Pétur Blöndal,opnar sig um sin sjúkdóm krabbameinið!! en vill samt í framboð gott það!!!

Pétur Blöndal þingmaður ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist vilja koma hreint fram við sína kjósendur og tilkynna þeim að hann þjáist af krabbameini en hafi samt margt fram að færa. Pétur Blöndal, hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1995.

Hann stefnir nú á annað sæti í prófkjöri flokksins 24. nóvember. Hann segir helstu stefnumál sín vera efnahagsmál.

"Ég hef töluverðar áhyggjur og þess vegna er ég nú að bjóða mig fram einu sinni enn," segir Pétur og nefnir að einkum hafi hann áhyggjur af svokallaðri snjóhengju, það er að segja íslenskum krónum sem eru í eigu erlendra fjárfesta sem vilja flytja fjármuni sína úr landi en geta það ekki vegna gjaldeyrishafta. "Þetta verður að leysa og allir stjórnmálamenn landsins verða að taka höndum saman við að leysa það, svo eru það þessi almennu efnahagsmál svo sem skattalækkanir.

Ég held að skattarnir séu orðnir mjög íþyngjandi. Þeir gefa ríkisstjórninni minni tekjur og þeir skaða atvinnulífið mjög mikið. Ég vil hafa skattkerfið þannig að það hvetji einstaklinga og fyrirtæki til fjárfestinga því fjárfestingar skapa atvinnu." Annað sem brennur á honum eru meðal annars leiðir til að verðlauna sparnað og ráðdeild, auka fjármálalæsi og samræma bótakerfi lífeyrissjóða og almannatrygginga.

Pétur hefur oft verið gagnrýndur fyrir ummæli sín um fé án hirðis. En hann segir fólk hafa tekið orð sín úr samhengi. "Ég held nú að menn ættu að lesa þessa grein frá árinu 1994 þar sem fjallað er um þetta. Þar sem ég einmitt varaði við því sem síðar varð. Það er að segja að það þyrfti að hafa gætur á fjölda manns sem fara með mikla peninga sem þeir eiga ekki sjálfir, til dæmis hjá sparisjóðunum og lífeyrissjóðunum," segir hann.

Reynslan hafi sýnt að ekki var vanþörf á varnaðarorðum um að hafa gætur á þessu fé. Í dag er bleiki dagurinn svokallaði þar sem vakin er athygli á árveknisátaki gegn krabbameini. Pétri þykir það viðeigandi dagur til að greina kjósendum sínum frá því að hann hefur glímt við krabbamein síðastliðin þrjú ár og erfitt er að segja til um batahorfur.

Hann finnur sig knúinn til að greina frá þessu nú, en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um veikindi sín í fjölmiðlum enda upplifi hann sig ekki sem sjúkling. "Ég fór í uppskurð fyrir þremur árum en hef reyndar ekki látið þetta hafa mikil áhrif á mig. Ég hef reynt að halda áfram í mínu starfi og fylgja minni stefnu.

En ég verð náttúrulega að láta mína kjósendur vita af þessu þegar ég býð mig fram. Þannig að menn viti af því." Pétur segist í skrítinni stöðu og segir að hann sé praktískt heilbrigður en fræðilega veikur. En nú eru erfiðir tíma á alþingi og í þjóðlífinu. Hvers vegna kýs hann að bjóða sig fram en ekki að njóta lífsins.

"Ég tel að ég njóti lífsins best með því að vera virkur. Ég held að lífshamingja mín felist í því að vera virkur en ekki að skilgreina mig sem sjúkling." Pétur telur að þörf sé kröftum góðs fólks á Alþingi um þessar mundir og vill hvetja fólk til að bjóða fram krafta sína í prófkjörum.

Nefnir hann sérstaklega að þörf sé á sterkum konum í forystu í samfélaginu en Pétur hefur látið sig jafnréttismál miklu varða og þróaði til að mynda svokallaðan jafnlaunastaðal sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti á Kvennafrídaginn. Staðallinn hefur ekki enn verið tekinn í notkun en er til umfjöllunar í forsætisráðuneytinu, vonast er til þess að með því tóli sé atvinnurekendum gefinn kostur á að koma í veg fyrir kynbundinn launamun.

"Framboðsfrestur rennur út 16. október. Ég skora á fólk að bjóða sig fram, alveg sérstaklega konur, að finna sér flokk við hæfi og bjóða sig fram. Við þurfum á öllu okkar besta fólki á að halda á Alþingi," segir Pétur./////////Pétur er ótrúlega duglegur maður, og fylgin sér!!! og vera velkomin i framboð þessi góði drengur,sem hefur tekið þessa ákvörðun þrátt fyrir krabbameinið og segir bara frómt frá!!!Við sjálfstæðismenn erum hreyknir fyrir hans hönd ef hann finnur sig vinna best fyrir fólkið  í landinu sínu,þrátt fyrir sjúkdómin ,þetta synir að maðurin er óhemju duglegar og virkur ennþá og vel það,Velkomin í framboð Pétur Blöndal//Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband