Arsenal og Man. City töpuðu bæði/Bara sanngjarnt!! mitt lið Arsenal er í lægð!!

ArsenHuntelaar skorar fyrra mark Schalke.al og Man. City töpuðu bæði Íþróttir | mbl.is | 24.10.2012 | 20:34 Ensku liðin Arsenal og Manchester City töpuðu bæði sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld en Þýskalandsmeistarar Dortmund unnu frábæran heimasigur á Real Madrid.

Arsenal spilaði skelfilega gegn þýska liðinu Schalke og náði ekki að skapa sér nein alvöru færi. Þýska liðið refsaði Arsenal fyrir slaka spilamennsku og tryggði sér sigurinn með mörkum frá Hollendingunum Klaas-Jan Huntelaar og Ibrahim Affelay á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Schalke er efst í riðlinum með sjö stig og fær næst Arsenal í heimsókn en Arsenal er í öðru sæti riðilsins með sex stig.

Olympiakos sem vann dramatískan sigur á Montpellier í Frakklandi í kvöld er í þriðja sætinu með þrjú stig.

Englandsmeistarar Manchester City þurftu að sætta sig við tap gegn Ajax í dauðariðlinum, D-riðli, þrátt fyrir að komast yfir. Samir Nasri skoraði fyrst fyrir City á 22. mínútu en Siem De Jong jafnaði metin á lokamínutu í fyrri hálfleik. Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn, lagði svo upp eitt og skoraði annað í seinni hálfleik og tryggði hollenska liðinu sigurinn.

Í sama riðli vann Dortmund sigur á Real Madrid, 2:1, þar sem Robert Lewandowski kom heimamönnum yfir á 36. mínútu en Cristiano Ronaldo jafnaði metin í næstu sókn.

Í seinni hálfleik var það varnarmaðurinn Marcel Schmelzer sem tryggði Dortmund sigurinn og efsta sætið í dauðariðlinum eftir þrjár umferðir.

Öll úrslit kvöldsins og markaskorara má sjá hér að neðan. A-RIÐILL Dinamo Zagreb - PSG 0:2 LEIK LOKIÐ (Zlatan Ibrahimovic 32., Jérémy Menez 43.) Porto - Dynamo Kiev 3:2 LEIK LOKIÐ (Silvestre Varela 15., Jackson Martinez 36., 78. – Oleg Gusev 21., Brown Ideye 72.) B-RIÐILL Arsenal - Schalke 0:2 LEIK LOKIÐ (Klaas-Jan Huntelaar 76., Ibrahim Affelay 86.) Montpellier - Olympiakos 1:2 LEIK LOKIÐ (Gaetan Charbonnier 49. – Vassilis Torossidis 73., Konstantinos Mitroglou 90.) C-RIÐILL Zenit St. Pétursborg - Anderlecht 1:0 LEIK LOKIÐ (Aleksandr Kerzhakov 72. víti) Málaga - AC Milan 1:0 LEIK LOKIÐ (Joaquín 64.) D-RIÐILL Ajax - Man. City 3:1 LEIK LOKIÐ (Siem De Jong 45., Niklas Moisander 57., Christian Eriksen 68. – Samir Nasri 22.) Dortmund - Real Madrid 2:1 LEIK LOKIÐ (Robert Lewandowski 36., Marcel Schmelzer 64. – Cristiano Ronaldo 38.) --- 20.40 ÖLLUM LEIKJUM KVÖLDSINS ER LOKIÐ 20.40 LEIK LOKIÐ HJÁ DORTMUND OG REAL MADRID, 2:1. 20.38 LEIK LOKIÐ HJÁ AJAX OG MAN. CITY, 3:1. 20.34 LEIK LOKIÐ HJÁ ARSENAL OG SCHALKE, 0:2./////Ég horfði á mína menn tapa fyrir sterkum þjóðverjum mjög,eiginlega niður lagðir mínir menn!!!þetta tekur á og maður bara slakar á,hinn leikurinn sem ég sá Ajax- 3M.C-1 var einnig bara eiginlega burst/En við sjáum framhaldið vonandi að Arsenal fari að vakna!!!!!/Halli gamli 


mbl.is Arsenal og Man. City töpuðu bæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband