Er ekki með klámmyndapíku/Nei ekki er maður neitt hneiklaður!!!!!

„Er ekki með klámmyndapíku“ Innlent | mbl | 27.10.2012 | 20:25 Aðgerðum á skapabörmum kvenna hefur fjölAðgerðum á skapabörmum kvenna hefur fjölgað á undanförnum árum. gað á undanförnum árum. Því er oft haldið fram að þær megi rekja til klámmyndavæðingar og séu helst gerðar á ungum stúlkum.

Lýtalæknir segir það ekki rétt. Rúmlega fertug kona, sem fór í slíka aðgerð fyrir nokkru, segir þá hafa valdið sér ýmsum óþægindum. g ekki þarf annað en að slá setningunni aðgerðir á skapabörmum upp í leitarvélum á netinu til að sjá ýmsar fullyrðingar um að þetta sé enn eitt dæmið um útlitskúgun kvenna.

Þá er því gjarnan haldið fram að kornungar stúlkur séu í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðir sem þessar. Mbl.is ræddi við rúmlega fertuga konu sem lét minnka skapabarma sína fyrir nokkrum árum.

Hún segir þá hafa valdið sér óþægindum, bæði andlegum og líkamlegum, en segist ekki hafa sagt sínum nánustu frá aðgerðinni vegna fordóma og ranghugmynda um aðgerðir af þessu tagi.

Hnotskurn Aðgerðir á skapabörmum kvenna hafa færst í vöxt á undanförnum árum. Ágúst Birgissonlýtalæknir segir það ekki algengt að ungar stúlkur fari í slíkar aðgerðir. Yfirleitt sé um eldri konur að ræða.

Hann segir umhugsunarefni hvers vegna svo miklir fordómar séu gagnvart aðgerðum á skapabörmum kvenna, þegar karlar sem fari í aðgerð á forhúð mæti allt öðru viðhorfi. Lýtalæknir, sem hefur framkvæmt allnokkrar aðgerðir af þessu tagi segir fáar kvennanna vera tiltölulega ungar og í langflestum tilvikum taki þær þessa ákvörðun að vel athuguðu máli og vegna þess að þær hafi orðið fyrir óþægindum vegna stórra skapabarma.

Hann segir aðgerðina ekki ósvipaða því þegar karlar láti minnka forhúð sína, en það sé aftur á móti ekkert feimnismál. Eins og aðrir líkamspartar fólks eru ytri og innri skapabarmar kvenna mjög mismunandi, bæði hvað varðar hvað form og stærð.

Sumum konum finnst skapabarmar þeirra vera stórir og stundum hefta þeir þær við íþróttaiðkun, hjólreiðar eða við kynmök.

Í aðgerðinni eru skapbarmarnir minnkaðir. Það er yfirleitt gert í staðdeyfingu og tekur um eina klukkustund. Konurnar fara heim til sín stuttu eftir aðgerðina, saumarnir eyðast sjálfir og þarf því ekki að fjarlægja þá.

Aðgerðirnar eru bæði framkvæmdar af lýtalæknum og kvensjúkdómalæknum og fengust ekki upplýsingar um hversu margar aðgerðir af þessu tagi hafa verið gerðar hér undanfarin ár. Ekki hægt að tala um tískufyrirbrigði Einn þeirra lýtalækna sem hafa gert aðgerðir á skapabörmum kvenna er Ágúst Birgisson. „Það er varla hægt að segja að það sé mikið gert af þessum aðgerðum. Þeim fer fjölgandi en það er alls ekki hægt að tala um tískufyrirbrigði í þessu sambandi,“ segir Ágúst.

„Þær eru algengari í nágrannalöndunum, til dæmis í Svíþjóð.“ Hann segir aðalástæðu þess að konur fari í aðgerðir sem þessa vera þau óþægindi sem stórir skapabarmar valdi. „Með því að minnka skapabarmana náum við mjög góðum árangri og yfirleitt eru konur mjög ánægðar eftir þessar aðgerðir.

“ Ágúst segir aðgerðirnar yfirleitt ganga vel fyrir sig. „Þetta er tiltölulega lítil aðgerð. En það er eins með þetta eins og allar aðrar skurðaðgerðir. Þær geta valdið aukaverkunum; sýkingum eða blæðingum.

Ef farið er of nálægt viðkvæmum svæðum í aðgerðinni, þá getur það valdið vandamáli í kynlífi. En þegar þetta er gert varfærnislega, þá eru þessi vandamál miklu sjaldgæfari.

Þannig að það er hægt að framkvæma þessa aðgerð á mismunandi vegu.“ Fordómar gagnvart þessum aðgerðum Hann segist greinilega hafa orðið var fordóma gagnvart konum sem fari í aðgerðir á skapabörmum og hefur borið saman þessar aðgerðir og aðgerðir á forhúð karla.

„Það þykir engum tiltökumál ef karlmaður fer í minnkun á forhúð. En svo þykir það stórmál þegar konur fara í skapabarmaaðgerðir, sem er reyndar nokkuð minni aðgerð. Almenningur lítur mismunandi á þessar tvær aðgerðir, það er gríðarleg vanþekking á þessari aðgerð úti í samfélaginu og margir vita ekkert um í hverju hún er fólgin. Sumir halda líka að verið sé að gera aðgerð á innri kynfærum.

En konurnar sjálfar eru líka feimnar við að láta það fréttast að þær hafi farið í slíka aðgerð.“ Hefur ekkert með klám að gera Sumir tala um að skapabarmaaðgerðir séu afsprengi klámvæðingarinnar og að þeir sem fari í slíkar aðgerðir séu ungar stúlkur, sem eigi eftir að taka út andlegan og líkamlegan þroska.

„Ég á erfitt með að tjá mig um nákvæmlega hvers vegna einstakar konur velja að fara í svona aðgerð,“ segir Ágúst. „En ég held að ég geti fullyrt að það hafi ekkert með klám að gera. Konur láta minnka skapabarmana einfaldlega vegna þess að þeir valda þeim óþægindum, til dæmis nuddast þeir við buxur á reiðhjóli eða á hestbaki.

Vissulega er þetta á gráu svæði; hvað er útlit og hvað er óþægindi? Við erum að tala um konur á öllum aldri, en fáar þeirra eru mjög ungar. Það sem flestar þeirra segja eftir aðgerðina er að þær vildu óska þess að hafa látið gera hana miklu fyrr.

“ Var strítt á útliti kynfæranna Rúmlega fertug kona, sem fór í aðgerð á skapabörmum fyrir nokkrum árum, segist ekki vilja segja vinum og vandamönnum frá því vegna þess að svo oft sé rætt um slíkar aðgerðir sem afsprengi klámmynda og útlitsdýrkunar. Hún ákvað að fara í aðgerðina vegna þess að henni var strítt á útliti kynfæranna þegar hún var barn og vegna þess að stórir skapabarmar ollu henni óþægindum. Hún segir mbl.is sögu sína.

„Upphafið var þegar ég var 11 eða 12 ára og var í sturtu eftir leikfimi. Ein af stelpunum fór að gera grín að kynfærunum á mér fyrir framan allan hópinn,“ segir konan. „Fram að þessu hafði ég ekki hugmynd um að það væri eitthvað athugavert við kynfærin á mér, ég hafði aldrei skoðað þetta svæði líkamans og vissi ekki að ég væri öðruvísi en aðrir á nokkurn hátt. Ég hafði verið afar sátt við mig og minn líkama. En þennan dag var mér sagt hvað væri að mér. Rey

ndi að komast hjá því að fara í almenningssturtu Eftir þetta var ég að drepast úr minnimáttarkennd vegna þessa. Ég varð ofsalega feimin þegar ég átti að fara í almenningssturtur og reyndi að komast hjá því eins og ég gat.

Ef það var ekki hægt, þá reyndi ég stilla mér þannig upp að kynfærin á mér sæjust ekki, ég setti annað lærið framfyrir hitt eða sneri baki í alla hina. Ég var svo meðvituð um þetta og jafnaði mig aldrei á þessu. Þegar ég skoðaði síðan á mér kynfærin, þá sá ég að þau litu öðruvísi út en á öðrum. Innri skapabarmarnir voru óvenjulega síðir og þeir ytri mjög litlir.

“ Læknirinn lét eins og þetta skipti engu máli Konan segir að mörgum árum síðar, er hún fór að stunda kynlíf, hafi þetta setið mjög í henni. „Ef fólk hefur miklar áhyggjur af líkama sínum, þá slakar það ekki á og nýtur þess ekki.

Ég var viss um að ég væri allt öðruvísi en aðrar konur. Enginn af kærustum mínum gerði neinar athugasemdir. En aftur á móti fann ég hjá ungum stúlkum í almenningssturtum að þeim þótti eitthvað athugavert við mig.

Ég lenti til dæmis oftar en einu sinni í því í sundi að unglingsstúlkur störðu á kynfærin á mér og pískruðust á.“ Fljótlega eftir tvítugt ákvað konan að taka af skarið og ræða þetta við kvensjúkdómalækni sinn, en þá voru skapabarmarnir farnir að valda henni margvíslegum óþægindum. „Það var rosalega erfitt að vekja máls á þessu.

Þess vegna var það áfall þegar læknirinn lét eins og þetta skipti engu máli. Nokkrum árum síðar ákvað ég að ræða þetta við annan lækni sem sýndi þessu skilning. Hún sagði að ég væri vissulega með síða skapabarma, en sagðist hafa séð verri tilvik og vildi ekki gera aðgerð á mér til að minnka þá. Af hverju fór ég ekki fyrr í aðgerðina?

Síðan liðu nokkur ár. Þá rakst ég á viðtal í blaði við lýtalækni sem gerði svona aðgerðir. Þá hugsaði ég með mér: Þetta hefur angrað mig í 30 ár.

Af hverju geri ég ekki eitthvað í málinu? Ég fór til læknisins, sem samþykkti strax að gera aðgerðina. Hún gekk vel, ég náði mér fljótt og núna er ég miklu sáttari við mig en ég var. Ég hugsa oft: Af hverju fór ég ekki fyrr í aðgerðina?

Seinna fór ég til kvensjúkdómalæknisins míns, þeirrar sem neitaði mér um aðgerðina á sínum tíma, og sagði henni að ég hefði farið í skapabarmaaðgerð. Hún sagði að ef hún hefði vitað hvað þetta væri mikið mál fyrir mig, þá hefði hún gert þessa aðgerð á mér.

Það er talað um svona aðgerðir á lítilsvirðandi hátt Ég hef ekki sagt vinum mínum eða ættingjum frá því að ég hafi farið í svona aðgerð og ætla ekki að gera það. Það er aðallega út af því að margir tengja aðgerðir á skapabörmum við klámmyndavæðingu.

Það er talað um svona aðgerðir á lítilsvirðandi hátt og spurt hvað sé eiginlega að konum sem fari í aðgerðir sem þessar. Ég hafði ekki séð klámmynd þegar ég var 11 ára og uppgötvaði að kynfærin á mér voru öðruvísi en á flestum öðrum.

Reyndar hef ég ekki séð margar klámmyndir um ævina, en það kemur málinu bara ekkert við. Þetta var einfaldlega eitthvað sem olli mér vanlíðan bæði á líkama og sál. Aðgerðin tókst vissulega vel, en ég er ekki með neina klámmyndapíku, eins og sumir vilja kalla það.“/////////Auðvitað er þetta oft feimnismál!!! en á ekki að vara það hvorki hjá karli eða Konu, þetta er heilbrygðismál oft!! og mjög þarft að geta tjáð sig um svona við lækni sinn og Jafnvel foreldra eða umráðmenn,þetta á bara að kenna um i skolum eins og kynlof og annað í eldri bekkjum,það er svo margt sem þarf að kynna meira i lífinu það er óteljandi sem hægt er að fræða fólk án kláms og svoleiðis,þetta á að gera meira af ekki spurning/Halli gamli


mbl.is „Er ekki með klámmyndapíku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Þarft þú að tjá þig um alla hluti "Halli"  og á svona leiðinlegann hátt, þe.  með  því að afrita alla greinina?

Þú þyrftir  að  læra  betur  á þetta.

Guðjón Guðvarðarson, 29.10.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fyrirgefðu Guðjón ef þetta truflar þig eitthvað,en það verður að lesa efnið sem skifað er um .,það er kanski einum um of hjá mér??,en þetta er bara svona og ég hefi þennan hátt á,en ég vil skifa um sem flest!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 29.10.2012 kl. 10:39

3 identicon

það er bara, að maður er nýbúinn að lesa greinina, þegar maður les blogg þitt.

leiðindamál annars, þessi "allir eins" hugsunarháttur.

persónulega nota ég þetta sem mælikvarða á hvort ég vill hanga í kringum fólk, ef það er að dæma aðra á svona máta og gera grín að hinum öðruvísi eða útskúfa þeim, þá hreinlega kem ég ekki nálægt þessum "dómurum götunnar."

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband