Fram vann Blika í fimm marka leik/Loksins unnu mínir menn,komin tími til!!!

Fram vann Blika í fimm marka leik Íþróttir | mbl | 20.8.2012 | 21:03 Fram vann mikilvægan sigur á BreiðabFrá leik Fram og Breiðabliks í kvöld.liki, 3:2, í 16. umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta í kvöld en Almarr Ormarsson tryggði liðinu sigur með marki úr vítaspyrnu.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom Fram yfir á 26. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Kristni Inga Halldórssyni sem átti mjög góðan dag á hægri kantinum. Breiðablik jafnaði aftur á móti metin í uppbótartíma í fyrri hálfleik, 1:1, en það gerði Arnar Már Björgvinsson með föstu skoti úr teignum.

Blikar komust yfir á 58. mínútu en þá skoraði danski sóknarmaðurinn Nichlas Rhode eitt skrautlegasta mark tímabilsins.

Framarar vildu meina að Rhode hefði misst boltann afturfyrir endamörk og hættu að verjast en Daninn refsaði þeim og skoraði af stuttu færi. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Kristinn Ingi Halldórsson metin, 2:2, þegar hann slapp einn í gegnum vörn Blika og skoraði af öryggi framhjá Sigmari í markinu. Fram tryggði sér svo sigurinn þegar Garðar Örn Hinriksson dæmdi vítaspyrnu á Blika á 75. mínútu. Almarr Ormarsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi, 3:2, og þannig enduðu leikar.

Fram er áfram í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með 16 stig en liðið hefði verið í fallsæti hefði það tapað gegn Breiðabliki í kvöld. Blikar eru í 8. sæti með 22 stig. Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld./////////Við eigum þetta inni og vel það ,liðið  er ekki svo slæmt,það þarf bara að ná betur saman og spila léttar,en við skulum bara vona að þessu halti fram!!!!/Halli gamli


mbl.is Fram vann Blika í fimm marka leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband