Taki á málaflokknum með reisn/Þarna er maður sammála Prestinum Erni Bárðar Jónssyni!!!

„Taki á málaflokknum með reisn“ Innlent | mbl | 25.9.2012 | 20:45 „Reynsla okkar af lokun líknardeilLíknardeildinni á Landakoti var lokað árið 2011....darinnar [í Landakoti] vakti okkur til umhugsunar um hvar ákvarðanir séu teknar.

Eru þær teknar í samræmi við stefnu stjórnvalda? Eru teknar geðþóttaákvarðanir af stjórnendum?“ Þetta segir sr. Örn Bárður Jónsson, formaður Hollvinasamtaka líknardeilda.

en samtökin stóðu í gær fyrir ráðstefnu um stefnumörkun í heilbrigðismálum á Íslandi á Grand hóteli þar sem fjölmargir aðilar héldu erindi um heilbrigðismálefni. Telur ekkert hafa sparast með lokun deildarinnar „Hvað með vilja fólksins?

Hvað með rödd almennings í þessu öllu? Auðvitað veit ég að við búum í heimi takmarkaðra gæða og ekki til endalausir peningar en ég er ekki viss um að það hafi sparast ein einasta króna við lokun líknardeildarinnar á Landakoti en það er búið að skerða þjónustuna og aldraðir, deyjandi, hafa ekki þessi sömu úrræði og veitt voru þar.

Það finnst mér miður,“ segir sr. Örn Bárður. Sr. Örn Bárður Jónsson, formaður Hollvinasamtaka líknardeilda. En hvað með opnun nýrrar líknardeildar í Kópavogi? „Það er auðvitað mjög gott og ég fagna henni, en heildarþjónustan hefur minnkað. Rúmin eru færri. Þessi stækkun var opnuð fyrir um hálfum mánuði en ég veit ekki hvort það er búið að manna deildina ennþá.

Hugsanlega eru þessi rúm ennþá tóm þó hún hafi verið opnuð formlega fyrir hálfum mánuði.“ „Líknardeild á Landakoti þjónaði mörgum“ „Ég var þarna á líknardeild í síðustu viku en það var ekki búið að breyta neinu þar og þeir hafa verið í vandræðum með að manna, fá lækna og hjúkrunarfólk til starfa á þessar deildir,“ segir sr. Örn Bárður og bætir við: „Þetta var mjög flott deild á Landakoti og vann vel.

Þjónaði mörgum og var mjög þörf deild og það var skaði að henni skyldi lokað.“ Á ráðstefnunni í gær var samþykkt ályktun þar sem skorað var á yfirmenn heilbrigðismála á Íslandi að mótuð yrði heildræn stefna í líknarþjónustu á Íslandi sem taki mið af nútímalegum skilningi á líknarhugtakinu og mæti þörfum allra þegna landsins án tillits til aldurs

. Ályktun Hollvinasamtaka líknardeilda í heild: „Hálft ár er liðið frá því líknardeild fyrir aldraða á Landakoti var lokað. Þar með var aðgengi eldra fólks í viðkvæmri stöðu við lífslok takmarkað að sérhæfðri þjónustu.

Ákvörðun þessi var í andstöðu við stefnumótun í forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá 1997, sem Alþingi samþykkti. Þar var líknarþjónusta sett í forgangsflokk tvö af fjórum. Með lokun líknardeildarinnar var sérhæfðum hópi heilbrigðisstafsmanna þar með sundrað.

Þrátt fyrir ábendingar og mikinn samfélagslegan vilja til þess að þyrma þessari mikilvægu starsemi, völdu stjórnendur velferðarráðuneytis og Landspítala að taka ekki tillit til þessa. Málatilbúnaður og framkvæmd öll var andstæð við upplýsta og opna umræðu í íslensku samfélagi.

Ráðstefna Hollvinasamtaka líknardeilda, haldin í Reykjavík 24. september 2012, skorar á æðstu stjórnendur heilbrigðismála á Íslandi að mótuð verði heildstæð stefna í líknarþjónustu á Íslandi sem tekur mið af nútímalegum skilningi á líknarhugtakinu og mæti þörfum allra þegna landsins án tillits til aldurs. Virða þarf óskir fólks til þess að búa sem lengst á eigin heimili, en að fólk geti reitt sig á sérhæfða líknarmeðferð án tafa ef allt um þrýtur heima. Stefnumótun í heilbrigðisþjónustu til ársins 2020 verður að taka á þessum málaflokki af reisn.“//////////Mikið er maður sammála séra Erni Bárðar Jónnsyni þarna þetta er bara mjög slæmt að gera og loka þessari deild á Landakoti allt til als þarna,maður satt að segja á bara ekki orð að þetta skuli verða lokin hjá mörgum að fá ekki að deyja með reisn!! og það okkur öllum bara til skammar,ekkert annað,þessi mál eru okkur öllum viðkomandi!!!!Halli gamli


mbl.is „Taki á málaflokknum með reisn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Halli mikið er ég sammála þér sem fyrri daginn og svo sannarlega er þetta málefni sem allir ættu að láta til sín taka...

Það er til háborinnar skammar hvernig hefur verið hugsað til þessa hóps í samfélaginu, hóps sem er búinn að láta sig hafa það að koma okkur í þau lífins þægindi og gæði sem engin samt sem áður mótmælir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.9.2012 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband