Fljúgandi smalar tóku bensín í Bjarkalundi///Kannski framtíðin???

Fljúgandi smalar tóku bensín í Bjarkalundi Innlent | mbl.is | 4.9.2012 | 12:44 Langt er síðan fjórhjólið byrjaði að veita hestinum samkeppni sem þarfasti þjónninn í smalamennsku en sjaldgæfara er að smalar séu á flugvélum.

 Það gerðist samt á sunnudag þegar Þórður Valdimarsson og Óli Öder komu í heimsókn á Stað í Reykhólasveit á fisflugvélinni TF 151 Þeir mættu einmitt þegar var verið að undirbúa smölun í eyjunum fyrir framan Stað og Árbæ og drifu sig með til aðstoðar.

Smölunin í eyjunum er upphaf smalamennskutímans á Stað og Árbæ. Frá þessu segir á Reykhólavefnum. Farið var á tveimur hestum út í eyjar en Þórður og Óli svifu yfir, tóku statusinn og létu vita hvar kindur voru og hvar ekki.

„Þetta var mikill sparnaður og skemmtileg tilbreytni í smölun, kindurnar tóku vélinni vel, enda ekki mikil hávaði af henni, og runnu létt heim“, segir Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað, í viðtali á Reykhólavefnum. Tveir hópar fundust sem vélin gat sameinað og þá tóku við hestar og hjól sem ráku féð heim.

Þegar eyjarnar framan við Stað og Árbæ eru smalaðar er farið á fjöru, þar sem hægt er að fara um sjö kílómetra út í eyjar. „Þessi nýjung getur sparað mikinn tíma og sérstaklega í eftirleitum. Aldrei að vita nema svona vél kíki við aftur,“ segir Eiríkur á Stað. Og ekki var vandamál með bensínið á vélina. Þeir félagar lentu einfaldlega á planinu við Hótel Bjarkalund og tóku bensín eins og sjá má á myndum með fréttinni á Reykhólavefnum.//////////Kannski er þetta framtíðin??? en við vissar aðstæður er þetta mjög flott og gott!!!Þetta mun spara mörg sporinn!!!!/Halli gamli


mbl.is Fljúgandi smalar tóku bensín í Bjarkalundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband