10.10.2012 | 00:06
Ögmundur vill ESB-kosningu í vor/Við skulum bara vona það standist!!!!
Ögmundur vill ESB-kosningu í vor Innlent | mbl | 9.10.2012 | 23:15 Mín afstaða er alveg skýr.
Ég tel að okkur beri lýðræðisleg skylda til að veita þjóðinni aðgang að þessu máli áður en kjörtímabilið er úti, segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu í vor um hvort halda beri viðræðum við ESB áfram.
Þannig að ég hef verið því fylgjandi og hef beitt mér fyrir því innan stjórnarmeirihlutans að sú afstaða verði ofan á.
Í öðru lagi er það svo að þótt menn hafi komist að tiltekinni niðurstöðu í upphafi kjörtímabilsins að þá taka slíkar skuldbindingar til þessa kjörtímabils og renna því út við lok þess. Það var aldrei ætlunin að fara inn í margra kjörtímabila skak um þetta mál, segir Ögmundur .
Ljóst er að taka þarf ákvörðun um þjóðaratkvæði á næstu vikum eigi slík kosning að fara fram fyrir þingkosningarnar í apríl, líkt og Ögmundur vill, í ljósi lagalegrar skyldu um fyrirvara þar um. Má fræðast um þá fyrirvara í 4. grein laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hér. Verður vægt til orða tekið erfitt mál - Verður umsóknin erfið fyrir VG ef málið fer opið inn í kosningar?
Það er mjög vægt til orða tekið. - Er verið að ganga lengra í þessum málum en þið í VG féllust á? Það var aldrei meiningin að fara með þetta inn í mörg kjörtímabil, aldrei meiningin. Ekki heldur að undirgangast aðlögunarferli í þeim mæli sem krafa hefur verið gerð um.
Síðan er það hitt að aðstæður hafa gjörbreyst frá því við lögðum upp í þessa för. Evrópusambandið hefur lent í gríðarlegum hremmingum og hér innanlands hafa svo aftur komið upp aðstæður sem gera okkur ekki einu sinni kleift að framfylgja EES-samningnum varðandi fjármagnsflutninga.
Íslenskir hagsmunir leyfa ekki afnám gjaldeyrishafta - og þar með frjálsa fjármagnsflutninga við þær aðstæður sem við búum við. Það er mjög holur tónn í því að sitja við samningaborð þar sem það er sett fram sem forgangsverkefni Íslendinga að taka upp evru og aflétta gjaldeyrishöftum. Við hljótum að horfa til aðstæðna og hvernig þær hafa breyst. Það höfum við gert í öðrum málum sem stjórnarsáttmálinn kveður á um.
Það hefur aldrei þótt heilsusamlegt að berja höfðinu við steininn. Össur sannfæri Íslendinga um kosti evrunnar - Hvernig bregstu við þeim ummælum Össurar í gær að evran sé að styrkjast? Ef þetta er hans skoðun þá talar hann væntanlega fyrir henni í þjóðaratkvæðagreiðslu og aðdraganda hennar. Ef Össuri Skarphéðinssyni þykir evran spennandi valkostur fyrir Ísland þá reynir hann væntanlega að sannfæra okkur um að svo sé.
Ég held hins vegar að róður hans gæti orðið nokkuð þungur. En ég spyr hann og aðra sem telja sig hafa svona fínan málstað að verja:
Hvað er að óttast við að þjóðin komi að málinu og kveði upp úr með hvað er rétt að gera í þessu deilumáli sem þjóðin ein hefur umboð til að leiða til lykta?
- Viltu þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB samhliða þingkosningum? Ég hefði helst viljað fá hana fyrr. Ég hefði talið það heppilegra og ég hef talað fyrir því innan stjórnarmeirihlutans.////////////það er svo að Ögmundur vill um þetta kjósa hvort almenningur vill þetta og það fyrir næstu kosningar helst ,en ef ekki þá um kosningar,ekki seinna það er svo að við eigum að ráða þessu en ekki eyða bara meiri peningum í ekki neitt!!!þetta verður þá stoppað í langan tíma eða alveg!!!!Heirr fyrir því!!!/Halli gamli
Ögmundur vill ESB-kosningu í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Ögmundi þarna það er okkar lýðræðislegi réttur að fá að kjósa um þetta mál áður en lengra er haldið í innlimuninni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 00:14
Skal það far svo að Ögmundur og Ólafur Ragnar....komi til með að gefa lýðræðinu það gildi sem á svo sannalega við núna? Hvaða teikn eru á lofti í Evrópu?...hvað er að gerjast með þessum ESB þjóðum? Alsherja-Goðarnir í ríkistjórninni...Jóhanna og Steingrímur eru ekki að ganga í takt við þegna síns lands....upplýsingaskortur er með eidæmum...valdhroki er með eidæmum...það kaus ykkur enginn á þing til að leyka lausum hala...þið voruð kosin til að upplýsa fólk og sýna af ykkur myndugleyka í að gera betur en þið hafi gert...mér dettur í hug hending úr ljóðabálk Guðmundar Arinbjarnar stórskálds......Hausa ófríða hylur strí/heima af kvíða gjamma/gimbrasíður gogga í/og geyspa níð til manna/......þannig hefur þessi svokallaða ríkistjórn unnið....sent tónin á þegnana...sem engan þátt eiga í þessri svokallaðri banka-krísu....svo er okkur sagt að það sé eðlilegt að borga skilanefndum ofurlaun og afskrifa eftir þörfum hjá vinum og vandamönnum...en hin almenni borgari sem stendur undir allri þessari spillingu með sínu skattfé...hann má éta það sem úti frís....athygglisvert hvað hann Jóhannes Kr. Kristjánsson segir með öll skítamálin sem liggi í kerfinu...væri ekki ráð að huga að því að hreinsa til áður en það kemst í hámæli....svona til að flikka upp á trínið?
geiri már (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.