Lítil merki um úrbætur/Ljóttur blettur á kirkjunar mönnum,en allir geta bæt sig,og það verður gert!!!


Rannsóknarnefndin telur að kaþólska kirkjan á Íslandi eigi...Lítil merki um úrbætur Innlent | mbl | 2.11.2012 | 22:00 Rannsóknarnefnd um kaþólsku kirkjuna á Íslandi telur
lítil merki sjást um að úrbætur hafi verið gerðar af hálfu kaþólsku kirkjunnar varðandi meðhöndlun mála vegna kynferðislegs eða annars konar ofbeldis gegn börnum. Kirkjan eigi eftir að leggja á sig töluverða vinnu í þessum efnum.

Rannsóknarnefndin átti m.a. að koma með tillögur um úrbætur varðandi viðbrögð kaþólsku kirkjunnar í þessum málum.

Í skýrslunni er farið yfir hvernig kirkjan brást við kvörtunum sem henni bárust. Niðurstaða nefndarinnar er að kirkjan hafi þaggað niður mál sem vörðuðu andlegt ofbeldi innan Landakotsskóla.

Biskuparnir Frehen, Jolson og Gijsen hafi veigrað sér við eða vikið sér undan því að hafa fullnægjandi eftirlit með starfsemi Landakotsskóla og sumarbúðum sem reknar voru á vegum skólans.

Nefndin er ekki eins afgerandi þegar hún fjallar um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um kynferðislegt ofbeldi.

Nefndin telur „óvarlegt að álykta með beinum hætti að tilteknir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi vísvitandi reynt að bæla niður ásakanir, reynt að fá einhvern með beinum hætti til að þegja um tiltekin mál eða reynt að hafa áhrif á að ekki yrði lengra farið með tiltekin mál um kynferðislegt ofbeldi.

“ Nefndin rekur hins vegar í skýrslu sinni að biskupar hafi fengið upplýsingar um að séra George, fyrrverandi skólastjóri, hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Biskuparnir Jolson og Gijsen hafi hins vegar veigrað sér við því að taka á grun um brot eða taka ásakanir á hendur George föstum tökum.

Kaþólska kirkjan á mikið ógert Þegar kemur að spurningunni um hvernig kaþólska kirkjan tekur á þessum málum í dag er ljóst að rannsóknarnefndin telur að kaþólska kirkjan eigi mikið ógert. „Þrátt fyrir þetta hafa lítil merki sést um úrbætur af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og er það mat rannsóknarnefndarinnar að töluverð vinna sé eftir áður en hægt verði að segja að kirkjan sé í stakk búin til að takast á við mál vegna kynferðislegs eða annars konar ofbeldis gegn börnum,“ segir í skýrslunni. Það er ýmislegt sem rannsóknarnefndin bendir á í þessu sambandi.

Kirkjan þurfi m.a. að bæta skráningu skjala. Nefndin telur „varhugavert fyrir kaþólsku kirkjuna á Íslandi að leggja til grundvallar þá þröngu túlkun á skyldu til að skrá og varðveita upplýsingar um meint ofbeldisbrot, sem fram kemur í andmælabréfi lögmanns kirkjunnar dagsettu 17. október 2012.“

Í viðtölum við presta kirkjunnar kemur fram að þeir hafi enga kynningu fengið á íslenskum lögum og reglum af hálfu kirkjunnar. Til samanburðar nefndu nokkrir að á Englandi hefðu þeir fengið ítarlega fræðslu um lög landsins, verklagsreglur og framkvæmd þeirra.

Nefndin lýsir í skýrslunni áhyggjum af lítilli þekkingu presta á íslenskum lögum og m.a. helstu ákvæðum barnalaga.

Kaþólski biskupinn fylgi orðum sínum eftir Rannsóknarnefndin telur nauðsynlegt fyrir kaþólsku kirkjuna „að staldra við og skoða alvarlega hvernig prestar í dag telja rétt að bregðast við ásökunum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum“.

Kirkjan þurfi að setja sér verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi og bendir í því sambandi á reglur sem kaþólska kirkjan í Danmörku hafi sett.

Í reglunum þurfi að byggja á virðingu fyrir þeim sem segja frá. Rannsóknarnefndin telur brýna nauðsyn að núverandi biskup kaþólsku kirkjunnar fylgi með markvissum hætti eftir fullyrðingum sínum að kirkjan lúti landslögum og sjái til þess að allir fari eftir viðurkenndri túlkun barnaverndarlaga um tilkynningu starfstétta, þar með talið presta.

 Tengdar fréttir — Rannsókn á kaþólsku kirkjunni Leituðu til læknis vegna andlegs ofbeldis 16:25 Dæmi eru um að nemendur sem voru í Landakotsskóla meðan séra George var skólastjóri skólans hafi leitað til læknis vegna andlegs ofbeldis sem þeir máttu þola í skólanum. Nemendur fóru grátandi úr tíma, voru kvíðnir, með höfuðverk, magaverk og jafnvel uppköst og magabólgur./////////////Það er svo að þarna er sjúkt fólk varið í bak og fyrir af kirkjunni kaþólsku,eins og okkar lútersku einnig!!þetta vandamál er þvi miður þekt um hinn kristna heim,og reyndar annarra trúar!!en eins og er verður að skoða þetta betur,og vinna þetta rétt,engan hasar,bara vinn þetta heilt!!og ekki láta þetta koma niður á saklausum sem eru flestir!!þetta er í raun eins og ég hefi áður sagt,bara sakamál og það ber að láta það ganga þann veg!!ekkert annað,og auðvitað þarf kirkjan að taka vel á þessu einnig,og annað að þetta á ekki bara vinnast í fjölmiðlum,als ekki!!!/Halli gamli


mbl.is Lítil merki um úrbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaþólska kirkjan getur ekki bætt sig, það hefur sýnt sig trekk í trekk yfir árþúsundir

DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 23:22

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

DoctorE- Fyrst er að leifa þessum Prestum þeirra að gifta sig!!!!

Haraldur Haraldsson, 2.11.2012 kl. 23:27

3 Smámynd: ViceRoy

Það er vonandi að þeir geti bætt sig. En reyndar er nú eitt, var ekki Ólafur Skúlason giftur? humm...  Það virðist því ekki vera bara vera þetta giftingaleysi sem veldur þessari hegðun þessara presta sem svona gera.

ViceRoy, 3.11.2012 kl. 10:35

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessi sjúkdómur er þvi miður algengur sem þu nefnir með ÓLaf Skúlasson hvensemni er okkur gefið mátleg en hjá sumum sjúkdómur því miður alltf mörgum!!!ViceRoy //Kveðja

Haraldur Haraldsson, 3.11.2012 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband