur, fyrsta kvenprestinum sem vígðist hér á landi árið 1974 og sagði: „Auður Eir var fyrirmynd okkar allra.“ Hún áætlar að í dag séu milli 35 og 40% presta konur. Þjóðkirkjan mun taka þátt í umræðunni um stjórnarskrárbreytingar

Umræðan barst að breytingum á stjórnarskrá landsins og sagði Agnes að Þjóðkirkjan myndi taka þátt í því samtali sem færi í gang í tengslum við stjórnarskrárbreytingarnar. „Kirkjunni ber skylda til að láta upplýsingar liggja fyrir um það hvað Þjóðkirkjan er, fyrir hvað hún stendur, hvernig hún starfar, hvar hún stendur og hvert hún vill stefna,“ sagði Agnes og bætti við: „Þjóðin á að kjósa um það og ákveða hvort hún vill eiga þessa samleið með kirkjunni. Kirkjan er fyrir samfélagið og það finnst mér skipta svo miklu máli.

Þetta er ekki spurning um samband ríkis og kirkju, heldur um samband þjóðar og kirkju.“ Sr. Agnes M. Sigurðardóttir ásamt sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur, fyrsta kvenpresti þjóðkirkjunnar. mbl.is/Eggert Telur eðlilegt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni Agnes lagði áherslu á sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og sagði: „Kirkjan hefur fengið fullt sjálfstæði og ber réttindi og skyldur samkvæmt lögum og er sjálfstæð að öllu leyti. Þar af leiðandi eru tengsl ríkis og kirkju ekki eins og þau voru áður.“ Hún segir að í löndunum í kringum okkur þar sem aðskilnaður þjóðar og kirkju hefur farið fram styðji ríki eigi að síður kirkjuna að einhverju leyti.

Agnes var spurð um afstöðu sína til þess hvort forseti lýðveldisins ætti að vera í þjóðkirkjunni og sagði að miðað við skipan mála í dag teldi hún það eðlilegt. En hún lagði þó áherslu á að fólk ætti að ráða sér sjálft og að hún vildi ekki segja fólki fyrir verkum í þeim efnum. „En fólk utan kirkju hefur leitast eftir því að verða forsetar og það hefur enginn sett því stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Agnes.

Vill að fólk verði jákvætt gagnvart kirkjunni og boðskap hennar Agnes var spurð út í hvaða framtíðarsýn og væntingar hún hefði í starfi. „Það sem mig langar mest til er að fólk verði jákvætt gagnvart kirkjunni og boðskap hennar og geti óhrætt leitað til hennar og fengið þá þjónustu sem það óskar og sé ánægt með þjónustuna.

Ég hef orðið vör við á fimm til sex vikum, sem mig grunaði áður en fengið sterkari sess í huga mínum, að það þurfi virkilega að skoða innviði kirkjunnar. Við þurfum virkilega að líta inn á við,“ sagði Agnes. „Kirkjan er breið og þolir margar skoðanir“ Agnes segir að þegar kirkja eigi í tilvistarkreppu sé það eins og þegar fólk eigi í tilvistarkreppu, það dugi ekki að skoða umhverfi sitt, heldur verði að skoða inn á við einnig til að ná fótfestu á ný.

„Í kirkjunni er ekki ríkjandi eining og í lagi að fólk sé ekki sammála. Breið kirkja þolir margar skoðanir en grundvöllurinn er sá sami og við erum öll að stefna að sama marki,“ sagði Agnes og bætti við: „Við þurfum að ákveða hvar við stöndum og hvert við viljum stefna en ég geri það ekki ein heldur við öll í sameiningu.“ Agnes sagði að hún myndi mæta í gleðigönguna á morgun í Reykjavík, en þyrfti að vera á Hólum í Hjaltadal þar sem annar kvenbiskup, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, verður vígð á sunnudag í embætti vígslubiskups.///////Þetta er ágætt samtal við Biskup okkar og það bara gott að hún er með á nótunum um veraldlega hluti einnig!! en við erum ekki sammála þarna Ríkið á ekki að reka Kirkjuna það eiga þeir að gera sem vilja kosta það Þjóðkirkja má það heita fyrir það,ég er Fríkirkjumaður  og við rekum okkar söfnuð og það gera allir nema þjóðkirkjan þar kemur ríkið og þar er mismunað í styrkjum sem þjóðkirkjan fær umfram aðra söfnuði>!!! þetta veit Biskup og á að skilja það sem trúfrelsi er eins og hérna!!!það þíðir ekki endalaust að segja að Kirkjan eigi þetta inni hjá ríkinu,við eigum það kannski öll að ríkið rukki inn fyrir okkur sóknargjöldin og það jafnt fyrir alla,Trúin á Guð og kærleikna er jöfn fyrir það eða er það ekki,bara spyr/Halli gamli


mbl.is „Þarf að skoða innviði kirkjunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband