11.10.2012 | 12:01
SUS hvetur kjósendur til að segja nei/Ekki alltaf sammála þeim en núna er maður það!!!
SUS hvetur kjósendur til að segja nei Innlent | mbl.is | 11.10.2012 | 9:28 Ungir sjálfstæðismenn hvetja landsmenn til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs og jafnframt að segja nei við öllum spurningunum á kjörseðlinum.
Eins og nafnið gefur til kynna er atkvæðagreiðslan ekki bindandi og er því í raun um að ræða dýrustu skoðanakönnun Íslandssögunnar. Þótt ungir sjálfstæðismenn séu mjög ósáttir við aðdraganda skoðanakönnunarinnar, og það að hún sé boðuð, þá er brýnt að raddir allra landsmanna fái að heyrast, ekki bara þeirra sem vilja kollvarpa stjórnarskránni.
Ungir sjálfstæðismenn hvetja fólk til að segja nei við öllum spurningunum sem spurt er um í atkvæðagreiðslunni. Í fréttatilkynningu SUS eru færð eftirfarandi rök fyrir þessari afstöðu: 1. spurning tillögur stjórnlagaráðs Í stjórnarskránni er að finna grundvallarréttindi manna sem mega ekki vera vafa undirorpin þegar á reynir.
Allar breytingar á stjórnarskránni verður því að nálgast af yfirvegun og ró. Tímabundnir efnahagserfiðleikar kalla ekki á viðamikla umbyltingu á grundvallarmannréttindum.
Mikilvægt er að stjórnarskráin sé hafin yfir tíðaranda og pólitískt dægurþras. Sé vilji til breytinga er ferli til þess lögfest í 79. gr stjórnarskrárinnar sem hefur sannað gildi sitt og tryggir að ekkert óðagot sé viðhaft við svo veigamiklar breytingar.
Stjórnarskráin hefur nú þegar að geyma ákvæði sem tryggja grundvallarmannréttindi borgaranna enda náðist breið sátt milli allra stjórnmálaflokka um svo sjálfsögð stjórnarskrárákvæði. Þá er mikilvægt að haldið sé í þá hefð að þverpólitísk sátt sé um breytingar á stjórnarskránni svo að stjórnarskráin sé allra, ekki sumra.
Af ofangreindum ástæðum hvetja ungir sjálfstæðismenn fólk til að segja nei við spurningunni um hvort tillögur Stjórnlagaráðs eigi að leggja til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 2. spurning þjóðareign Það er samdóma álit lögfræðinga sem skrifað hafa um þjóðareign að þjóð geti ekki átt eignir.
Auðlindir geta bara verið í eigu hins opinbera annars vegar eða einstaklinga og lögaðila hinsvegar. Sé ætlunin að ríkið eigi að vera eigandi auðlinda á Íslandi er réttast að menn segi það berum orðum. Brýnt er að öll ákvæði stjórnarskrárinnar séu skýrt orðuð og að sem minnst óvissa sé um merkingu þeirra. Stjórntæki ríkisins eru lög, en ekki eignarréttur.
Vilji ríkið tryggja að auðlindir séu nýttar með hagkvæmum og sjálfbærum hætti er engin þörf á því að það sé eigandi þeirra, heldur dugir almenn lagasetning til.
Af ofangreindum ástæðum hvetja ungir sjálfstæðismenn fólk til að segja nei við spurningunni um hvort í stjórnarskrá eigi að lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, þjóðareign. 3. spurning þjóðkirkja Rétturinn til að trúa því sem menn vilja, eða trúa ekki, er meðal mikilvægustu mannréttinda hverrar þjóðar.
Fullt trúfrelsi ríkir ekki nema fullt jafnræði sé á milli trúarhópa. Tilvist sérstakrar ríkiskirkju gerir það að verkum að trúarhópum er mismunað. Af ofangreindum ástæðum hvetja ungir sjálfstæðismenn fólk til að segja nei við spurningunni um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi.
4. spurning persónukjör Ekkert í núverandi stjórnarskrá fyrirbyggir að viðhaft sé persónukjör. Tillögur stjórnlagaráðs munu hinsvegar þrengja kost á vali á kosningafyrirkomulagi. Nánast öll lýðræðisríki viðhafa kosningar á milli flokka. Eðlilegt er að fólk sem aðhyllist sömu hugsjónir bjóði krafta sína fram saman. Fólk veit betur að því hverju það gengur þegar það kýs flokka, heldur en einstaklinga. Það er því líklegra að vilji kjósenda nái fram að ganga og það er því lýðræðislegri aðferð. Reynsla af persónukjöri hérlendis í ógildum stjórnlagaþingskosningum sýnir að persónukjör er vart framkvæmanlegt. Það myndi líka leiða til gríðarlegra hrossakaupa ef sætta þyrfti 32 ólík sjónarmið til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, en ekki t.d. bara hugsjónir tveggja flokka. Persónukjör myndi líka leiða til þess að stjórnmál snerust meira um menn en málefni. Af ofangreindum ástæðum hvetja ungir sjálfstæðismenn fólk til að segja nei við spurningunni um hvort í stjórnarskrá eigi að heimila persónukjör í kosningum til Alþingis í meira mæli en nú er.
5. spurning atkvæðavægi Ungir sjálfstæðismenn vilja að atkvæðavægi sé sem jafnast. Mikill munur á atkvæðavægi jafngildir því í raun að sumir hafi fleiri atkvæði en aðrir, en slíkt fyrirkomulag er augljóslega óeðlilegt. Algjöru atkvæðajafnvægi verður þó ekki náð nema að landið allt sé eitt kjördæmi eða að setja þurfi flóknar reglur um fljótandi kjördæmamörk. Öll norðurlöndin, og flest vestræn ríki, kjósa fólk úr kjördæmum. Það fyrirkomulag einfaldar valkosti kjósenda. Reynsla af landskosningu án kjördæma hérlendis í ógildum stjórnlagaþingskosningum sýnir að slíkt er vart framkvæmanlegt vegna þess gríðarlega fjölda möguleika sem kjósendur hafa. Af ofangreindum ástæðum hvetja ungir sjálfstæðismenn fólk til að segja nei við spurningunni um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt.//////////Það er gott að ræða þessi mál vel og ekki ver að gera gis að fólki sem manni finnst vera!!! og þarna er ég sammála SUS þó stundum sé maður það ekki en oft!! þessar spurningar eru men sem kalla sig sérfræðinga í þessu 25 stykki manna og kvenna mest úr stór R.vikusvæðinu eða 90% eiga að vita þetta betur en lögrært fólk og sérfræðngar i svona fræðum,nei þetta er skírt það má auðvitða skoða þetta en dýrt er að og búið að kosta okkur með þessum kosningum meira en milljarð,það er svo mikið þarfara að gera við peninginn í dag mannslíf í húfi vegna þessa/Við seggjum bara nei við fyrsu spurningu þufum ekki fleiri nei hirt bara autt/Halli gamli
SUS hvetur kjósendur til að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ungir sjálfstæðismenn áttu þess kost að sýna ábyrgð en treystu sér ekki til þess.
Þeim hugnaðist ekki að starfa við endurskoðun stjórnarskrárinnar og völdu þá leið að setja þetta mikilvægasta samfélagsmál þjóðarinnar mál í pólitískt uppnám.
Mikið ábyrgðarleysi.
Mikil lágkúra.
Pólitískur ræfildómur.
Árni Gunnarsson, 11.10.2012 kl. 12:35
Elsku drengurin minn Árnu Gunnarsoon ég er eigilnlega bara að hæla þeim núna er als ekki alltaf sammála þeim,lágkúran er að mæta ekki á kjörstað og kjósa ekki!! þeir sem geta,en ekki hvað maður kís það er undir einum og hverjum komið,í þess tilviki er ég búin að vera þess all viss um að þetta er ekki það sem við viljum!!é viðurkenni að það hefði átt að vera að búið að breyta stjórnaskránni eitthvað en ekki bylta,það er sloðaskapur ein og svo margt sem úr böndum hefur farið,en það er Alþindingi sem hefur síðast orðið í 2 kjörtimabil og ekkert annað og þannig vil ég og margir fleiri hafa það áfram!!Bara að kjósa betra fólk á Alþingi,einnig kemur það til greina að 2/3 þyrftu að samþykkja ein og var hér áður,en alveg sjalfsagt að leifa almenningi að koma með tillögur ,það er lýðræðið!!En að kalla mig Pólitíkskan ræfildóm,læt ég bara þig um það hefur engan tilgang,frekar en með vinstri menn er það????Kveðja með virðigu samt!!!
Haraldur Haraldsson, 11.10.2012 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.