Margmenni á 25 ára afmælishátíð Innlent | mbl.is | 8.9.2012 | 16:09 Þetta gengur framar björtustu vonum, stútfullt hús og mikil stemning í gangi, segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, en verslunarmiðstöðin fagnar nú um helgina 25 ára afmæli sínu.
Í tilefni þess er m.a. boðið upp á skemmtidagskrá, viðburði af ýmsum toga og freistandi tilboð í verslunum. Sigurjón Örn segir sannkallaða afmælishátíð vera ríkjandi í Kringlunni enda margt um að vera. Nefnir hann í því samhengi að boðið sé upp á andlitsmálun, fjölbreytta viðburði og kræsingar af ýmsum toga svo fátt eitt sé nefnt. Það er mikið af góðum tilboðum í gangi, veitingar og skemmtanir svo það er margt í boði fyrir fólk og fjölskyldur, segir Sigurjón Örn.
Kringlan var opnuð hinn 13. ágúst árið 1987 en á þeim tíma voru 64 verslanir með starfsemi í húsinu. Óhætt er að segja að verslunarmiðstöðin hafi vaxið talsvert á liðnum árum því í dag er þar að finna 128 verslanir og veitingastaði.
Í verslunum Kringlunnar má nú víða finna góð tilboð og segir Sigurjón Örn kaupmenn hafa verið hvatta til að gefa 25% afslátt af vörum sínum. Við hvöttum til þess að kaupmenn myndu leika sér með þessa tölu. Sumir gerðu það með þeim hætti að setja 25% afslátt á allar vörur, einhverjir eru með 20% af öllu og aðrir með 25 vörur á 25% afslætti þannig að menn eru svolítið að leika sér með þetta
. Frítt í bíó - 25 ára gamlar myndir Vert er að benda áhugamönnum um kvikmyndir sérstaklega á að kvikmyndahúsið í Kringlunni tekur einnig fullan þátt í afmælishátíðinni og verða fjölmargar myndir sýndar án endurgjalds. Bíóið er síðan með fríar sýningar fram eftir kvöldi og hluti af myndunum eru kvikmyndir frá árinu 1987 en svo er líka verið að sýna einhverjar nýjar myndir,
segir Sigurjón Örn og bendir á að verslanir verði opnar til klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Það er opið til eitt, eða eins og við segjum, til 25, segir Sigurjón Örn og bætir við að kaupmenn séu almennt sáttir við opnunartímann enda mikil samstaða sögð ríkjandi á meðal kaupmanna. Á von á um 40 þúsund manns Aðalstyrkleiki okkar í gegnum tíðina er góð samstaða.
Svo eru kaupmenn líka ánægðir ef margt fólk er í húsinu, segir Sigurjón Örn en hann segist jafnframt eiga von á því að um 35 - 40 þúsund gestir heimsæki Kringluna í dag. Og það er eitthvað sem jafnast á við 21. til 23. desember. Til gamans má geta að fjöldi heimsókna í Kringluna frá opnun hennar árið 1987 telur nú um 123.778.353. Það lætur því nærri að hver einasti núlifandi Íslendingur hafi komið í verslunarmiðstöðina 388 sinnum frá opnun.////////Til hamingju með það KRINGLA!! og við sem þarna fórum mikið ,fyrstu árin vorum kát að fá svona stóran verslunarstað ,sem við kölluðum sem höfðu verið mikið henni Ameríku,Moll og þetta var bylting á vetrum að vera þarna og nóg bílastæði og engin vandræði,en svo er Smáralind einnig komin !! en samt er Kringlan vinsæl meðal okkar ekki spurning/Halli gamli
Margmenni á 25 ára afmælishátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.