Ættleidd börn í tugatali/Þetta gaman að sjá öll þarna saman: flott!!!!

Ættleidd börn í tugatali Innlent | mbl.is | 18.9.2012 | 20:11 Hér á landi er nú stödd sendinefnd frá kínverskuBörn sem ættleidd hafa verið frá Indlandi og Kína voru m.a....m ættleiðingaryfirvöldum. Af því tilefni var móttaka í sal ráðhúss Reykjavíkur í dag.

Þar komu saman um eitthundrað börn sem ættleidd hafa verið frá Kína og vildu heiðra sendinefndina með nærveru sinni. Flest börn sem ættleidd hafa verið eru frá Kína.

Fyrir nokkrum dögum kom 165. barnið frá Kína heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Börn sem ættleidd eru frá Kína til Íslands eru því stærri hópur en börn frá nokkru öðru landi, segir í tilkynningu frá Íslenskri ættleiðingu.

Lengi vel komu mörg börn árlega frá Indlandi en þau eru núna 164 alls. Í kjölfar breytinga indverskra stjórnvalda á ættleiðingarferlinu, sem enn eru ekki yfirstaðnar, hægði mjög á ættleiðingum þaðan og nú er svo komið að ekkert barn hefur verið ættleitt frá Indlandi til Íslands í tvö ár sem er sama þróun og þekkist á öðrum Norðurlöndum.

Frá því að ættleiðingar hófust frá Kína fyrir rúmum tíu árum hafa flest börn árlega komið þaðan og það hefur haldist óbreytt þó biðin á almenna biðlistanum hafi lengst þá hefur biðin verið mjög stutt á svokölluðum SN biðlistum og stundum ekki nema örfáir sólarhringar. Tvö börn til viðbótar eru nú á leið heim frá Kína eftir nokkrar vikur.

Biðlistinn eftir því að ættleiða barn til Íslands er að styttast verulega um þessar mundir. Fyrir þremur árum voru að jafnaði rúmlega 100 fjölskyldur á biðlista eftir ættleiðingu erlendis frá. Núna er staðan þannig að 46 fjölskyldur eru á hinum eiginlega biðlista og 37 fjölskyldur eru í undirbúningsferli fyrir það að senda umsókn um barn til útlanda.

Þetta táknar að í biðlista og undirbúningsferli eru samtals 83 fjölskyldur og hefur biðlistinn hjá Íslenskri ættleiðingu því minnkað um 20% á nokkrum misserum. Ástæður fyrir þessu eru aðallega af tvennum toga.

Meginástæðan er sú að vel hefur gengið með ættleiðingar frá Kína að undanförnu, flestar umsóknir sem berast fara á svokallaðan SN lista og þar er biðin oftast mjög stutt stundum ekki nema nokkrir sólarhringar eftir að umsókn hefur verið metin erlendis.

Hin meginástæðan er sú að hægt hefur á nýjum umsóknum til ættleiðingarfélagsins vegna þess að undirbúningsnámskeið sem nauðsynleg eru verðandi kjörforeldrum hafa ekki verið haldin á þessu ári,segir í frétt Íslenskrar ættleiðingar./////////Dásamlegt er að horfa á þetta ,foreldra og börn, ættleidd !!þetta er mikið ánægjuefni foreldra og barna!! Maður bara kemst við!! af ánægju með þetta,við sem gátum eignast heilbrygð börn finnum þetta með hinum sem ekki getað það,og maður er með þeim í baráttunni til að ættleiða börn heilbrygð og falleg ,sama hvaðan ,en þetta hefur ekki gengið sem skyldi og vonandi fer að skána og er það mikið gleði foreldra og okkar allra!!!!Halli gamli


mbl.is Ættleidd börn í tugatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óneitanlega er það samt skrýtið að aðilar sem ættleiða þurfa að fara á námskeið í því að verða foreldrar en ekki þeir sem eignast börn á gamla mátann!  ;)

Karl J. (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 22:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Öll höfum við af þessu reynlu frá foreldrahúsum,eða rétt að segja flest

Haraldur Haraldsson, 18.9.2012 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband